Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 4
Ef miltisbrandur kemst
í meltingarveginn fá
menn gríðarlegar
bólgur, blæðingar og
drep í meltingarfærin.
Sigurður
Sigurðarson,
dýralæknir
Á Íslandi eru 160 þekktar
miltisbrandsgrafir. Óþekktar
eru sennilega mun fleiri. Ef
jörð er raskað í slíkri gröf
getur lífshættulegur sýkill
losnað úr læðingi og drepið
manneskju á örfáum dögum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
umhverfismál Miltisbrandsgrafir
víða um land eru tifandi tíma
sprengjur. Brýnt er að fólk sé vakandi
fyrir einkennum sjúkdómsins. Sýk
illinn getur lifað neðanjarðar í dvala í
hundruð ára og vaknað við jarðrask.
„Ég held að stjórnvöld séu hálf
sofandi fyrir þessu, því miður,“ segir
Sigurður Sigurðarson dýralæknir
sem hefur skrifað um og varað við
þessum gröfum í 18 ár. Hann og
Ólöf Erla Halldórsdóttir, eiginkona
hans, hafa ferðast um landið á eigin
kostnað og merkt grafirnar. Það er
að segja þær sem er vitað um.
„Ef rótað er í smituðum jarðvegi
geta menn andað að sér sýklunum
sem er lífshættulegt,“ segir Sigurður.
„Ef miltisbrandur kemst í meltingar
veginn fá menn gríðarlegar bólgur,
blæðingar og drep í meltingarfærin.
Ef hann kemst í snertingu við sár á
húð verður þar til kolsvart drep. Ef
fólk andar þessu að sér getur það
fengið lífshættulega lungnabólgu.“
Horfur fara eftir því hversu fljótt
fólk áttar sig. Fúkkalyf vinna á sjúk
dómnum en annars getur fólk dáið,
jafnvel á tveimur til þremur dögum
ef þetta kemst í meltingarfærin og
þá fylgja miklar kvalir.
Sigurður hefur skrifað skýrslur
um miltisbrand fyrir ráðuneyti,
sveitarstjórnir og meira að segja
ábúendur einstakra jarða þar sem
hann hefur grasserað áður fyrr. Sig
urður segir nauðsynlegt að merkja
vel alla staði til að jörð sé ekki
raskað. En meðal þekktra miltis
brandsgrafa má nefna Klambra
tún, við Hlemm, á Jófríðarstöðum í
Hafnarfirði og við Suðurströndina á
Seltjarnarnesi. Alls eru 160 þekktar
grafir á 130 stöðum. Vandinn er
hins vegar sá að grafirnar eru vafa
laust mun fleiri, og sums staðar er
nákvæm staðsetning ekki þekkt.
Miltisbrandur kom til Íslands á
ósútuðum húðum stórgripa, hesta
og nautgripa, til leðurgerðar. Dansk
ir kaupmenn fluttu inn húðirnar frá
Asíu og Afríku þar sem miltisbrand
ur er enn landlægur. Fyrsta staðfesta
tilfellið á Íslandi kom upp árið 1866
í Miðdal í Mosfellssveit. Þar drápust
30 stórgripir á tveggja ára tímabili.
Lýsingar á eldri sjúkdómstilfellum á
Íslandi geta þó átt við miltisbrand.
Næstu áratugi komu reglulega
upp miltisbrandstilfelli. Voru gripir
samstundis grafnir en ekki brennd
ir eins og nú yrði gert. Á annan tug
manna dó úr sjúkdómnum. Meðal
annars karlmaður í Vestmanna
eyjum fyrir tæpum 100 árum.
„Hann var að raka húð á beru
hnénu og skar sig. Þar með sýktist
hann og dó,“ segir Sigurður.
Jaðarkot í Flóa er nýjasta miltis
brandsgröfin sem fundist hefur,
en Sigurður hefur fengið ábend
ingar úr rituðum heimildum og
munnmælum. Síðasta tilfellið var
á Vatnsleysuströnd þar sem þrjú
hross drápust og það fjórða var fellt
eftir að hafa étið úr sýktu beitilandi.
Hrossin höfðu gengið í hólfi við sjó
inn nálægt stað þar sem gröf sýkts
stórgrips var í sjávarkambi. Sjórinn
hafði smám saman rutt kambinn
og dreift sýklunum yfir beitilandið.
Sýklarnir mynda dvalargró sem
lifa ekki á yfirborðinu því sólin
eyðir þeim. En neðanjarðar lifa
þau lengi. Alvarlegast er ef fólk eða
dýr innbyrðir eitthvað sem inni
heldur gróin, svo sem vatn, mat eða
fóður. n
Dýralæknir segir stjórnvöld sofandi
fyrir hættu af miltisbrandsgröfum
Merkt miltis-
brandsgröf
stendur við
Bakkatjörn á
Seltjarnarnesi.
Fréttablaðið/
anton brink
erlamaria@frettabladid.is
Kjaramál Yf irstandandi verk
föllum Eflingar hefur verið frestað í
kjölfar miðlunartillögu sem settur
ríkissáttasemjari, Ástráður Haralds
son, lagði fram í gær í kjaradeilu
Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Miðlunartillögunni svipar til
þeirrar tillögu sem lögð var fram
í lok janúar og gerir ráð fyrir fullri
afturvirkni til 1. nóvember og svip
uðum samningi og Starfsgreina
sambandið hafði samið um við SA.
Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar frá fyrri tillögu. Þær taka
meðal annars til aukagreiðslu til
olíubílstjóra Skeljungs og Olíudreif
ingar, ábata til hafnarverkamanna
og bílstjóra Samskipa, breytinga á
starfsheiti starfsfólks á gistihúsum
og breytinga á röðun í launaflokka.
Tillagan fer í rafræna atkvæða
greiðslu hjá SA og Eflingu. Hefst hún
á hádegi á morgun. Henni lýkur svo
miðvikudaginn 8. mars og munu
niðurstöður liggja fyrir samdægurs.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formað
ur Eflingar, segist ekki sátt við það
að Samtök atvinnulífsins hafi neitað
að gera kjarasamning við Eflingu.
„Þetta er ekki kjarasamningur
sem samninganefnd Eflingar hefur
gert við deiluaðila. Þetta er miðl
unartillaga. En ég met það svo á
þessum tímapunkti að þetta sé sú
niðurstaða sem unað verði við,“
segir Sólveig Anna. n
Uppfærð miðlunartillaga á borðinu
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði fram miðlunartillögu í
gærmorgun í kjaradeilu SA og Eflingar. Fréttablaðið/anton brink
ser@frettabladid.is
DÓmsmál Forkólfar hópsins Gráa
hersins hyggjast áfrýja dómi Hæsta
réttar Íslands frá byrjun nóvember
á síðasta ári í málum þriggja liðs
manna hans til Mannréttinda
dómstóls Evrópu í Strassborg og
hafa málin þegar verið send dóm
stólnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Gráa hernum, en þar segir jafn
framt að með áfrýjuninni sé gerð
úrslitatilraun til að fá það viður
kennt að núgildandi skerðingar
reglur almannatryggingalaga séu
úr hófi og standist hvorki íslensku
stjórnarskrána né Mannréttinda
sáttmála Evrópu.
„Við neitum að gefast upp í þessu
máli,“ segir Helgi Pétursson, for
maður Landssamband eldri borg
ara.
Mál þremenninganna, þeirra
Ingibjargar Sverrisdóttur, Sigríðar
J. Guðmundsdóttur og Wilhelms
Grái herinn áfrýjar til Mannréttindadómstóls Evrópu
Helgi Pétursson,
formaður LEB
ragnarjon@frettabladid.is
GriKKlanD Costas Karamanlis,
samgönguráðherra Grikklands og
fyrrverandi forsætisráðherra, sagði
af sér í gær eftir eitt alvarlegasta lest
arslys í sögu landsins. Hann segist
taka fulla ábyrgð á mistökum gríska
ríkisins í málinu.
Stöðvarstjóri hefur verið ákærður
fyrir manndráp. Minnst 38 létust
eftir að farþegalest rakst á flutninga
lest á leið frá Aþenu til Þessalóníku.
Um 350 manns voru um borð. n
Ráðherra segir af
sér eftir lestarslys
ragnarjon@frettabladid.is
BanDaríKin Lori Lightfoot, borgar
stjóri Chicago, hlaut ekki útnefn
ingu til embættis borgarstjóra og
mun því ekki ná endurkjöri. Verður
hún fyrsti borgarstjóri Chicago í yfir
40 ár sem ekki nær endurkjöri.
Lightfoot er fyrsta svarta konan
sem gegnir embættinu ásamt því
að vera fyrsti samkynhneigði ein
staklingurinn sem gegnir því.
Mikil glæpaalda hefur gengið yfir
Chicago á stjórnartíma Lightfoot en
hún þykir ekki hafa brugðist nægi
lega við, sem talið er hafa skaðað álit
kjósenda á henni. n
Lightfoot nær
ekki endurkjöri
Lori Lightfoot,
borgarstjóri í
Chicago
Wessman, á hendur ríkinu, hafi að
sögn Gráa hersins ekki snúist um
fjárkröfur þeim til handa, heldur
hafi tilgangurinn verið að freista
þess að ná fram niðurstöðu, sem
myndi neyða ríkisvaldið til að
breyta regluverki almannatrygg
inga í það horf að það samræmdist
grundvallarreglum réttarríkisins.
Með dómnum hafi Hæstiréttur
hins vegar hafnað öllum rökum
kærendanna og gefið ríkinu grænt
ljós á gildandi skerðingarreglu
verk. Rétturinn viðurkenni þó að
umræddu svigrúmi séu einhver tak
mörk sett, en láti þó ógert að upp
lýsa hvar þau mörk liggi og veiti því
lítil sem engin svör við því sem fyrir
hann hafi verið lagt.
„Við teljum einfaldlega að Hæsti
réttur hafi ekki tekið afstöðu til
okkar kæruatriða og förum því með
málið á meginlandið,“ segir Helgi
Pétursson.
„Við ætlum að láta reyna á þetta
alla leið,“ bætir Helgi við. n
4 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 2. mARs 2023
fiMMtUDAGUR