Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Qupperneq 10
Veiðiskýrslur 1950.
Skýrslur hafa enn ekki borizt frá öll-
um veiðiánum, og er ástæða til þess að
minna á það einu sinni enn, að skylt er
að senda þær til skrifstofu veiðimála-
stjóra strax og veiðitímanum er lokið.
Hér er því um vanrækslu að ræða, sem
engin réttmæt afsökun getur verið til
fyrir. Samkvæmt eindreginni ósk frá
skrifstofunni beinir Veiðimaðurinn því
til allra, sem hlut eiga að máli, að senda
bækurnar hið allra fyrsta og gæta þess
framvegis, að þessarar áminningar verði
eigi oftar þörf.
Skrifstofunni er mjög nauðsynlegt að
fá þessi gögn strax á haustin, því að hún
gerir eftir þeim margskonar athuganir
og skýrslur, sem margar eru þannig, að
hagkvæmast er að geta unnið úr öllum
veiðibókunum samtímis.
Veiðimönnum leikur einnig hugur á
að fá sem fyrst fréttir af veiðinni á hin-
um ýmsu stöðum á landinu. En eigi að
vera hægt að birta þær allar í síðasta
tölublaði Veiðimannsins ár hvert, þurfa
þær að berast veiðimálaskrifstofunni
strax að veiðitímanum loknum, því það
Síld & Fiskur.
er mikið verk að vinna úr öllum bókun-
um á þann hátt, sem æskilegast væri.
★
Veiðin s.l. sumar var víðast hvar
miklu lakari en í fyrra, bæði hvað fjölda
og þyngd snertir. Norðurá í Borgarfirði
er eina áin þar sem fleiri laxar veiddust
nú, en eins og flestir veiðimenn munu
vita, var laxinn þar óvenjulega smár í
ár, og meðalþyngdin því miklu lægri
en í fyrra. Það er einnig eftirtektarvert,
að meðalþyngd hrygnanna þar er tals-
vert hærri en hænganna, eins og í Mið-
fjarðará í fyrra. Það er áhyggjuefni
margra veiðimanna, hvað fiskurinn fer
smækkandi í Borgaríjarðaránum, og þó
sérstaklega Norðurá. Er enginn vafi á
þvi, að hin gegndarlausa netaveiði á sinn
mikla þátt í þessu. Það eru ekki ýkja-
mörg ár síðan Norðurá var ein af beztu
veiðiám landsins, bæði að fiskimagni og
stærð. Það var algengt að menn veiddu
þar 22—27 pd. fiska og oft sáust þeir
stærri. Nú er það orðin hrein undan-
tekning, ef 20 punda fiskur fæst þar, og
í ár t. d. náði enginn þeirri þyngd —
flestir voru neðan við 5 pund! Það
Kjöt & Grænmeti
8
Veiðimaðurinn