Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 27
Íslensku
mynd-
listarverð-
launin
verða veitt
í sjötta sinn
í Iðnó 16.
mars næst-
komandi.
TónlisT
Sinfóníuhljómsveit
Íslands
Verk eftir Rakhmanínoff og
sjostakóvitsj
Einleikari: Sir Stephen Hough
Stjórnandi: Kornilios Michailidis
Eldborg í Hörpu
fimmtudagur 23. febrúar
Jónas Sen
Jósef Stalín hlustaði mikið á útvarp.
Kvöld eitt heyrði hann píanókons-
ert nr. 23 eftir Mozart, og varð frá
sér numinn af hrifningu. Enda var
konsertinn leikinn af Maríu Yudinu,
sem naut mikillar hylli í fyrrum
Sovétríkjunum. Stalín hringdi því
strax í útvarpsráðið, og krafðist þess
að fá plötuna með þessari frægu
listakonu. „Að sjálfsögðu,“ var auð-
vitað svarið. Samt var platan ekki
til, og hafði aldrei verið. Stalín hafði
nefnilega heyrt beina útsendingu
frá tónleikum, og voru nú góð ráð
dýr. Enginn dirfðist að segja nei við
Stalín, því afleiðingarnar gætu orðið
hroðalegar.
Neyðarkall var því sent til Yud-
inu, og hljómsveitinni komið á
pall á svipstundu. Upptökutækin
voru sett í gang, en allt fór í vitleysu
vegna þess að hljómsveitarstjórinn
var svo hræddur við Stalín. Hann
var sendur heim, bilaður á taugum,
og annar kallaður til. En allt kom
fyrir ekki, og var það loks sá þriðji
sem var í nægilegu jafnvægi til þess
að upptakan gæti heppnast. Þá var
komin nótt, allir voru í svitabaði en
samt tókst að ljúka verkinu. Platan
var tilbúin um morguninn – aðeins
eitt eintak. Stalín fékk hana senda
strax, auðvitað í limósínu.
Umdeild endurminningabók
Í tíundu sinfóníunni eftir Sjostakó-
vitsj fjallar tónskáldið um ógnar-
stjórn Stalíns. Það er ef marka má
endurminningabók tónskáldsins
eftir Solomon Volkov. Sú bók er
reyndar umdeild og ekki allir sann-
færðir um sannleiksgildi hennar.
Sagan hér að ofan er einmitt þaðan.
Mér finnst þó bókin öll trúverðug;
óttinn í tíundu sinfóníunni er all-
tént áþreifanlegur.
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands á fimmtudagskvöldið
stjórnaði Kornilios Michailidis og
gerði það ágætlega. Mjög krefjandi
raddir tréblásaranna voru listilega
útfærðar og heildarhljómurinn í
verkinu var sannfærandi. Túlkunin
var spennuþrungin og stígandin í
henni var markviss. Það var helst
hinn hraði annar kaf li sem var
dálítið laus í reipunum, hann var
vissulega snarpur eins og hann átti
að vera, en nákvæmnin í samspilinu
hefði getað verið meiri.
Tónlistarskólinn í helvíti
Hitt verkið á efnisskránni var annar
píanókonsertinn eftir Rakhman-
ínoff. Sú goðsögn hefur gengið um
konsertinn að hann hafi verið sam-
inn í dáleiðslu. Það er orðum aukið.
Rakhmanínoff missti sjálfstraustið
þegar frumflutningurinn á fyrstu
sinfóníunni hans misheppnaðist.
Hljómsveitarstjórinn var fullur og í
gagnrýni eftir tónleikana var sagt að
sinfónían gæti verið verk um plág-
urnar sjö í Egyptalandi, eftir nem-
anda í tónlistarskólanum í Helvíti.
Til að komast yfir áfallið fór
Rakhmanínoff í tíma hjá sálfræð-
ingnum Nikolai Dahl, sem dáleiddi
hann og hjálpaði honum þannig
að endurheimta sjálfstraustið. Upp
úr því fór hann að semja aftur og
skömmu síðar leit píanókonsertinn
dagsins ljós.
Þessi vinsæli konsert hefur oft
verið f luttur hér á landi og núna
var komið að Sir Stephen Hough að
leika einleikinn. Spilamennskan var
glæsileg, full af krafti þegar við átti.
Laglínurnar voru fallega mótaðar
og tæknilega séð var leikurinn tær
og nákvæmur. Eina undantekn-
ingin var byrjunin á síðasta kafl-
anum, sem var nokkuð subbuleg.
En heildarmyndin var stórbrotin
og endirinn tilkomumikill, enda
var einleikaranum ákaft fagnað. n
niðuRsTaða: Magnþrungin sin-
fónía og flottur píanókonsert.
Enginn dirfðist að segja nei við Stalín
Tilnefningar til Íslensku
myndlistarverðlaunanna
2023 eru kynntar í dag en til-
nefnt er í tveimur flokkum.
Myndlistarráð tilkynnti í dag um
tilnefningar til Íslensku mynd-
listarverðlaunanna. Verðlaunin eru
nú haldin í sjötta sinn en markmið
þeirra er að heiðra og vekja athygli
á því sem vel er gert jafnframt því
að hvetja til nýrrar listsköpunar.
Verðlaunin verða veitt 16. mars við
hátíðlega athöfn í Iðnó. Þá verða
einnig veitt verðlaun fyrir heiðurs-
viðurkenningu, áhugaverðasta
endurlitið, áhugaverðustu sam-
sýninguna og fyrir útgefið efni.
