Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 28
Útúrkókaða bjarndýrið í Cocaine Bear braust inn í kvikmyndahús á Íslandi rétt fyrir helgi. Þó að sitt sýnist hverjum um hvort hér sé á ferðinni leiðinda flopp eða fínasta skemmtun þá er þetta ágætistilefni til að rifja upp ógur- legustu bjarndýr kvikmyndasögunnar. arnartomas@frettabladid.is  Birnir á hvíta tjaldinu Kókaínbjörninn þurrnasa gefur hugtakinu „hvítabjörn“ sannarlega nýja merkingu. myndir/skjáskot Grizzly (1976) Eftir að hákarlinn í Ókindinni gerði allt vitlaust árið 1975 reyndu hinir og þessir að synda í kjölfar hans með sínar eigin ræmur um mannýgar skepnur. Ein þeirra var kvik- myndin Grizzly sem kom út ári síðar og segir frá birni sem hefur komist á bragðið með mannakjöt. Jeminn. Það vant- aði þó alla þá natni sem lögð var í Ókindina og áhorfendum og gagnrýnendum þótti bangsinn heldur linur. Það er þó næstum því þess virði að horfa á myndina til þess eins að sjá björninn sprengdan með basúku í lokin. Revenant (2015) Kvikmyndaakademían lúffaði loksins árið 2016 og ákvað að gefa Leó litla Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Revenant. Eftir fimm tilnefningar þótti glíma DiCaprio við blóðugan björninn nægilega góð til að hann fengi gullstyttuna góðu. Toy Story 3 (2010) Það hlýtur að vera í lagi að kjafta frá plottinu í þriðja bindi Leikfangasögu þrettán árum eftir að hún kom út. Faðmfúsi bangsinn Lotso er ekki jafn kærleiksríkur og hann virðist í fyrstu og u-beygja hans frá vinalegum eldri borgara yfir í rætinn skúrk tekst virkilega vel í þessari frábæru mynd. Annihilation (2018) Vísindatryllirinn Annihilation flaug því miður undir ratsjána hjá mörgum. Þeir sem sáu myndina munu hins vegar seint gleyma viðurstyggilega birninum, ef björn skyldi kalla, sem runnið hafði saman við fórnarlömb sín. Ef það er ekki nóg þá framkallar hann raddir þeirra til þess að tæla matinn beinustu leið upp í gin sitt. Frumleg hönnun og fínasti eldiviður í martraðir. Winnie the Pooh: Blood and Honey (2023) Það virðast engin mörk vera fyrir því hvaða ástkæru persónur fólk er tilbúið að vanhelga til þess að maka krókinn. Í þessu nýútgefna pyntingaklámi eru Bangsímon, Gríslingur og félagar orðnir að kaldrifjuðum morðingjum sem níðast á vini sínum sem dirfðist að yfirgefa þá til að fara í háskóla. Niðurstaðan er því miður arfaslöpp og réttlætir ekki þessa saurgun á efniviðnum. The Edge (1997) Er til kvikmyndaleigulegri mynd en The Edge með Antony Hopkins og Alec Baldwin? Ef fyrri innslög á þessum lista hafa ekki gefið ykkur nægilegar vísbendingar þá þurfa okkar menn, eftir að hafa brotlent í óbyggðum Alaska, að takast á við bjarn- dýr sem eltir þá uppi. Bónusstig fyrir Elle McPher- son í afar vafasömum frumbyggjabúningi sem yrði snarlega tilefni til slaufunar í dag. 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 2. mARs 2023 fiMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.