Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 11
Það er áskorun í sjálfu sér að vita ekki alveg hvað er fram undan. Svipmynd | Þóranna hefur áratuga reynslu af markaðsmálum og hefur að und- anförnu unnið að því að setja upp starfsemi Entravision á Íslandi sem vottaðs sölu- og þjónustuaðila fyrir Meta.Hún segir það hafa verið eitt hennar mest krefjandi verkefni til þessa. Utan vinnu hefur Þóranna meðal annars unun af lestri góðra bóka. Hver eru þín helstu áhugamál? Söngur og góðar sögur á hvaða formi sem er. Að skíða finnst mér líka afskaplega gaman, en ég væri einmitt til í að komast miklu oftar í brekkurnar. Svo er ég mikil fjöl- skyldumanneskja og líður alltaf best í faðmi hennar. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það tók mig langan tíma að hugsa um þetta. Það er kannski svolítið sjálfhverft en þær bækur sem hafa haft mest áhrif á mig eru bókasería sem ég skrifaði um markaðsmál. Ekki að inntakið hafi haft svo mikil áhrif (ég kunni þetta jú), heldur reynslan, lærdómurinn og afrekið að skrifa og gefa sjálf út sex bóka seríu og uppgötva hvers megn- ug kona ég virkilega er. Svo er ég reyndar eins og iðnaðar- mennirnir heima hjá sér og hef ekki gefið mér tíma til að markaðssetja þessar bækur, en afrekið verður engu að síður aldrei tekið af mér. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Það hefur verið krefjandi en líka lærdómsríkt að setja upp starfsemi Entravision á Íslandi sem vottaðs sölu- og þjónustuaðila fyrir Meta. Núna þegar sér fyrir endann á þessu verkefni er ég líka stolt af afrekinu og hlakka til að sjá hvern- ig þessu reiðir af. Hvaða á skoranir e r u f ram undan? Akkúrat á þessari stundu veit ég það ekki alveg. Nú þegar Meta- verkefninu hefur verið hleypt af stokkunum breytast þær áskor- anir sem felast í því verkefni. Ég fylgi því eftir í núverandi hlutverki eitthvað fram á vorið og svo koma hlutirnir í ljós. Það er áskorun í sjálfu sér að vita ekki alveg hvað er fram undan – en líka spennandi og í því felast ýmis tækifæri. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég bara veit það ekki. Ég hef reynt í gegnum tíðina að plana framtíðina en lært það að fyrir mig er best að hafa einhverja smá hug- mynd um hvert mig langar til að fara en annars að vera sveigjanleg og „go with the f low“. Að gera það hefur fært mér ýmis tækifæri og ævintýri sem ég hefði ekki viljað missa af og það er borðleggjandi að ef ævisagan mín verður nokkurn tímann skrifuð á hún svo sannar- lega eftir að vera hið áhugaverð- asta lesefni. n Eigin bókasería haft mest áhrif Þóranna Kristín Jónsdóttir Nám: MBA með áherslu á strategíska markaðssetningu. Störf: Unnið í markaðsmálum fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofn- anir í um 20 ár. Fjölskylduhagir: 30 ára samband og 22 ára hjónaband með manninum mínum og við hjónin eigum 18 ára stelpu og 14 ára strák. Flughermar Icelandair eru mjög eftirsóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þóranna Kristín Jónsdóttir segir ævisögu sína verða hið áhugaverðasta les- efni, verði hún einhvern tíma skrifuð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Flugfreyjustarfið er náttúrulega krefjandi starf en við finnum alltaf fyrir miklum áhuga. Elísabet Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðssviðs Icelandair Icelandair upplifir nú stærsta ráðningarferli í sögu fyrir- tækisins. Verið er að stækka þjálfunarsetur Icelandair á Flugvöllum og flugfélög víðs vegar um heiminn gera sér sérstakar ferðir til Íslands til að nota flugherma Icelandair. helgisteinar@frettabladid.is Icelandair stendur frammi fyrir mikla aukningu í þjálfunarferli