Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 12
STÆRSTU LAXARNIR: Hér fer á eftir þyngd stærstu laxanna úr nokkrum ánum, ásamt nöfnum veiði- mannanna og veiðistaðanna og beitunni, sem fiskarnir veiddust á, eftir því sem unnt hefur verið að sjá þetta í skýrslun- um. Elliðaárnar: 14. ágúst veiddi Ingi Kristjánsson 16 pd. hæng í Fjárhúshyl á Black Doctor. 30. ágúst fékk Ólafur Jörgensen einnig 16 pd. hæng í „Long pool“ á flugu, (tegundar eigi getið). Laxá i Kjós: 5. júlí veiddi Eggert Kristjánsson 20 pd. hæng á flugu (tegundar eigi get- ið). Norð'urá: 19. júlí veiddi Gísli Halldórsson 19 pd. hæng í Myrkhyl á maðk. 20. júlí veiddi Ófeigur Ólafsson 19 pd. hæng á „Brotinu" (fyrir neðan Lax- foss) á Mar Lodge nr. 4. Verður það bikarlax Stangaveiðifélagsins í ár, þar sem ekki hefur borizt önnur skýrsla um svo stóran fisk, og ekki kunnugt að neinn annar hafi veiðzt á flugu á vatnasvæði félagsins. Langá: Stærsti laxinn, sem vitað er að veiðzt hafi þarna á sumrinu, var 15 Málning & járnvörur. pd., veiddur af Guðjóni Ólafsspii í Krókódíl. sennilega á maðk. Þverá: Dr. Óli P. Hjaltested veiddi 21 pd. lax á maðk í Galta. Laxá i Dölum: Þar var stærsti laxinn, 19 pd. hæng- ur veiddur af Guðm. Sigurjónssyni í Þegjandakvörn, á flugu. í fyrra (1949) var meðalþyngd á fremra veiðisvæðinu 9,57 pd., en á því neðra 10,23 pd. í ár á fremra svæðinu 9,67 pd., en því neðra 7.48 pd. Vill einhver velta fyrir sér ástæð- unni? Miðfjarðará: 15. ágúst fékk Ingvar Sigurðsson 23 punda hrygnu í Hlíðarfossi á maðk. Laxá i Aðaldal: Jón Einarsson á Akureyri veiddi 13. júní 32 pd. hæng á maðk í Kistu- kvísl og Osvald Knudsen 27. júlí 32 pd. hæng á spoon á Núpabreiðu. Nokkrir aðrir fengu 30 og 31 punds fiska. Meðalfellsvatn: Stærstu laxarnir í sumar voru 14 pd., og fengu þær sinn hvor, frú Elín Bender og frú Kristrún Haraldsdóttir. Hvorttveggja voru hængar. Þetta sýn- 10 Veiðtoadurtnn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.