Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 18
Ef
splunku
nýtt par af
galla
buxum
kostar um
tíu þúsund
lítra af
vatni,
myndu
flestir
kjósa
vatns
sopann í
heimi sem
versnandi
fer.
Andri Unnarson
Jóhanna María
Einarsdóttir
jme
@frettabladid.is
Andri Unnarson hefur unnið
með nokkrum af dáðustu
listamönnum Íslands. Eftir
að hafa sleikt sárin í kjöl-
far faraldurs og ástarsorgar
stígur hann nú skrefið sem
sjálfstætt starfandi fatahönn-
uður í Kaupmannahöfn.
„Eftir námið í KADK í Danmörku
tók ég mér ár þar sem ég dútlaði
mér í smærri verkefnum. Ég var
úrvinda eftir námið og Covid-far-
aldurinn og í ástarsorg í ofanálag,
þannig að ég þurfti tíma til að
sleikja sárin. Núna er ég orðinn
fullur af eldmóði og kominn á
skrið sem sjálfstætt starfandi
hönnuður,“ segir Andri Unnarson,
en að sögn er margt spennandi í
bígerð á næstunni hjá honum.
Óttablandin virðing fyrir jörð
Andri er búsettur í Kaupmanna-
höfn og er með vinnustofu við
Nørrebro þar sem hann vinnur
almennt að hönnun sinni, nema
þegar hann tekur að sér verkefni
á erlendri grundu. Hönnun Andra
hefur vakið athygli vegna ein-
stakrar efnisnotkunar og virðingar
fyrir náttúrunni og umhverfinu.
„Af hönnuninni stafar ótta-
blandin virðing fyrir móður jörð
og því hvernig við komum fram
við bæði hana og við hvert annað.
Fyrst og fremst skoða ég hvernig
ég get nýtt það sem er til nú þegar,
hvernig megi endurvinna efnivið
líkt og notaðar flíkur, fullnýta
restar úr annarri framleiðslu og
láta ferlið haldast í hendur við
það,“ segir Andri.
Listrænt egó eða hlýnun jarðar
Undanfarin ár segist hann hafa
reynt að aflæra það hvernig
hann nálgast textíl og hráefni til
að skapa. „Ég er að skoða hvaða
ákvarðanir ég get tekið við að
skapa textíl eða flík sem gengur
sem minnst á auðlindir jarðar. Mitt
listræna egó má aldrei verða mikil-
vægara en hlýnun jarðar,“ segir
hann og heldur áfram:
„Sjálfbærni er oft ákveðið
dónaorð innan þessa geira því það
þykir ekki nógu spennandi. En
hún verður að vera möguleg. Það
er tilgangslaust að hanna tísku ef
við getum ekki notið hennar. Á
meðan heimurinn býr til rúm-
lega hundrað milljarða af flíkum
á ári hverju mun neysluhyggjan á
endanum lúta í lægra haldi fyrir
áþreifanlegum vandamálum. Ef
splunkunýtt par af gallabuxum
kostar um tíu þúsund lítra af vatni,
myndu flestir kjósa vatnssopann í
heimi sem versnandi fer.
Sjálfbærni er dónaorð innan geirans
Töff frakki, eingöngu úr notuðum
gallabuxum. Mynd/JaMes CoChrane
Fatnaðurinn er 90% úr endurunnum
hráefnum. Mynd/JaMes CoChrane
Andri hefur gaman af því að leika sér með kynjaímyndir.
Benjamin Dysager klæðist hér frakka/kjól úr línu Andra
Unnarsonar og rokkar lúkkið alla leið.
Þessi leðurjakki er algerlega 100% gerður úr úrgangs
hráefni og er eiginlega bara enn betri fyrir vikið.
Þessi kjóll úr notuðum bolum er alger sleggja. Mynd/Moe
En þá er gott að hafa spjátrunga
eins og mig á kantinum til að rann-
saka hvernig maður getur notað
öll þessi föt sem efnivið í staðinn
og eina auðlindin sem þarf er bara
einn Tuborg Grøn í lok vinnuvik-
unnar,“ segir Andri kankvís.
„Hráefni í sköpun mína fæ ég
úr öllum áttum. Stundum kaupi
ég notað í gegnum nytjamarkaði,
stundum fæ ég gefins. Gaman
er þegar ég finn auðlind sem eru
afgangar úr annarri framleiðslu.
Til að mynda er mikið af leðrinu
sem ég nota úrklippur úr danskri
húsgagnaframleiðslu,“ segir hann.
Brotnar líkamsmyndir
Innblásturinn segir Andri koma
víða að: „Þegar kemur að hug-
myndavinnu skoða ég mikið alls
konar sjálfsmyndir, einkum í sam-
bandi við „kynusla“, þá sérstaklega
í kringum karlmennsku. Hlutirnir
sem ég nota sem hráefni skilgreina
oft líka heilar kynslóðir fólks sem
klæðist þeim, líkt og gallabuxur
eða hvítar skyrtur. Hvít skyrta
sem efniviður getur dregið upp
margs konar samfélagshópa sem
innblástur, allt frá skrifstofufólki
til sjomla.
Ég fylgist líka með því sem er að
gerast í tískuheiminum og finnst
geggjað að sjá að tískuheimurinn
virðist loks vera að læra að horfast
í augu við sjálfan sig. Umræðan í
kringum pallana er orðin önnur
en hvað allt sé alltaf frábært. Það er
svo margt rotið við þennan iðnað
og nýju kynslóðirnar eru sérstak-
lega farnar að gefa því gaum og
hætta taka þátt í eitrinu. Léleg eða
engin laun, langir vinnutímar,
falskar væntingar og brotnar
líkamsmyndir. Þetta er allt orðið
svo þreytt og mikið þrot.
Marine Serre er ein af þeim
hönnuðum sem eru heldur betur
að sýna heiminum hvernig það er
hægt vinna sjálfbært með gasa-
legum tilþrifum. Annars er líka
alltaf gaman að sjá hvað þessi
stóru ljóðrænu hús eru að gera eins
og Rick Owens, Thom Browne,
Schiaparelli og Prada. Á Íslandi
finnst mér æðislegt að fylgjast með
hvert Kormákur & Skjöldur eru
að fara með íslenska tvídið. Svo
er alltaf gaman að kíkja í litríkt
og lúxus hjá Apótek Atelier,“ segir
Andri.
„Enn sem komið er er ekki hægt
að nálgast mína hönnun á Íslandi
en vonandi breytist það í lok þessa
árs eða í byrjun þess næsta,“ segir
Andri en áhugasömum skraut-
fjöðrum býður Andri að fylgjast
með sér á Instagram: @ andriunn-
arson. n
Andri starfar í Kaupmannahöfn. Mynd/dilJá hilMarsdóttir
6 kynningarblað A L LT 2. mars 2023 FIMMTUDAGUR