Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Qupperneq 36
Uppástunga um verðUun.
Einn a£ lesendum Veiðimannsins hefur
sent blaðinu eftirfarandi uppástungu
um verðlaun fyrir beztu greinar, sem
ritinu berast, að dómi lesendanna:
„Innan í hvert hefti sé látinn lítill, ó-
prentaður miði, og kaupandinn beð-
inn að skrifa á hann, hvaða grein í heft-
inu hann metur mest og senda mið-
ann síðan til félagsstjórnar eða ritstjór-
ans.
Þetta mat fer auðvitað ekki eftir
„bókmenntagildi“ eða „ritsnilld“ ein-
göngu, heldur einnig og ekki síður því,
hvað menn telja góðar tillögur eða rétt
efni á réttum tíma — rétt með far'.ð.
Atkvæði séu talin í árslok, eftir inn-
komu miðanna, og hljóti höfundar
þeirra greina, sem flest atkvæði fá, að
verðlaunum ókeypis veiðileyfi, t. d. hálf-
an dag í Elliðaánum eða einn dag í öðr-
um veiðivötnum félagsins.“
★
Stjórn Stangaveiðifélagsins hefur ekki
enn tekið afstöðu til þessarar uppástungu,
en blaðið telur æskilegt, að efna til verð-
launasamkeppni í einhverju formi. eins
og gert hefur verið áður, hvort sem verð-
launin yrðu veiðileyfi eða eitthvað annað,
sem betur þætti henta.
Ritstj.
Línan er létt og leggst undan straumn-
um.“ Kristján taldi þetta eins og hverja
aðra reykvíska Ejarstæðu, klappaði á öxl-
ina á mér og hló. „Ég reyni nú samt,“
sagði ég. Hylurinn endar við dálitla eyri,
og óð ég fyrst þvert yfir hann þar og
reyndi að „fiska“ línuna upp með fæt-
inum, þótt svo dimmt væri orðið, að
ekki sæist til botns á hnédýpi. Og viti
menn — um það leyti, sem ég var að
vaða upp fyrir einu sinni enn, kom ég
með línuna upp á ristinni. Ég kallaði til
Kristjáns og skipaði honum að koma
með stöngina. Hann brá fljótt við, og
þræddum við línuna í snarkasti gegnum
lykkjurnar og hnýttum saman. Ég vafði
síðan upp á hjólið og fann að laxinn var
enn á. Hófst þá mjög fjörleg viðureign,
sem stóð eitthvað um 10 mínútur, en þá
landaði ég nýgengnum 13 punda hæng.
Þótt dimmt væri orðið, renndi ég aft-
ur og fékk 7 punda lax, sem lítið þurfti
að hafa fyrir.
Þá var komið niðamyrkur og helli-
rigning, og með hliðsjón af því, hvernig
farið hafði með vasapelann, kom okkur
saman um að halda nú heim til Ólafs-
víkur og skála fyrir „Fróðárundrinu".
Óli J. Ólason.
34
Veiðimaðurinn