Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 22
Félögin
virðast
hafa ansi
frjálsar
hendur.
Laun og
launa-
tengd gjöld
hækka um
20 millj-
ónir á milli
ára hjá HK.
Félög í efstu deildum í knatt
spyrnu eru byrjuð að birta
ársreikninga sína fyrir síðasta
ár. Er þetta hluti af leyfis
kerfi KSÍ sem gerir ráð fyrir
að félögin birti reikningana
opinberlega. Þau félög sem
skilað hafa ársreikningi voru
rekin með tapi á síðasta ári.
hordur@frettabladid.is.
Knattspyrnudeild KR var rekin með
miklu tapi á síðasta ári en stjórn
deildarinnar gerir ráð fyrir fínum
hagnaði í ár. Í heildina var tapið á
knattspyrnudeildinni 26 milljónir
króna árið 2022. Ársreikningur KR
var opinberaður fyrir stuttu og
teiknar hann upp svarta stöðu í
Vesturbænum.
Tvö önnur félög hafa opinberað
ársreikninga sína, HK og Fram.
Laun og launatengd gjöld hækka
hjá KR um átta milljónir á milli ára
en knattspyrnudeildin gerir ráð
fyrir að launin hækki um sex millj
ónir á þessu ári. Auglýsingar og sam
starfsaðilar KR voru heldur betur í
góðum gír árið 2022 en sá tekjuliður
hækkaði um 39 milljónir á milli ára
og var 84 milljónir. Gerir KR ráð
fyrir að þessi liður hækki upp í 93
milljónir á þessu ári.
Í ársreikningi KR munar mestu
um sölur á leikmönnum. Árið 2021
seldi KR leikmenn fyrir 50 millj
ónir en þá fóru Jóhannes Kristinn
Bjarnason og Finnur Tómas Pálma
son til Svíþjóðar. Tekjur af sölu leik
manna minnkuðu um 36 milljónir á
milli ára en Jóhannes og Finnur hafa
snúið til baka úr atvinnumennsku
og eru leikmenn KR í dag. Félagið
gerir ráð fyrir að selja leikmenn í ár
fyrir fjórar og hálfa milljón króna.
Tuga milljóna
króna tap í
Vesturbænum
Fram
Rekstrartekjur: 100 milljónir
Rekstrargjöld: 118 milljónir
Laun og launatengd gjöld:
99,8 milljónir
Útsendingaréttur:
32,7 milljónir
Tap ársins: 3,5 milljónir
Knattspyrnufélög og Knattspyrnu
samband Íslands eru þessa dagana
að skila ársreikningum sínum.
Fyrir áhugafólk um slíkt er gaman
að renna í gegnum þá en það er
hins vegar hvimleitt hversu oft
reikningarnir gefa ekki rétta mynd
af stöðu félaganna.
Félögin virðast hafa ansi frjálsar
hendur þegar kemur að því skila frá
sér ársreikningum og oft er ekkert
samræmi á milli þess í hvaða lið
tekjurnar eru færðar – það sama
má segja um kostnað.
Hér fyrir ofan má sjá ársreikn
inga þriggja liða sem skila sínum
ársreikningum á eins mismunandi
hátt og hugsast getur. HK bregður
á það ráð að setja saman barna
og unglingastarf sitt og meistara
flokka. Er þetta ein leiðin til þess að
fela hvernig reksturinn raunveru
lega er. Ljóst er að bæta þarf reglu
verkið í kringum það hvernig árs
reikningum er skilað. Að einhvers
konar einn staðlaður ársreikningur
sé gerður. Rekstur fótboltadeilda
getur ekki verið svo mismunandi.
K nat t s py r nu s a mba nd ið er
kannski ekki rétti aðilinn til að
fara fram á slíkar breytingar enda
þótt ársreikningur sambandsins
Illa útskýrðir ársreikningar sem fela margt og segja lítið
Utan vallar |
Hörður Snævar
Jónsson
hordur
@frettabladid.is
sé nokkuð vel gerður þá eru tekju
liðir og kostnaðarliðir oft vel faldir.
Enginn getur til dæmis komist
að því hvað Evrópumót kvenna
kostaði sambandið síðasta sumar.
Enginn leið er að sjá hversu mikla
f jármuni sambandið fékk fyrir
æfingaleik gegn SádiArabíu. Hefur
það tíðkast hjá sambandinu í mörg
ár að greina ekki nákvæmlega frá
því hvernig fjármunirnir koma inn
og í hvað þeir fara.
