Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 12
Verðbólgan stigmagnast og helstu sérfræðingar búast við því að Seðla­ bankinn bregðist við með harka­ legum vaxtahækkunum og hvetja jafnvel til þess. Kvíða er farið að gæta á mörgum heimilum landsins vegna verðs á nauðsynjavörum og síhækkandi húsnæðiskostnaðar. Ríkisstjórnin verður að bregðast við. Og hún verður að gera það núna með aðgerðum sem koma til fram­ kvæmda strax, ekki á næstu árum. Það þarf sértækar tekjuöf lunar­ aðgerðir gegn verðbólgu, aukið aðhald á markaði og stuðningsað­ gerðir við heimili í vanda. Líður og bíður Nú höfum við beðið eftir aðgerð­ um ríkisstjórnarinnar mánuðum saman. Í stað þess að bregðast við hafa ráðherrar eftirlátið Seðla­ bankanum algerlega hagstjórnina – sem hefur einungis takmörkuð og almenn tæki til. Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir almenning. Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í efnahagsmálum er mikill hagn­ aður fyrirtækja og arðgreiðslur virðast síður en svo vera að dragast saman. BSRB hefur bent á að ríkis­ stjórnin þurfi að bæta stöðu ríkis­ fjármála með tekjuöflun hjá þeim sem sannarlega hafa svigrúm til að leggja meira af mörkum til sam­ neyslunnar. Þar má nefna hátekju­ skatt, stóreignaskatt, bankaskatt, hæk k un f jármagnstekjuskatts og hærri hlutdeild almennings í tekjum fyrir afnot á sameigin­ legum auðlindum. Verðbólga er nú í tveggja stafa tölu og því þarf að grípa til ráðstafana strax en ekki bíða næsta fjárlagaárs. Það eru fyrirtækin sem ákveða verðlag. Hér ríkir fákeppni á mörk­ uðum með nauðsynjavörur og mun sú staða ekki breytast af sjálfu sér. Stjórnvöld geta og eiga að tryggja virka samkeppni og neytendavernd. Hjá stórfyrirtækjunum er svigrúm til þess að minnka álagningu, sem eykst þó með degi hverjum og veld­ ur aukinni verðbólgu. Verjum almannaþjónustu BSRB hafnar því að gripið verði til úreltra aðferða í ríkisfjármálum með frekari skerðingu almanna­ þjónustunnar. Sagan hefur sýnt að slíkar aðgerðir eru skammgóður vermir og hafa alvarlegar langtíma afleiðingar í för með sér. Opinberu kerfin okkar hafa enn ekki jafnað sig eftir niðurskurð áranna eftir hrun. Skortur á starfsfólki til þess að sinna nauðsynlegri almanna­ þjónustu er viðvarandi vandamál. Niðurskurður mun leiða af sér aukið álag, verri starfsaðstæður og ósam­ keppnishæf launakjör sem munu bitna á umfangi og gæðum þjónustu við almenning. Samstaða með launafólki Ríkisstjórn og Seðlabanki bera ábyrgð á hagstjórn landsins. Þessir aðilar beina þó oftast sjónum sínum að launafólki sem virðist eitt eiga að bera stöðugleikann á herðum sér. Það gengur ekki lengur og stjórn­ völd verða nú að sýna samstöðu með heimilum í landinu og beina stuðningi til þeirra sem verst verða fyrir barðinu á hækkun verðlags­ og húsnæðiskostnaðar. Besta leiðin til þess er að hækka barnabætur, vaxtabætur og stuðning við leigj­ endur. Þessi kerfi eru öll tekjutengd og beina þarf stuðningnum þangað sem mest er þörf á. Þessar aðgerðir getur Alþingi afgreitt fyrir páska. n Stjórnmál fyrir fólk en ekki fjármagn Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB Tillaga borgarstjóra sem var lögð fram í borgarráði fyrir tveimur vikum um að leggja niður Borgar­ skjalasafn og skýrsla KPMG sem fylgdi tillögunni kom eins og reiðar­ slag fyrir flesta. Málinu var frestað í borgar­ ráði og leynd hvíldi því áfram yfir gögnum. Engu að síður hafði skýrsla um framtíðarfyrirkomulag Borgar­ skjalasafns borist fjölmiðlum og málið komst í hámæli. Nú hefur leynd verið létt af skýrsl­ unni um Borgarskjalasafn svo hægt er að ræða efni hennar. Skýrsluhöf­ undar komast að þeirri niðurstöðu að: „Óbreytt ástand er ekki mögu­ leiki,“ sem þýðir að ekki sé hægt að hafa Borgarskjalasafn áfram í þeirri mynd sem það er. Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur sínar hugmyndir um þetta mál og finnst það sérkennilegt að skýrsla af þessu tagi skuli birta svo afgerandi niðurstöðu án þess að skoða hvaða aðrar leiðir megi fara. Skýrslan er að mati okkar í Flokki fólksins gildishlaðin og jafnvel má segja að hún sé ekki nægjanlega vönduð. Við teljum að „niðurstaðan hafi verið eins og pöntuð“. Flokkur fólksins í borgarstjórn telur að borgarstjóri og hans fólk hafi fyrir einhverju síðan verið búið að ákveða að leggja niður Borgar­ skjalasafn. Í ferli KPMG við gerð skýrslunnar voru einungis tekin tvö viðtöl við borgarskjalavörð og teymisstjóra eftirlits og rafrænna skila. Ekkert hefur verið fundað með öllum starfsmönnum Borgar­ skjalasafns, engir stefnumótunar­ eða verkefnafundir haldnir með starfsmönnum og greinendur hafa ekki kynnt sér ítarlega verkefni eða störf safnsins. Ekki var haldinn fundur með forstöðumanni Borgar­ skjalasafns til að kynna drög að til­ lögum. Þetta eru allt upplýsingar frá starfsfólkinu. Hér er ekki um neina stefnu­ mótunarvinnu að ræða heldur er aðeins keyrt áfram og yfir alla sem málið varðar. Skýrslan er almennt neikvæð og f lest gert til að láta safnið líta illa út. Þá er auðveldara að réttlæta það að skella í lás. Ekki er minnst á styrkleika safnsins, ein­ göngu einblínt á vandamálin. Fela á verkefnið öðrum í stað þess að skoða leiðir til að efla safnið. Fjársvelt lengi Þrátt fyrir að hafa verið fjársvelt lengi heldur safnið úti öflugri starf­ semi, tekur við eldri skjölum, varð­ veitir þau og svarar fyrirspurnum. Heildarsafnkostur Borgarskjala­ safns er yfir tíu km. Birtar hafa verið á þriðja hundrað þúsunda síðna af skjölum á vefsíðu safnsins sem verið er að endurgera. Stafræn umbreyting er komin vel af stað og mun samfara aukinni móttöku gagnasafna til langtímavarðveislu minnka húsnæðisþörf safnsins og verða minni en kemur fram í skýrslu KPMG. Á Þjóðskjalasafni er hvorki pláss né mannafli til að sinna verk­ efnum Borgarskjalasafns. Gæði, þjónusta og eftirlit með skjalavörslu borgarstofnana myndi minnka. Safnið hefur undirbúið að fara í sameiginlegt húsnæði með Þjóð­ skjalasafni en söfnin yrðu áfram sjálfstæð en með því yrðu mikil samlegðaráhrif. Þess vegna kemur það starfsfólki á óvart að leggja eigi safnið niður. Unnar hafa verið greiningar á húsnæði og mannafla­ þörf safnanna fyrir næstu 30 árin til að dreifa kostnaði. KPMG stillir þessum tölum upp þannig að allt komi til framkvæmda næstu 3–4 ár með tilheyrandi kostnaði, sem er óraunhæft. Það sýnir metnaðar­ leysi meirihluta borgarstjórnar að treysta sér ekki til að halda úti vönduðu héraðsskjalasafni en allar höfuðborgir landa í Evrópu eru með borgarskjalasöfn. Hávær mótmæli eru um áformin og telur Flokkur fólksins að borgarstjóri eigi umsvifalaust að draga þessa tillögu til