félagsins. Framkvæmdir eiga sér einnig stað við nýjar höfuðstöðvar félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði þar sem Icelandair áætlar að sam- eina stóran hluta af starfsemi sinni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar því ferli lýkur munu 600 manns starfa undir sama þaki. Í lok árs 2022 voru starfsmenn Icelandair 3.100 talsins en í heims- faraldrinum náði starfsmannafjöldi félagsins sögulegu lágmarki. Í sumar áætlar Icelandair að starfsfólk félagsins verði nálægt 5.000 talsins. Guðmundur Tómas Sigurðsson, f lugstjóri og ábyrgðarmaður þjálf- unar áhafna hjá Icelandair, segir núverandi ráðningar- og þjálfunar- ferli fyrir komandi sumar vera það stærsta í 85 ára sögu félagsins. Hann segir þjálfunarsetur Icelandair og flugherma félagsins vera með þeim betri sem finnast í heiminum. „Við þjálfum alla okkar flugmenn í hermunum en einnig koma önnur f lugfélög sem vilja koma hingað mjög langar vegalengdir og þjálfa í flughermunum. Við erum til dæmis með nýjasta Boeing 757 flugherm- inn í heiminum og fólk kemur hing- að ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur sækir það alla sína þjónustu hingað,“ segir Guðmundur. Hann segir að þær ferðir skapi mikið verðmæti fyrir landið og myndast rúmlega 3.000 hótelgist- ingar á ári í tengslum við notkun flughermanna. Nánast allt starfsfólk Icelandair fer í gegnum árlega þjálfun og segir félagið að umfang fræðslu og þjálf- unarstarfs eigi sér enga hliðstæðu á meðal íslenskra fyrirtækja. Rúmlega 100 starfsmenn koma að þjálfun og yfir háannatímann fer kennsla fram allan sólarhringinn. Sigrún Stefanía Kolsöe, forstöðu- maður þjálfunar hjá Icelandair, segir að allir starfsmenn taki þátt í svipaðri almennri nýliðaþjálfun óháð stöðu. „Það er mjög skemmti- legt og er gert til að tengja okkur öll við flugið. Hvort sem þú ert að vinna á bak við skrifborð, ert upplýsinga- fulltrúi eða forritari.“ Hún segir að Icelandair þjálfi nú í kringum 300 nýliða í f lugfreyju- og f lugþjónastöður fyrir komandi sumar. Þjálfunin fer mikið fram að kvöldi til og um helgar þar sem margir nýliðar eru í skóla og að náminu loknu munu nýliðarnir bætast við 1.000 manna áhafna- teymi Icelandair. Hátæknibúnaður er mikið not- aður við þjálfunina og hefur starfs- fólk til að mynda aðgang að sýndar- veruleikagleraugum sem þjálfa það fyrir mismunandi aðstæður. Í þjálf- unarrými er einnig niðursagaður skrokkur af gamalli f lugvél sem er búinn tölvuskjáum við glugga vélarinnar þar sem starfsmenn geta til dæmis æft fyrir lendingar á vatni. Elísabet Helgadóttir, f ram- k væmdastjóri mannauðssviðs, segir einnig að mikilvægt sé að taka reglulegar mælingar á starfs- anda innan hópsins. Hún segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan kjaradeilur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair stóðu yfir og að mælingar sýni almenna ánægju meðal starfsfólks Icelandair. „Flugfreyjustarfið er náttúrulega krefjandi starf en við finnum alltaf fyrir miklum áhuga og fáum vel yfir þúsund umsóknir á hverju ári. Starfið er unnið á vöktum á ýmsum tímum sólarhrings og ég held að fólk geri sér alveg grein fyrir því að þetta er ekki fyrir alla, en þetta er samt sem áður mjög skemmtilegt starf,“ segir Elísabet. n Icelandair aldrei ráðið jafn marga starfsmenn Guðmundur Tómas Sigurðsson, Sigrún Stefanía Kolsöe og Elísabet Helgadóttir segja að þjálfunarsetur Icelandair í Hafnarfirði sé mögulega eini skólinn í landinu sem er rekinn allan sólarhringinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fréttablaðið markaðurInn 118. Febrúar 2023 mIðVIkuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.