Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Tinna Bigum er 30 ára dansk- íslenskur fatahönnuður sem lærði fatahönnun við Listaháskóla Íslands (LHÍ). Endurvinnsla er henni afar hugleikin sem sást vel á útskriftarsýningu hennar og er fyrirferðarmikil í þeim verkefnum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur frá útskrift. Síðan Tinna lauk námi hefur hún verið í starfsnámi í Kaup- mannahöfn, unnið fyrir áhugavert fólk og hjálpað til á tískuvikum þar í borg. „Ég vann til dæmis nýlega fyrir danska prjóna- hönnuðinn Nadiu Wire. Hún hefur byggt litla prjónaverk- smiðju í Kaupmannahöfn þar sem hún hannar og framleiðir f líkurnar sínar í sama húsi. Í fyrra kláraði ég verkefni með vinkonu minni Amöndu Vesthardt, sem ég kynntist í LHÍ. Þá unnum við með Hjálpræðishernum hér í Kaup- mannahöfn og bjuggum til litla fatalínu úr fötum frá f lokkunar- stöðinni þeirra.“ Hún segist ekki vita hvað fram- tíðin beri í skauti sér en vonast til að fá að vinna með fleiri áhuga- verðum hönnuðum og koma að fleiri skapandi samstarfs- verkefnum. „Ég fékk nýlega inni í stúdíói á Vesterbro með ýmsu ólíku listafólki, þar á meðal systur minni. Þannig að vonandi eru bara spennandi tímar fram undan með skemmtilegum verkefnum og spennandi samstarfi.“ Byrjaði allt með mömmu Hún rekur tískuáhugann til móður sinnar. „Hún hefur alltaf haft ótrúlega fallegan stíl sem hefur verið mjög hvetjandi fyrir mig. Ég elskaði að skoða blöðin hennar með öllum þessum fallegu myndum og fötum. Ólíkt mörgum unglingum var ég ekki með hljóm- sveitir og tónlistarfólk á veggnum í herberginu mínu heldur uppá- haldsgreinarnar mínar úr Vogue- blaðinu og Cover, sem er gamalt danskt tískutímarit.“ Vanda þarf valið Endurvinnsla skiptir Tinnu miklu máli enda er hún sífellt stærri hluti af tískuiðnaðinum. „En þótt það sé lögð meiri og meiri áhersla á sjálf bærni og endurunnin efni þá finnst mér það skipta litlu ef enn er framleiddur tískufatnaður í svona miklu magni.“ Hún segir mikilvægt fyrir okkur sem neytendur að hugsa okkur vel um þegar við kaupum nýjar f líkur. „Þá skiptir öllu máli að kaupa gæðaflíkur sem hægt er að nota í langan tíma og forðast að kaupa eitthvað sem maður verður svo leiður á eftir nokkrar vikur.“ Einnig þurfi að forðast að kaupa föt sem eru svo illa gerð að þau eyðileggjast eftir einn þvott. „Endurvinnsla getur nefnilega verið eins konar hringrás þar sem föt fá nýtt líf þegar við seljum eða gefum þau og kaupum um leið notuð föt á fatamörkuðum.“ n Neysluhyggju­ kjóll eftir Tinnu Bigum sem hún bjó til úr ýmsum afgöngum. Neðsti hluti kjólsins er búinn til úr garni frá Rauða krossi Ís­ lands og ýmsum afgöngum. Efri hlutinn er búinn til úr silki­ og bómullaraf­ göngum. MYND/ÓLAFUR MAGNÚSSON Denim/tjull­jakki og tjullbuxur, búnar til úr gallabuxum og blómum úr denim­afgöngum. MYND/ÓLAFUR MAGNÚSSON Frá útskriftarsýningunni. Jakkinn er búinn til úr silki sem Tinna fékk frá bekkjarfélaga sínum á síðustu stundu. Kvittanir úr verslunum streyma niður úr vösunum. MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON. Óskipulagt prjón í vinnslu í prjónavélinni. Allt garn er frá Rauða krossinum á Ís­ landi auk þess sem Tinna notaði líka gamalt efni úr safni sínu. MYND/tINNA BIGUM Endurvinnsla er Tinnu Bigum afar hug­ leikin en hún er dansk­íslenskur fatahönnuður sem lærði fata­ hönnun við Listaháskóla Íslands. Blóm unnin úr dením­afgöngum sem eru saumuð ofan á tjull. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Endur- vinnsla getur nefnilega verið eins konar hringrás þar sem föt fá nýtt líf þegar við seljum eða gefum þau og kaupum um leið notuð föt á fatamörk- uðum. Spurt og svarað Hvernig fylgist þú helst með tískunni? „Ég fylgist með fólkinu á gangstéttum og á torgum. Tískan er í stöðugri breytingu og þróun og það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk túlkar tískuna.“ Hvaða litir eru í uppáhaldi? „Það tengist mjög mikið hverjum árstíma. Yfir sumarið geng ég eiginlega bara í hvítu og sterkum litum en á veturna er það svart og og dekkri litir.“ Áttu minningar um gömul tískuslys? „Já, að sjálfsögðu en mér leið vel í þessum flíkum á þeim tíma.“ Hvaða f líkur hefur þú átt lengst og notar enn? „Það er kjóll sem mamma mín gaf mér fyrir átta árum. Hann er svo tímalaus og klassískur. Sniðið og silúettan er úr venjulegu jersey-efni sem er svo fínt að hægt er að nota kjólinn bæði þegar ég fer fínt út að borða og sem hversdagskjól.“ Áttu uppáhaldsfataverslanir? „Í Kaupmannahöfn er það Chamoi við Elmegade en í Reykjavík er það Fatamarkaðurinn á Hlemmi.“ Áttu eina uppáhaldsf lík? „Ég er alltaf að uppgötva upp á nýtt gamlar flíkur sem ég hef átt lengi. Í augnablikinu er uppáhalds- flíkin mín vintage Kenzo-bolur úr Mesh.“ Bestu og verstu fatakaupin? „Ég held að bestu kaupin mín hafi verið létt- blómstraður kimonó sem ég keypti í París árið 2016. Ég hef notað hann svo mikið að ég hef þurft að gera við hann oft. Hins vegar er ég búin að gleyma verstu kaupunum.“ Notar þú fylgihluti? „Já, ég elska að finna nýjar leiðir til að „styla“ gömul „outfit“ með nýjum fylgihlutum eða leika mér að því að blanda saman öllum skartgripunum mínum.“ Ólíkt mörgum unglingum var ég ekki með hljómsveitir og tónlistarfólk á veggnum í herberginu mínu heldur uppáhaldsgreinarnar mínar úr Vogue-blaðinu og Cover, sem er gamalt danskt tískutímarit. 2 kynningarblað A L LT 2. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.