Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 39

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 39
ferðir Iaxíds. Hvað verður a£ laxinum, þegar hann seinnihluta vetrar yfirgefur árnar, og hvar halda laxaseyðin sig, eftir að þau hafa leitað sjávarins? Þetta er spurning, sem rnargur veiðimaðurinn hefur áreið- anlega oft velt fyrir sér. Heldur hann sig nálægt árósunum eða leitar hann á haf út? Þetta er ekki fullkunnugt ennþá, en þó má telja það nokkurnveginn víst, að laxinn er æði víðförull og fer vítt um haf. Talið er að hann haldi sig nær yfirborð- inu og leiti ekki ætis við botninn, eftir að lengra út er komið, ella mætti gera ráð fyrir því, að hann veiddist við og við í botnvörpu hér við land, en þess munu fá eða engin dæmi. Laxamerkingar hafa varpað nokkru ljósi yfir ferðir laxins t. d. við Noreg, en þar hafa merkingar á laxi farið fram um margra ára skeið. Þar liafa þær sýnt, að laxinn fer oft fleiri hundruð kílómetra um regin haf. Aftur á móti hefur það komið í ljós, að stjóbirtingurinn eða sjáv- arurriðinn lieldur sig mjög í námunda við árósana. Á s.l. ári hófu ameríkumenn merk- ingar á Kyrrahafslaxinum út af strönd- Litla Blómabúðin. urn Californíu, en við vesturströndina er þessi lax mikið veiddur í sjónum, bæði á stöng og í net. Merktir voru 69 laxar, og af þeim höfðu í lok ágústmán- aðar s.l. 12 laxar veiðst aftur. Lengsta ferðalag eins þeirra, sem merktur var norður af Farallon eyjunum 21. júlí og veiddur út af Cairmanah oddanum í Vancouver mánuði síðar, var 2400 kíló- metrar. Annar lax, sem merktur var sama dag og veiddist í Columbia-ánni 32 km. frá sjó þann 12. ágúst, hafði far- ið á 22 dögum að meðaltali 32 km. á dag. Flestir hinna merktu laxa, sem aftur komu fram, voru veiddir í sjónum út af ströndum Californíu eða í nálægum ám. í ár voru merktir 365 laxar. Vísinda- stofnunin, sem um merkingarnar sá, fékk ókeypis aðstoð áhugamanna við veiðarnar 20 bátar, með 6 veiðimönn- um á hverjum, veiddu laxinn, og komust færri að en vildu. Hér á landi hafa laxamerkingar verið stundaðar í nokkur ár, og þá aðallega í Elliðaánum, til þess að fá vitneskju um göngur laxins í árnar. En í sambandi við þær merkingar hefur komið í ljós, að af 50 löxum úr Elliðaánum, sem merktir voru og fluttir í Flókadalsá í Borgarfirði, komu 5 frani í Elliðaánum árið eftir. Hvort nokkuð er um ferðir lax- ins milli ánna á Norður- og Suðurlandi er okkur ekki kunnugt, en mjög væri fróðlegt að fá vitneskju um það. BRJ. Veioimaðurinn 37

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.