baka og biðja starfsfólk Borgarskjalasafns afsökunar. Illa hefur verið komið fram í þessu máli á allan hátt. n Röng ákvörðun hjá meirihlutanum að leggja Borgarskjalasafn niður Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík Opið bréf til Karlmennskunnar frá Götustrákum. Byrjum á svolítilli kynningu. Við heitum Aron Mímir Gylfason og Bjarki Valur Viðarsson og stöndum að hlaðvarpsþættinum Götustrákar á Brotkast.is. Þar látum við gamminn geisa og grínið þeysa, oftar en ekki með okkur sjálfa sem skotskífu þess gríns. Undanfarið hefur borið á því að Þorsteinn V, aðstandandi Karl­ mennskunnar, sýni okkur athygli og kallar okkur meðal annars glæpamenn og annað gott. Þegar raunin er sú að neyslusaga okkar er frekar sorgleg en líka sjúklega fyndin, enda báðir í foreldrahúsum að nota eiturlyf að spila tölvuleiki í einangrun. Við erum báðir óvirkir fíklar sem höfum náð tökum á lífum okkar og deilum meðal annars þessari reynslu með áhorfendum okkar. Í öllum þáttum okkar eða í fram­ komu útvarps höfum við talað gegn ofbeldi og glæpum, enda hvorugur okkar of beldismaður eða glæpa­ maður og aldrei verið slíkt. Látum sannleiksgildi slíkra ásak­ ana, sem mögulega jaðra við lög­ brot, liggja á milli hluta. Við höfum mikinn áhuga á boðskap Þorsteins og teljum mikilvægt að sjónarmið hans og í raun allra annarra fái að heyrast. Við höfum reynt að fá Þorstein til að mæta í þátt okkar en þau boð hafa mögulega farið fram hjá honum. Ef Þorsteinn er virkilega að þessu til að reyna að dreifa boðskapnum og hjálpa öðrum karlmönnum að vera femínískir þá ætti hann að herja á hlustendur Götustráka. Þess vegna setjum við hér á blað opið boðskort til hans, og hann boð­ inn velkominn í þáttinn. Vonumst til að sjá þig, Þorsteinn! n Opið bréf til Karlmennskunnar Aron Mímir Gylfason hlaðvarps­ stjórnandi Bjarki Valur Viðarsson hlaðvarps­ stjórnandi Ríkisstjórnin hefur misst tökin á verðbólgunni sem er komin yfir 10%. Matarinnkaup eru dýrari, af borganir á húsnæðislánunum rjúka upp og það þrengir að heim­ ilum. Greiðslugeta heimilanna er áhyggjuefni og það á auðvitað ekki síst við um barnafjölskyldur og þau sem festu kaup á fyrstu íbúð á lág­ vaxtaskeiðinu svokallaða – sem stóð síðan ekki yfir nema í fimm mánuði. Tækifærið var ekki nýtt Fjármálaráðherra talar núna um nauðsyn þess að fara í hagræðing­ araðgerðir til að draga úr þenslu. Hagræðingaraðgerðirnar munu að sögn birtast í næstu fjármálaáætl­ un. Fjármálaráðherra bendir líka á opinberar stofnanir sem fara fram úr fjárheimildum. Það er í sjálfu sér eðlileg gagnrýni – en fjármálaráð­ herra hefði auðvitað vel getað nýtt það verkfæri sem hann var með í höndunum síðastliðið haust þegar hann lagði fram f járlagafrum­ varp fyrir árið 2023. Þetta frum­ varp hafði meiri þýðingu en oft áður einmitt í ljósi verðbólgunnar, hárra vaxta og kjarasamninga. Á þetta var margsinnis bent. Við f lögguðum strax þegar fjármála­ ráðherra lagði upp með 90 millj­ arða halla. Niðurstaðan varð svo reyndar 120 milljarða halli. Þegar ríkisstjórnin talar nú um að allur þessi mikli hallarekstur stafi ein­ göngu af útgjöldum til heilbrigðis­ mála þá er það auðvitað rangt. Þær fullyrðingar standast enga skoðun. Staðreyndin er að fjárlögin gerðu alltof lítið til að draga úr þenslu. Seðlabankastjóri gengur raunar svo