Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 6
Valli innbyrðir eina. og þá stærstu, sem enn hefur veiðzt, og voru þeir um 2 klst. að þreyta hana og innbyrða. Fregnin flaug út, og ekki leið á löngu unz fleiri vildu reyna þessa íþrótt. Næst- ir fóru þeir Gunnar Jónasson og Valdi- mar Valdimarsson, sem báðir eru kunn- ir og þaulreyndir laxveiðimenn. Fengu þeir lánuð áhöld Tryggva og veiddu tvær „merar“, sem voru 170 og 150 kg. að þyngd. Þeir næstu, sem „tóku veikina“ voru þeir Albert Erlingsson og Sigmundur Jóhannsson, sem flestir lesendur Veiði- mannsins munu kannast við. Veiddu þeir tvær „merar“ um 100 kg. hvora, en misstu þrjár. Telja þeir að það hafi bæði stafað af óvana og því, að bátur- inn, sem þeir voru á, er mjög óhentug- ur til þessara nota. Ritstjóri Veiðimannsins hitti þá Al- bert og Sigmund að máli og bað þá að segja sér eitthvað um þessa íþrótt. Urðu þeir góðfúslega við þeim tilmælum, og fer frásögn þeirra hér á eftir: „Við lögðum af stað í góðu veðri snemma morguns hinn 28. ágúst s.l. og komum suður í Hafnir kl. 7. En þá vildi svo til, að ekki var hægt að ná í bátinn strax, því hann var bundinn við bryggjuhausinn, en stórstraumsflæði og bryggjan öll í kafi. Kl. var því langt gengin 9 þegar við komumst af stað á sjóinn. Við fórum á Sandvíkurmiðin, leituð- um vandlega fyrir okkur, en urðum ekki varir fvrr en um hádegið — eða um fjöruna — en þá urðum við skyndilega varir, en brugðum of fljótt við og misst- um af veiðinni Við drógum þá inn til þess að gá að, hvort beitan væri á, og sáum þá að allt var í lagi með beituna, en margar „merar“ eltu. Við renndum strax aftur og samstundis fóru þrjár eða fjórar að rífast um beituna. Við vorum á sjónum til kl. 4 e. h. og mátti heita að hún væri alltaf við eftir að hún byrjaði að taka um hádegisbilið. Veiðin var, eins og áður er sagt 2, en þrjár misstum við. Ein fór þannig, að sigurnaglinn festist í borðstokknum þegar við ætluð- um að fara að innbyrða hana og kubb- aði hún þá stálvírstauminn sundur, sem tvinni væri, og er honum þó ætlað að þola 400 kg. þunga. Það gegnir sama máli um þennan fisk eins og aðra, að hann „tekur“ aðallega á vissum tímum sólarhringsins. Samkv. þessari reynslu okkar, virðist hámerin „taka“ bezt á liggjandanum. Hún tek- ur á 3—5 faðrna dýpi frá yfirborði og fremur dræmt — „leggst“ á beituna og smá-þyngir á, og þarf því að gefa henni góðan tíma. Átakið er í fyrstu oft svo 4 Veiðimaeurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.