Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 20
fjarlægum stöðum, þótt leiðin þangað væri torsótt. „Ég veit um einn stað,“ sagði formað- urinn, „hann er inn í miðju landi — en það eru þrjátíu km. þangað frá góðum vegi, þar sem það er stytzt. Það er nægi- lega afskekkt, eins og bíllinn mun bezt fá að reyna. Staðurinn heitir Gjendes- heim.“ Hann hafði ekki íarið með ýkjur. Nokkrum dögum seinna ók ég útaf að- alveginum, einhverstaðar í Mið-Nor- egi og fór yfir 30 km. í vestur, gegnurn greniskóginn, eftir „vegi“, sem var ekkert annað en stórir hnullungar og djúpar liolur. Urn kvöldið kom ég að vötnum, sem voru á hjöllum, hvert upp af öðru, milli tignarlegra fjalla. Þar rakst ég á prýðilegt gistihús, þar sem gestirnir voru allir norskir, og ég tók á leigu veiði- kofa, sem stóð á bakka ár einnar, sem rann milli tveggja vatna. Þarna var ég í margar vikur, veiddi á daginn, en las á kvöldin prófarkir af bók, sem ég liafði ritað í Haute Savoj, um Suður-Ameríku. Á nóttunni var sofið í naglföstum trérúm- um, en grenibútarnir skíðloguðu á arn- inum. Þegar maður vaknar í herbergi með ómáluðum og ilmandi furuþiljum, þvær sér úti í hinu svala og hressandi, norska lofti, borðar árdegisverð, sem er mjólk, smjör, kornbrauð, nýr urriði — eða síld, kjötbollur, reyktur lax, salat eða hvað sem hugurinn girnist, þá hjálpast þetta allt að til þess að gera veiðidvöl í Noregi GLGÐIieG JTÓL! Belgjagerðin. að ævintýri, sem orð fá ekki lýst. Lífs- þrótturinn verður meiri en nokkru sinni fyrr. Áin var fáein skref frá kofanum, og ég sofnaði við sönginn í fossinum. Ég verð að viðurkenna, að þarna í nágrenn- inu var einn af hinum óhjákvæmilegu Englendingum — einbúi, sem átti kofa með torfþaki, uppi á bakkanum hinum- rnegin við ána. Hann varaði mig við hættunni: „Farðu aldrei út í ána nema með sterkan staf; annars missirðu fót- anna einn góðan veðurdag og færð þinn hinzta hvílustað úti í Atlantshafinu. Hann ætlaði sjálfur í fjallgöngu þennan dag og lánaði mér því vatnastafinn sinn, sem var búinn öflugum járnbroddi. Hér verður ekki sagt frá neinu ,.meti“ eða risafiskum. Stærsti fiskurinn, sem ég veiddi í Gjendesheim var tæp 3 pund. En hinir voru aðeins milli 1 og 2 pund. Aðalskemmtunin við veiðarnar þarna var fólgin í því, að reyna að komast á veiðistaðina, sem erfiðast var að ná til og þarf af leiðandi sjaldnast veitt á. Þar þurfti oft að tefla á tæpasta vaðið. Eitt varð alltaf að hafa í huga, og það var að sleppa ekki góðri fótfestu fyrr en önnur örugg var fundin. Það er betra að ganga ekki á höfðinu í ánni, því að botninn minnti mest á Alpafjöllin. Verstu reynslu mína, þeirrar tegundar, hlaut ég fyrsta daginn, vegna þess að ég fór að eins og flón. Ég var búinn að veiða nokkra fiska, sem voru rúmlega pund hver, í fremur Matarbúðin Ingólfsstræti 3. 18 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.