langt að segja ríkisstjórnina gera viðureign Seðlabankans við verðbólguna beinlínis erfiðari. Þegar Seðlabankinn er skilinn einn eftir í glímunni við verðbólgu getur niðurstaðan aldrei verið önnur en vaxtahækkanir. Fjölmargir hags­ munaaðilar vöruðu sömuleiðis við; BHM, Samtök atvinnulífsins og ASÍ. En á þessi varnaðarorð var einfaldlega ekki hlustað. Viðreisn lagði til hagræðingar­ aðgerðir til að greiða niður skuldir á þessu ári. Stefnt yrði að því hag­ ræða í ríkisrekstri m.a. með því að draga til baka fjölgun ráðuneyta og ráðherrastóla frá upphafi kjör­ tímabils. Sú ákvörðun að fjölga ráðuneytum var makalaus, á sama tíma og biðlað var til almennings um að sýna ábyrgð í fjármálum. Það felast tækifæri í hagræðingu í ríkisrekstri og fjármálaráðherra hefur talað um þessi tækifæri. Hann hefur hins vegar ekki nýtt þau. Við­ reisn lagði sömuleiðis til að á árinu væru skuldir ríkisins lækkaðar um 20 milljarða. Þessar tillögur voru felldar við afgreiðslu fjárlaga. Útgjaldahlið síðustu fjárlaga var ábyrgðarlaus en það var tekjuhliðin líka. Viðreisn lagði fram tillögur um tekjuöflun, t.d. um að hækkun veiði­ gjalda um sex milljarða. Flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um að veiðigjöld endurspegli markaðs­ virði veiðiréttinda. Methagnaður hefur verið í sjávarútvegi og 2021 var hann um 65 milljarðar eftir skatta og gjöld. Við höfum jafnframt lagt áherslu á mikilvægi þess að halda áfram með söluferli Íslandsbanka í opnu og gagnsæju ferli. Söluandvirð­ ið á að fara í að greiða niður skuldir. Ríkið er risastórt Núna heyrir fólkið í landinu að eyðsla þess hafi áhrif á verðbólgu. Það er í sjálfu sér rétt. En ríkið er í því sambandi risastór aðili í sam­ félaginu. Ríkið er ekki undanskilið þeirri kröfu að eyða ekki of miklu eða undanskilið kröfunni um að eyða ekki um efni fram. Þegar fjármálaráðherra eyðir peningum er það ekkert öðruvísi en þegar öðrum peningum er eytt . Og útgjaldavandinn blasir við öllum sem vilja sjá. Hallarekstur í áratug Engu virðist skipta hvort aðstæður eru góðar eða erfiðar: þessi ríkis­ stjórn skilar halla. Hallarekstur ríkisstjórnarinnar hófst árið 2019 – áður en heimsfaraldur varð að vandamáli fyrir ríkisfjármálin. Það sýnir að litlu skiptir hverju aðstæð­ ur eru, hallinn virðist alltaf niður­ staða á vakt þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin stefnir raunar að því að ríkissjóður verði rekinn með halla alveg út árið 2027. Fjármála­ ráðherra skilar fjárlögum í halla algjörlega óháð því hverjar aðstæð­ urnar eru. Að reka eigi ríkissjóð með halla samfleytt í næstum áratug er óverjandi og speglar ekki þá ábyrgð sem talað er um af hálfu ríkisstjórn­ arinnar. Það hefur þvert á móti skilað því að vaxtakostnaður er nú þriðji stærsti fjárlagaliður ríkisins. Samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að stjórn ríkis­ fjármála geti verið ábyrg og sterk. Breiddin vinnur gegn því að sýnin sé skýr og ráðherrar gangi í takt við þetta stærsta verkefni stjórn­ málanna núna – að vinna bug á verðbólgunni. Og sem fyrr eru það heimilin og fyrirtækin í landinu sem taka reikninginn fyrir ríkis­ stjórnina, nú í formi verðbólgu og vaxtahækkana. n Útgjaldablætið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 2. mARS 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.