Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
halldór
Frá degi til dags
Langvar-
andi halla-
rekstur
er þannig
til þess
fallinn að
eyða öllum
öðrum til-
raunum til
að halda
verð-
bólgunni í
skefjum.
Höfuð-
ærslin eru
þau helst
að Evrópu-
sambandið
steli öllu
steini
léttara í
landinu ef
þjóðin fái
fullgilda
aðild að
því.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Það er skrýtin pólitík sem leitar ekki
allra leiða til að bæta hagsæld almenn-
ings og atvinnufyrirtækja í landinu.
En sú arna pólitíkin er rekin hér á
landi, raunar af fleiri en einum flokki.
Þeir líta á óbreytt ástand sem eina möguleikann
fyrir íslenskt samfélag. Og þeir reyna ekki einu
sinni að leyna aðdáun sinni á kyrrstöðu. Gott
ef stöðugleikinn felst ekki einmitt í stöðnun að
þeirra mati.
Því, er ekki bara best að breyta engu?
Í þessu ljósi eru viðbrögð kyrrstöðuflokkanna
við síauknum áhuga landsmanna á fullri aðild
að Evrópusambandinu harla fyrirséð.
Við höfum ekkert þangað inn að gera. Og þar
við situr.
Það tekur því ekki einu sinni að skoða hvað er
í boði. Og líklega stappar það nærri óðsmanns-
hjali að kanna hvaða undanþágur eru í boði
fyrir þjóðina vegna sérstöðu Íslands á fjölda-
mörgum sviðum atvinnu, auðlinda, menningar,
tungu, hnattstöðu og fjarlægðar frá meginlandi.
Miklu heldur er talað fyrir því að híma áfram
frammi á gangi á löggjafarsamkundu sam-
bandsins og taka við regluverki þess án þess að
geta haft nokkur áhrif á hana.
Svo er auðvitað alið á samsæriskenningum
sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, en
höfuðærslin eru þau helst að Evrópusambandið
steli öllu steini léttara í landinu ef þjóðin fái
fullgilda aðild að því – og geti þar með verið þjóð
á meðal þjóða í álfunni, hvað lagasetningu og
framtíð sína varðar.
Spurningin er auðvitað þessi: Halda andstæð-
ingar Evrópusambandsins hér á landi að einhver
núverandi aðildarþjóða sambandsins hafi tapað
á inngöngunni? Geta þeir hinir sömu bent á ein-
hverja ESB-þjóð sem hefur glatað hagsmunum
sínum á aðildinni?
Hér verður vitaskuld að hafa í huga að ríki sem
ganga í Evrópusambandið hafa eftir sem áður
sjálfsákvörðunarrétt um nýtingu orkuauðlinda
í sinni eigu, svo sem olíu, gass og vatns. Þannig
hafa til dæmis Bretar og Hollendingar haft full
yfirráð yfir olíuauðlindum í Norðursjó, Finnar
ráða yfir finnskum skógum og Ungverjar yfir
jarðhitaauðlindum sínum.
Ekkert bendir til annars en að sjálfsákvörð-
unarréttur Íslands yfir auðlindum í efnahags-
lögsögu landsins, í jörðu og á hafsbotni, haldist
óskertur komi til aðildar að Evrópusambandinu.
Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir
einstakra aðildarríkja eru eftir sem áður teknar
af heimamönnum á grundvelli reglunnar um
hlutfallslegan stöðugleika. Reglan byggist fyrst
og fremst á veiðireynslu og sameiginlegum
fiskistofnum og þar hefur Ísland alla söguna og
sérstöðuna sín megin.
En hræðslupólitíkin lýgur enn. Og er hreykin
af blaðrinu. n
Hræðslupólitík
Vonandi sér nú fyrir endann á kjaradeilum Eflingar
og Samtaka atvinnulífsins. Ýmsir atvinnurekendur
hafa þó lýst yfir áhyggjum af því að geta ekki haldið
rekstrinum gangandi með auknum launakostnaði ofan
á álögur sem hafa farið vaxandi undanfarið. Þetta á sér-
staklega við í tilviki smærri vinnuveitenda.
