Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 23

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 23
þarna mann, sem var að breiða pappírs- snepla á jörðina í kringum sig og smá- steina ofan á. Hvort þeir liéldu að ég væri að framkyæma þarna einhverja helgiathöfn, veit ég ekki, en þeir komu a. m. k. ekki nálægt mér. Þegar ég var búinn að breiða tékkana til þerris, lagð- ist ég á bakið og teygði fæturnar upp í loftið, til þess að láta vatnið renna úr stígvélunum. Að lokum gaf ég mér svo tíma til að huga að fiskinum, sem lá spriklandi í grasinu, þvældur í netinu og hérumbil kominn út í á aftur. En þegar öllu var á botninn hvolt, var veiðin ekki eins mikil og vonir höfðu staðið til. Og einn morguninn um dag- mál þegar ég var að fara út til að veiða, uppgötvaði ég ástæðuna. Tveir síðhærðir, norskir bændur komu þaðan, sem ég ætl- aði að fara að veiða, með 100 metra langt net. Þá skildi ég hvernig á því stóð að við fengum stóran urriða í morgunverð á hverjum degi, þótt það, sem við veiði- mennirnir fengum væri hvergi nærri nóg til þess. Þetta var ástæðan til þess, hve lítið við veiddum og urðum að hætta líftórunni til þess að komast á óaðgengi- legustu staðina, ef við áttum að verða varir. Eg var ösku-grenjandi vondur. Ég reyndi í tveimur vötnum, ofarlega í fjöllunum, þar sem eftir sögusögn átti að vera krökt af fiski, og varð ekki var. Þegar ég kom heim um kvöldið, upp- gefinn eftir ferðalagið að efra vatninu, hitti ég norskan stjórnarerindreka, sem S. Stefánsson & Co. h.f. bjó í gistihúsinu. Hann skellihló að mér og sagði: „Það er ekki einn einasti urr- iði þarna uppfrá. Bændurnir drógu á þar í fyrrahaust! „Hvers vegna?, ef mér leyfist að spyrja.“ „Vegna þess, að reyktur urriði var í mjög háu verði.“ „Og hvers vegna er þetta ekki stöðv- að?“ „Við getum það ekki. í Noregi hafa bændurnir veiðirétt í öllum ám og vötn- um, hver í sínu landi. Þar geta þeir gert það sem þeir vilja, að vissu marki.“ Og markið var það, að bóndinn mátti legia veiðiréttinn hverjum sem honum sýndist, en gat ekki selt hann. Þá kom til kasta sveitarfélagsins. „Ef sveitarstjórninni líst vel á hinn útlenda kaupanda," hélt hann áfram, án þess að gera sér grein fyrir, hve und- arlega það lét í eyrum, ,,þá er allt í lagi. En haldi hún að hann sé hundaklibberi, fær hann ekki leyfið." Sveitarstjórnin — m. ö. o. bændurnir sjálfir! Stjórnarerindrekinn tók það fram, að þetta væri ekki runnið undan rifjum al- þýðuflokksstjórnarinnar nýju, heldur væri það ltálfrar aldar gömul lög, sem ættu að tryggja hagsmuni smábænd- anna. Hlutafélög um fossavirkjanir hefðu áður fyrr oft keypt vatnsréttindin af bændum fyrir lítið sem ekkert — og breytt ám þeirra í aflstöðvar. Nú yrði því að bera allar sölur undir sveitar- Verðandi. Veiðimaðurinn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.