Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 11
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Bankastjóri Seðlabankans mætti
fyrir þingnefnd í síðustu viku, sem
ekki er í frásögur færandi. Hitt er
umhugsunarefni að það sem helst
þótti tíðindum sæta var staðhæf
ing hans um að verðbólga á Íslandi
væri margfalt hærri ef við værum
með evru.
Engu er líkara en bankastjórinn
hafi gleymt því eitt augnablik að
um þriðjungur þjóðarframleiðsl
unnar er á höndum fyrirtækja sem
nota evrur eða dollara.
Aðgerðir bankans í peninga
málum ná ekki til þessa hluta
hagkerfisins. Fyrir vikið eru það
einkum minni fyrirtæki og kaup
endur fyrstu íbúða, sem bera allan
þunga aðhaldsaðgerða í peninga
málum.
Ósamkvæmni
Ummæli bankastjórans eru
ekki byggð á samanburðarat
hugun. Engin tölfræði í gagnasafni
bankans rennir stoðum undir
staðhæfinguna. Hún er því hreinn
sleggjudómur.
Forysta bankastjórans í pen
ingastefnunefnd hefur ekki gefið
tilefni til gagnrýni. Nefndin hefur
aðeins tekið faglegar ákvarðanir.
Þar hefur bankastjórinn staðið sig
vel.
Ítrekaðir sleggjudómar í póli
tískri umræðu grafa aftur á móti
undan trúverðugleika hans.
Þetta kristallast vel í því sam
hengi að bankastjórinn lýsti
engum áhyggjum af því á fundi
þingnefndarinnar að áhrifavald
bankans næði ekki til þeirra sem
nota evrur og dollara.
Eina rökrétta ályktunin, sem
draga má af þögninni um þá stað
reynd, er sú að bankastjórinn telji
að sá hluti þjóðarbúskaparins, sem
notar evrur og dollara, valdi alls
ekki þenslu, þveröfugt við sleggju
dóminn.
Mismunun
Önnur skýring kann þó að vera á
þessari ósamkvæmni. Hún er sú að
ríkisstjórninni finnist einfaldlega
rétt að nota fjölmyntakerfið til að
ívilna sumum en íþyngja öðrum.
Í raun virkar fjölmyntakerfið
eins og þrepaskiptur tekjuskattur.
Mismunurinn er bara sá að þeir
sem best standa að vígi eru í lægsta
vaxtaskattþrepi en hinir sem lakar
standa, minni fyrirtæki og ein
staklingar, eru í því hæsta.
Alþingi tekur þessa pólitísku
ákvörðun alveg eins og það
ákveður tekjuskattsþrepin. Skatta
stefna ríkisstjórnarinnar byggist
á jöfnuði en gjaldmiðlastefnan á
ójöfnuði. Þannig má segja að pen
ingastefnan eyði jöfnunaráhrifum
skattastefnunnar.
Þetta er pólitík en ekki hagfræði.
Seðlabankastjóri hefur réttilega
gætt þess að gagnrýna ekki ríkis
stjórnina fyrir þessa pólitík. Hins
vegar er hann í stöðugu pólitísku
stríði við þá flokka í stjórnarand
stöðu, sem vilja að gjaldmiðla
stefnan byggist á hugmyndinni
um land jafnra tækifæra og stuðli
fremur að jöfnuði en ójöfnuði.
Fyrirmynd
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor lét
nýlega af setu í peningastefnu
nefnd Seðlabankans. Hann skrifaði
grein í Vísbendingu um þessa
mismunun og sagði þar að á Íslandi
væru þrjár þjóðir.
Niðurstaða hans er skýr: „Afleið
ing þessarar skiptingar þjóðar
innar eru þær að vaxtabreytingar
Seðlabankans koma einungis við
fyrsta hópinn, fólkið sem lifir og
hrærist í krónukerfinu, en ekki við
stærstu útflutningsfyrirtækin eða
aðra sem eru fyrir utan krónuna.“
Í umræðuþættinum á Sprengi
sandi um síðustu helgi sagði
prófessorinn að hann hefði lengi
verið þeirrar skoðunar að Ísland
ætti að stíga lokaskrefið til fullrar
aðildar að Evrópusambandinu.
Hann hefði hins vegar ekki látið
þær skoðanir í ljós fyrr en nú vegna
setu sinnar í peningastefnunefnd
Seðlabankans.
Þarna hefur Seðlabankastjóri
góða fyrirmynd. Þeir sem fara með
faglegt ákvörðunarvald í peninga
málum lýsa ekki pólitískri sýn á
leikreglurnar fyrr en þeir láta af
störfum.
Betra verkfæri
Málefnaleg umræða um þetta
stóra viðfangsefni er mikilvæg.
Gjaldmiðillinn ræður svo miklu
um afkomu heimila og sam
keppnisstöðu fyrirtækja.
Evran mun ekki sjálfkrafa leysa
þau efnahagslegu vandamál,
sem heitast brenna á fólki. Menn
byggja bæði vönduð og óvönduð
hús þótt allir noti sama tommu
stokk. En af hinu hlytist ekkert
nema vondur hrærigrautur ef
byggingameisturum væri gert að
nota þrjár eða fjórar mismunandi
mælieiningar.
Verðbólgan hverfur ekki með
evru. Sterkur gjaldmiðill auðveldar
okkur bara að ná markmiðum um
stöðugleika og að gera Ísland að
landi jafnra tækifæra.
Við höfum reynslu af þátttöku
í alþjóðlegu gjaldmiðlasamstarfi.
Hún sýnir að þá vegnar okkur
betur.
Það er slæmt þegar Seðlabanka
stjóri lítur á það sem pólitískt
hlutverk sitt að kæfa nauðsyn
lega umræðu um þessa brota
löm í þjóðarbúskapnum. Hitt er
sýnu verra þegar það er gert með
sleggjudómum. n
Sleggjudómur
HH RÁÐGJÖF www.hhr.is - sími: 561 5900 - hhr@hhr.is
HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og
að rétti einstaklingurinn finnist fyrir þá aðila sem nýta sér þjónustu okkar vegna ráðninga starfsfólks í allar tegundir starfa.
LEITAR ÞÚ AÐ STARFSMANNI?
Ódýrt
• Sanngjarnt lágt verð
• Einföld verðskrá
Skilvirkt
• Flokkunarkerfi
• Aðstoð við textagerð
• Svarpóstar
• Viðbótarþjónustur
• Fjöldi umsækjenda á skrá
Auðvelt í notkun
• Þú setur inn atvinnuauglýsingu í ráðningarkerfi
• Móttekur umsóknir í ráðningarkerfi
• Flokkar og vinnur úr umsóknum í ráðningarkerfi
• Svarar umsækjendum í ráðningarkerfi
• Ráðgjafar HH Ráðgjafar alltaf tiltaks ef á þarf að halda
Atvinnuauglýsingin þín birtist í Atvinnuappinu og á Atvinnuvef HH Ráðgjafar og dv.is
Á Atvinnuvefnum geta fyrirtæki sett sjálf inn atvinnuauglýsingar og nýtt ráðningarkerfið okkar til að vinna úr
umsóknum eða beint umsóknum á eigin síðu.
ATVINNUAUGLÝSING HJÁ HH RÁÐGJÖF
KOSTAR AÐEINS 24.500 kr.*
*Verð er án vsk.
Fréttablaðið sKoðun 112. marS 2023
FIMMTuDAGuR