Á meðan launafólk greiðir atkvæði um nýja miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara er rétt að leiða hugann að
því sem stjórnvöld gætu lagt gott til málanna. Ríkis-
stjórnin hefur í hendi sér fjölmörg verkfæri til að miðla
málum. Til dæmis gæti hún lækkað tryggingagjald,
sem er hlutfall af greiddum launum og hækkar þannig
kostnað launagreiðenda umfram kjarahækkanir. Hún
gæti líka lækkað áfengisgjald, sem myndi helst gagnast
fyrirtækjum í veitingarekstri.
Annað verkfæri ríkisstjórnarinnar er lækkun virðis-
aukaskatts sem myndi bæta kjör almennings og draga
þannig úr þörf á launahækkunum. Virðisaukaskattur á
Íslandi er þegar sá næsthæsti meðal allra landa OECD.
Þá gætu stjórnvöld látið sér detta í hug að auka ávinn-
ing þjóðarinnar af sjávarauðlindinni.
Beittasta tól stjórnvalda er þó líklega að haga ríkis-
rekstrinum þannig að hann ýti ekki undir verðbólgu.
Langvarandi hallarekstur er þannig til þess fallinn að
eyða öllum öðrum tilraunum til að halda verðbólgunni
í skefjum. Væri aginn og aðhaldið raunverulegt hjá
hinu opinbera, væri skuldsetning ekki aukin ár eftir
ár, vaxtakostnaður ekki þriðji stærsti útgjaldaliður
ríkisins og mun líklegra að stýrivextirnir myndu virka
sem skyldi. Það er ekki að ástæðulausu sem seðla-
bankastjóri sagði á fundi í síðustu viku að stofnun hans
væri eini aðilinn sem sýndi nokkurt aðhald. Sennilega
mun samsetning ríkisstjórnarinnar þó koma í veg fyrir
að þau gangi í lið með seðlabankastjóra þar.
Stærsta kjarabót launþega á Íslandi væri svo án efa
að skipta sveiflukenndum gjaldmiðlinum okkar út
fyrir evru. Það myndi annars vegar knýja ríkisstjórnina
til ábyrgðar því hún gæti ekki lengur falið sig bak við
fallandi krónu. Hins vegar hefði það í för með sér vaxta-
lækkanir fyrir allan almenning og fyrirtæki. Það væri
raunveruleg miðlunartillaga inn í kjaraviðræðurnar. n
Verkfærakassi
ríkisstjórnarinnar
Hanna Katrín
Friðriksson
formaður þing-
flokks Viðreisnar
gar@frettabladid.is
Svo skal böl bæta
Nú næða naprir vindar verð-
bólgunnar um þjóðina að
nýju eftir hlé á slíku um langt
árabil. Hagfræðingar, innan
og utan Seðlabankans, hvetja
nú stjórnvöld til að hysja upp
um sig buxurnar og grípa til
aðgerða sem stemmt geta stigu
við þessari ömurlegu óværu.
Ríkisstjórnin virðist hins vegar
ekki kannast við að bera ábyrgð
á þess háttar leiðindum. Þó vita
ráðherrarnir um leiðir sem gætu
dregið úr verðbólgunni. Það séu
nefnilega ekki þau sjálf heldur
forstöðumenn alls kyns ríkis-
stofnana sem eyða peningum
í óumbeðna dellu og auka þar
með þensluna.
Fólk á berangri
Meðal helstu fórnarlamba efna-
hagsástandsins er unga fólkið
sem kemst hvergi í eigin hús
og hefur verið skilið eftir á
ísnum til að éta það sem úti
frýs. Helsta ástæða þessarar
stöðu er náttúrlega verðbólgan
fyrrnefnda sem nú sýnist vera
að þróast í óðaverðbólgu án
viðnáms hjá stjórnvöldum sem
skeyta varla um neitt og bara
eyða úti í eitt. Búast má við
að f ljótt fari að komast los á
mannskapinn sem hvergi hér
innanlands eygir undankomu-
leið og fer þá að líkindum að
tínast út fyrir landsteinana þar
sem grasið er grænna í þessum
efnum. Og hver á þá að standa
undir verðbólgunni og öllum
sköttunum? n
10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 2. mARs 2023
FIMMTuDAGuR