Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 8
Stuðningur við sjálfstæði Wales meðal íbúa þar í landi er á uppleið samkvæmt skoð- anakönnunum. Þingkona í velska þinginu í Cardiff segir í samtali við Fréttablaðið að breska konungsveldið muni bráðum líða undir lok. Sjálfstæðisumræðan í Skotlandi og Wales hefur færst verulega í aukana eftir að Bretland yfirgaf Evrópusam- bandið. Skortur er á bæði varningi og erlendu vinnuafli og útflutnings- aðilar sem nutu góðs af aðgangi að evrópskum markaði glíma nú við flókið viðskiptaumhverfi og mikla pappírsvinnu. Breska ríkisstjórnin hefur einn- ig verið gagnrýnd fyrir að taka ekki áhrifin sem Brexit myndi hafa á Norður-Írland inn í myndina þegar sú ákvörðun var tekin. Þau þrjú lönd sem hafa myndað Bretland með enskum nágrönnum sínum í gegnum aldirnar endurhugsa nú stöðu sína og velta því fyrir sér hvort framtíð þeirra sé einfaldlega bjartari sem sjálfstæðra þjóða utan breska konungsveldisins. Skotar kusu um sjálfstæði árið 2014 og munaði litlu að það yrði að veruleika. Skoski efnahagurinn var hins vegar mjög háður útflutningi á olíu til Evrópu og var það ein ástæða þess að Skotar kusu að yfirgefa ekki breska konungsveldið. Þeir ensku stjórnmálamenn sem voru mót- fallnir sjálfstæði Skota minntu skoska kjósendur á að útganga úr breska konungsveldinu myndi jafngilda útgöngu úr Evrópusam- bandinu. Tveimur árum síðar ákváðu Bret- ar að yfirgefa Evrópusambandið og fannst mörgum Skotum, sérstaklega þeim sem kusu að yfirgefa ekki ESB, eins og Englendingar hefðu svikið þá. Umræðan um sjálfstæði hefur einnig orðið háværari í Wales, en hún hefur að vísu ekki verið eins áberandi og í Skotlandi. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar. Löndin fjögur sem mynda Bretland hafa öll Eitt af hverjum þremur börnum í Wales lifir við fátækt. Sjálfstæði er eina leiðin fyrir okkur til að tryggja framtíð velskra barna. Gwern Gwyn- fil, leiðtogi YesCymru Westminster er bara rödd fyrir þá sem hafa peninga og völd nú þegar. Delyth Jewell, velsk þingkona Plyd Cymru Tímaspursmál hvenær Wales fær sjálfstæði Samkvæmt nýjustu könnun segja 32 prósent íbúa í Wales að þau myndu kjósa sjálfstæði. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY FRÉTTASKÝRING | Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is mismunandi tengsl við ríkisstjórn- ina í London. Aldursskipting og fylgni Gwern Gwynfil, leiðtogi sjálfstæðis- samtakanna YesCymru, segir að stuðningur við sjálfstæði skiptist mjög eftir aldri. Hann segir að því eldra sem fólk sé, því líklegra sé það til að vera mótfallið sjálfstæði. Yfir 20 prósent íbúa í Wales eru 65 ára og eldri og meðal þeirra eru ekki nema 16 prósent sem styðja sjálfstæði. Hann segir að þessi aldurshópur sé einnig tvöfalt líklegri til að kjósa en þeir sem eru yngri. „Hver einasta skoðanakönnun sem hefur verið gerð undanfarin ár sýnir aukinn stuðning við sjálf- stæðisbaráttu Wales. Þessar kann- anir sýna líka að þeir sem eru 16 til 24 ára eru að yfirgnæfandi meiri- hluta fylgjandi sjálfstæði. Það er aðeins tímaspursmál hvenær Wales fær sjálfstæði,“ segir Gwern. Samkvæmt skoðanakönnun hjá breska rannsóknar- og upplýsinga- fyrirtækinu YouGov var stuðningur við sjálfstæði Wales árið 2014 í kring- um 21 prósent en í október 2022 var stuðningurinn kominn upp í 32 pró- sent. Söguleg mismunun Delyth Jewell, þingkona Plyd Cymru-flokksins, sem situr á velska þinginu tekur í sama streng og segir að breska konungsveldið muni bráðum líða undir lok. Hún telur að Skotland verði sjálfstæð þjóð fyrr en síðar og býst við að Norður-Írar muni sameinast Írlandi á ný. Flokkur hennar berst fyrir sjálfstæði Wales en hún segir að ákvörðunin um sjálf- stæði liggi fyrst og fremst hjá fólkinu. „Það sem ég vil ekki sjá er að Wales verði sjálfstætt bara af því allir aðrir eru að skilja við Englend- inga. Ég vil að Wales öðlist sjálfstæði vegna þess að fólkið í Wales vill það,“ segir Delyth. Hún segir að Wales sé í raun fæðingarstaður iðnbyltingarinnar þar sem breska konungsveldið var knúið áfram af velskum kola- námum. Hvað varðar sögu og auð heimsveldisins þá var það augljóst að Bretland naut góðs af þeim auð- lindum sem komu frá Wales, en sá gróði skilaði sér síðan aldrei aftur til velskra samfélaga. „Það eru bara þeir sem búa í suð- austurhluta Englands sem njóta góðs af þessu núverandi kerfi. Nánast hvert einasta svæði utan við höfuðborgina glímir við fátækt vegna þess að allt snýst um gróða fyrir London. Það mætti líka segja að margir Englendingar hafi jafnvel enga rödd í umræðunni vegna þess að Skotar og íbúar í Wales hafa að minnsta kosti sín eigin þing. West- minster er bara rödd fyrir þá sem hafa peninga og völd nú þegar.“ Fátæktin er að aukast Gwern og Delyth eru bæði samstíga um að eitt skýrasta dæmi um ríka þörf á breytingum innan breska konungsveldisins sé hversu mikil fátækt er meðal barna í Wales. Eitt barn af hverjum þremur lifir í fátækt í landinu og er algengt að kennarar mæti með próteinstangir fyrir börn sem fá ekki nægilega mikið að borða heima hjá sér. „Íbúar í Wales hafa litla sem enga rödd í Westminster, sem þýðir að sjálfstæði er eina leiðin fyrir okkur til að tryggja framtíð velskra barna. Stjórnvöld í London munu aldrei hugsa jafnvel um Wales og þá sem fara með völdin í landinu,“ segir Gwern. Delyth segir það einnig skelfilega tilhugsun hversu Bretar séu orðnir vanir því að tala um matarbanka í nútímasamhengi. Hún tekur sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem vinna við að halda fólki á lífi en þurfa svo matvælaaðstoð til að framfleyta sér sjálfum. „Það er ekkert fátækt við Wales í sjálfu sér. Við erum með miklar auðlindir og harðduglegt fólk sem vinnur jafn vel og allir aðrir þegar tækifærin eru fyrir hendi. Vanda- málið er að við erum bara búin að vera í svo ósanngjörnu sambandi í svo langan tíma,“ segir Delyth. n 8 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 2. mARs 2023 fiMMTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.