Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 20
fjarlægum stöðum, þótt leiðin þangað væri torsótt. „Ég veit um einn stað,“ sagði formað- urinn, „hann er inn í miðju landi — en það eru þrjátíu km. þangað frá góðum vegi, þar sem það er stytzt. Það er nægi- lega afskekkt, eins og bíllinn mun bezt fá að reyna. Staðurinn heitir Gjendes- heim.“ Hann hafði ekki íarið með ýkjur. Nokkrum dögum seinna ók ég útaf að- alveginum, einhverstaðar í Mið-Nor- egi og fór yfir 30 km. í vestur, gegnurn greniskóginn, eftir „vegi“, sem var ekkert annað en stórir hnullungar og djúpar liolur. Urn kvöldið kom ég að vötnum, sem voru á hjöllum, hvert upp af öðru, milli tignarlegra fjalla. Þar rakst ég á prýðilegt gistihús, þar sem gestirnir voru allir norskir, og ég tók á leigu veiði- kofa, sem stóð á bakka ár einnar, sem rann milli tveggja vatna. Þarna var ég í margar vikur, veiddi á daginn, en las á kvöldin prófarkir af bók, sem ég liafði ritað í Haute Savoj, um Suður-Ameríku. Á nóttunni var sofið í naglföstum trérúm- um, en grenibútarnir skíðloguðu á arn- inum. Þegar maður vaknar í herbergi með ómáluðum og ilmandi furuþiljum, þvær sér úti í hinu svala og hressandi, norska lofti, borðar árdegisverð, sem er mjólk, smjör, kornbrauð, nýr urriði — eða síld, kjötbollur, reyktur lax, salat eða hvað sem hugurinn girnist, þá hjálpast þetta allt að til þess að gera veiðidvöl í Noregi GLGÐIieG JTÓL! Belgjagerðin. að ævintýri, sem orð fá ekki lýst. Lífs- þrótturinn verður meiri en nokkru sinni fyrr. Áin var fáein skref frá kofanum, og ég sofnaði við sönginn í fossinum. Ég verð að viðurkenna, að þarna í nágrenn- inu var einn af hinum óhjákvæmilegu Englendingum — einbúi, sem átti kofa með torfþaki, uppi á bakkanum hinum- rnegin við ána. Hann varaði mig við hættunni: „Farðu aldrei út í ána nema með sterkan staf; annars missirðu fót- anna einn góðan veðurdag og færð þinn hinzta hvílustað úti í Atlantshafinu. Hann ætlaði sjálfur í fjallgöngu þennan dag og lánaði mér því vatnastafinn sinn, sem var búinn öflugum járnbroddi. Hér verður ekki sagt frá neinu ,.meti“ eða risafiskum. Stærsti fiskurinn, sem ég veiddi í Gjendesheim var tæp 3 pund. En hinir voru aðeins milli 1 og 2 pund. Aðalskemmtunin við veiðarnar þarna var fólgin í því, að reyna að komast á veiðistaðina, sem erfiðast var að ná til og þarf af leiðandi sjaldnast veitt á. Þar þurfti oft að tefla á tæpasta vaðið. Eitt varð alltaf að hafa í huga, og það var að sleppa ekki góðri fótfestu fyrr en önnur örugg var fundin. Það er betra að ganga ekki á höfðinu í ánni, því að botninn minnti mest á Alpafjöllin. Verstu reynslu mína, þeirrar tegundar, hlaut ég fyrsta daginn, vegna þess að ég fór að eins og flón. Ég var búinn að veiða nokkra fiska, sem voru rúmlega pund hver, í fremur Matarbúðin Ingólfsstræti 3. 18 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.