Þetta gera knattspyrnufélögin
líka en í þeim ársreikningum sem
hafa komið inn á þessu ári eru liðir
sem ómögulegt er að lesa í. Hvað
hafa félögin að fela? KR til dæmis
segir aðrar tekjur hjá sér vera 157
milljónir á síðasta ári. Það ætti ekki
að vera ýkja f lókið að segja frá því
hvaðan þessar aðrar tekjur koma
inn í kassann.
Félögin hafa svo engan áhuga á
því að auglýsa birtingu ársreikn
inga. Skiljanlega, kannski eru þeir
faldir í bakenda á heimasíðum
félaganna. Þrír fyrstu ársreikning
arnir sem blaðamaður fann þetta
árið draga upp ansi dökka mynd
af stöðu knattspyrnudeilda hér á
landi. Taprekstur og stórar tölur í
mínus. n
Ljóst er að
róðurinn er
þungur hjá þeim
félögum sem
skilað hafa árs-
reikningi sínum.
FRéTTabLaðið/
SigTRygguR aRi
KR
Rekstrartekjur:
315,7 milljónir
Rekstrargjöld: 340 milljónir
Laun og launatengd gjöld:
164 milljónir
Útsendingaréttur:
28,1 milljón
Tap ársins: 26 milljónir
HK
Rekstrartekjur: 203 milljónir
Rekstrargjöld: 217 milljónir
Laun og launatengd gjöld:
177 milljónir
Útsendingaréttur:
Óuppgefið
Tap ársins: 16 milljónir
Um áramót hafði KR rúmar þrjár
milljónir í handbært fé en sú tala var
rúmar 10 milljónir króna undir lok
árs 2021.
Tekjur ruku upp en tap á rekstri
Fram var nýliði í Bestu deild karla
á síðasta ári en að auki var félagið
með lið í þriðju efstu deild kvenna
þar sem liðið fór upp um deild.
Tekjur knattspyrnudeildar Fram
jukust um 43 milljónir á milli ára og
þar er helsta skýringin endurkoma
liðsins í efstu deild karla.
Tekjur knattspyrnudeildar voru
rúmar 100 milljónir króna á síðasta
ári en voru rétt um 57 milljónir
árið á undan. Helsta hækkunin er
í formi útsendingaréttar og styrkja
frá KSÍ en þar fékk Fram 30 milljónir
í ár, borið saman við 1,9 milljónir á
síðasta ári.
Segja má að algjört launaskrið
hafi orðið hjá Fram á milli ára. Árið
2021 var launakostnaður 49 millj
ónir króna en var rúmar 99 millj
ónir króna á síðasta ári.
Fram seldi leikmenn fyrir tæpar
15 milljónir króna og hækkaði sú
tala um tæpar 13 milljónir króna á
milli ára.
Rekstrarkostnaður við knatt
spyrnudeild Fram hækkar um
tæpar 70 milljónir á milli ára en
tapið á rekstrinum var 3,5 milljónir
á síðasta ári.
Kostnaður vegna erlendra leik
manna er skráður 2,5 milljónir
en ekki er útskýrt í hvað þeir fjár
munir fóru, hvort það voru ferðalög
leikmanna til og frá landinu eða
greiðslur til umboðsmanna. Fram
átti 1,6 milljónir í óráðstafað eigið
fé í árslok.
Mikið tap í Kórnum
Tekjur knattspyrnudeildar HK voru
203 milljónir króna á síðasta ári og
lækkuðu þær um tvær milljónir á
milli ára. 16 milljóna króna tap var
á rekstrinum á síðasta ári sem er
mikil sveifla á milli ára, hagnaður
upp á 2,5 milljónir varð á rekstri
deildarinnar árið 2021. HK tekur
barna og unglingastarf sitt inn í
ársreikning en KR og Fram ekki.
„Stjórn félagsins leggur til að tap
ársins verði yfirfært til næsta árs, en
vísar að öðru leyti í ársreikninginn
um breytingar á eigin fé félagsins,“
segir í ársreikningi HK.
Laun, verktakagreiðslur og annar
starfsmannakostnaður hjá HK var
177 milljónir króna á síðasta ári og
hækkar um 20 milljónir á milli ára.
Skuldir knattspyrnudeildar voru
í árslok rúmar 65 milljónir króna en
handbært fé var rúmar 50 milljónir
króna. Ljóst er að tekjur HK aukast
verulega í ár þar sem karlalið félags
ins hefur tryggt sér sæti í Bestu deild
karla. n
14 íþróTTIr FRÉTTABLAÐIÐ 2. mARs 2023
FIMMTUDAGUr