Myndlistarmaður ársins
Í f lokknum Myndlistarmaður árs-
ins er Finnbogi Pétursson tilnefnd-
ur fyrir sýninguna Flói á Kleifum
sem sett var upp í Hillebrandtshús-
inu í gamla bænum á Blönduósi. Í
rökstuðningi dómnefndar segir
meðal annars:
„Finnbogi hefur lengi leitast við
að birta okkur hljóð og bylgjur sem
eru alla jafna ósýnilegar. Veröldin
er meira en það sem við blasir; hún
hefur líka tíðni, langar bylgjur og
stuttar, grunnar og djúpar, og er að
því leyti frekar tónverk en málverk.“
Hrafnkell Sigurðsson er til-
nefndur sem myndlistarmaður
ársins fyrir sýninguna Upplausn
sem sett var upp á yfir 450 auglýs-
ingaskjáum fyrirtækisins Billboard
víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í
verkefninu Auglýsingahlé.
„Það er mat dómnefndar að með
því að nýta auglýsingaskiltin hafa
Hrafnkell og f leiri opnað nýja leið
til að miðla myndlist en Hrafnkell
sýni líka að skiltin eru ekki bara
eins og f letir til að fylla út í, heldur
er hægt að nýta þau sem miðil með
öllu sem tæknin býður upp á og
koma skilaboðunum úr sýningar-
salnum út í hversdagslegan veru-
leika okkar þar sem við þurfum
mest á þeim að halda,“ segir í rök-
stuðningi dómnefndar.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir er til-
nefnd til sömu verðlauna fyrir
sýninguna De rien í Kling & Bang.
Í rökstuðningi dómnefndar segir
meðal annars:
„Á sýningunni De rien, í Kling
og Bang í júní 2022 hélt hún upp-
teknum hætti með verkum úr jafn
auvirðilegum efniviði og sandi og
pappír. Þótt formið væri dregið
niður í einföldustu gerð varð að
standa vörð um verkin á opnuninni
svo börn, sem slitu sig úr vörslu
foreldra sinna, þyrluðu þeim ekki
upp í byl eða blaðafjúk þegar þau
geystust framhjá þeim í eltingaleik
um ganga húsnæðisins.
Tilnefningar til Íslensku
myndlistarverðlaunanna
Hrafnkell
Sigurðsson er
tilnefndur sem
myndlistar-
maður ársins
fyrir sýninguna
Upplausn sem
sett var upp á
yfir 450 aug-
lýsingaskjáum
um höfuð-
borgarsvæðið.
Fréttablaðið/
Sigtryggur ari
Finnbogi
Pétursson
Rósa Gísladóttir
Hrafnkell
Sigurðsson
Ingibjörg
Sigurjónsdóttir
Píanóleikarinn
Sir Stephen
Hough kom
fram á tón-
leikum Sinfóníu-
hljómsveitar
Íslands síðasta
fimmtudags-
kvöld.
Mynd/aðSEnd
Fljótt á litið virðist ætlun Ingi-
bjargar vera að gera sem minnst úr
nær engu.“
Þá er Rósa Gísladóttir tilnefnd
fyrir tvær sýningar, annars vegar
Loftskurð í Listasafni Reykjavíkur
og hins vegar Safn Rósu Gísladóttur
í Listasafni Einars Jónssonar.
„Á fjörutíu ára ferli í höggmynda-
list hefur Rósa sýnt víða og hlotið
viðurkenningar fyrir. Þó eru verk
hennar frekar hljóðlát, fyrst og
fremst hugleiðingar um efni og
form og samhengi hlutanna. Í þeim
má lesa samtal hennar við listasög-
una, einkum við módernisma og
framúrstefnulist tuttugustu aldar
sem enn er til úrvinnslu á okkar
póstmódernísku tímum,“ segir í
rökstuðningi dómnefndar.
Hvatningarverðlaun ársins
Í f lokknum Hvatningarverðlaun
er Ásgerður Birna Björnsdóttir til-
nefnd fyrir sýninguna Snertitaug í
Listasafni Reykjavíkur.
„Að mati dómnefndar var sýn-
ingin áhrifamikil og virkni tækj-
anna og starfsemi lífveranna, sem
á sér stað að stórum hluta handan
beinnar sk y njunar mannsins,
beindi sjónum að grunneigindum
lífs og vaxtar á jörðinni og oft á
tíðum klunnalegra aðferða manns-
ins til þess að virkja þessa orku og
stýra henni,“ segir í rökstuðningi.
Elísabet Birta Sveinsdóttir er
einnig tilnefnd í sama f lokki fyrir
sýninguna Mythbust í Kling &
Bang. Í rökstuðningi dómnefndar
segir meðal annars:
„Elísabet Birta tekur fullan þátt
í veröldinni kringum sig og sýning
hennar Mythbust í Kling og Bang,
sem hún er tilnefnd til hvatningar-
verðlauna Myndlistarráðs fyrir, eru
harkalegir hnefaleikar í heimi sem
reynir að skilyrða einstaklinginn
og þröngva honum til að leika leik
hefðbundinnar hegðunar.“
Þá er Egill Logi Jónasson tilnefnd-
ur fyrir sýninguna Þitt besta er ekki
nóg í Listasafninu á Akureyri.
„Það er mat dómnefndar að Agli
Loga takist að fanga lundarfarslega
loftvog með málverkum sínum á
sýningunni Þitt besta er ekki nóg
í Listasafninu á Akureyri, sem
hann bregður upp sem meðali við
depurð og drunga, eða til að fagna
dásemdum tilverunnar,“ segir í rök-
stuðningi dómnefndar. n
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
FréTTablaðið menning 192. marS 2023
FimmTUDAgUR