Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 24
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 2. mars 1964 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 25. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 13. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Einihlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Sæmundur Örn Pálsson Guðbjörg Þóra Ellertsdóttir Þorsteinn Pétur Pálsson Bergþóra Björk Búadóttir Kristinn Sigurður Pálsson Sólveig Alfreðsdóttir Marta Þuríður Pálsdóttir ömmubörn og fjölskyldur 1476 Orrustan við Grandson þar sem Karl djarfi bíður ósigur fyrir svissnesku ríkjunum. 1917 Nikulás 2. rússakeisari segir af sér embætti. 1931 mikhail Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi sovétríkj- anna, fæddur. 1940 Togarinn skutull frá Ísafirði verður fyrir árás þýskrar herflugvélar við Bretland. Þetta er fyrsta árásin á íslenskt skip í seinni heimsstyrjöldinni. 1956 Bandarísk herflutningaflugvél ferst með sautján mönnum djúpt út af reykja- nesi. 1957 Heilsuverndarstöðin í reykja- vík er vígð eftir að hafa verið sjö ár í byggingu. Fyrsta deild hennar hóf starfsemi 1953. 1968 Enski leikarinn Daniel Craig fæddur. 1969 Fyrsta tilraunaflug Concorde-þotu fer fram í Toulouse í Frakklandi. 1976 Íslenska flugfélagið air Viking verður gjald- þrota. 1978 skemmtistaðurinn Hollywood er opnaður í Ármúla í reykjavík. 1993 Nick Leeson er hand- tekinn fyrir sinn þátt í því að kollsteypa Baringsbankanum. 2012 Íslenska kvikmyndin svartur á leik frum- sýnd. Björt býst sterklega við pönnukökum og pökkum í rúmið í dag. fréttablaðið/ernir Teikning af Frakkastíg 1 sem hefur sterka tengingu við Hvítserk á Vatnsnesi. Mynd/aðsend Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er fertug í dag og börnin hennar eru spennt fyrir afmælinu. arnartomas@frettabladid.is „Samkvæmt venju á ég von á pönnu- kökum í morgunmat og einhverjum pökkum,“ segir Björt Ólafsdóttir sem fagnar fertugsafmæli í dag. „Börnin mín eru sérstaklega spennt fyrir þessu.“ A f mælisef tir vænting bar nanna gengur greinilega milli kynslóða því Björt man sjálf eftir því hvernig hún vaknaði eldsnemma á morgnana í æsku og neyddist til að bíða eftir því að fjöl- skyldan óskaði henni til hamingju með tilheyrandi söng og gjöfum. „Morgunstússið á afmælinu er rosa- lega sterkt í minni fjölskyldu og minn- ingarnar af því að vakna af spenn- ingi klukkan sex eru mjög sterkar. Þá var beðið eftir að hersingin mætti og ég þurfti að þykjast vera hissa þegar maður var vakinn upp,“ segir hún. „Nú er spennan komin yfir til barnanna minna svo ég fæ vonandi aðeins að sofa.“ Stórafmælisdagskráin er stíf því eftir kósíheitin í faðmi fjölskyldunnar fer Björt rakleitt í hádegismat með vin- konu sinni en dagskrárliður kvöldsins er enn á huldu því Björt má ekki vita. Þegar Fréttablaðið náði á hana var hún önnum kafin við innkaup í Costco sem eiga að nýtast í heljarinnar afmælispartí um helgina. „Það verður partí hérna heima af gamla skólanum með tjaldi yfir garð- inn,“ segir Björt og hefur engar áhyggjur af því að vetrarhörkurnar mæti óboðnar í teitið. „Ég er búinn að spyrja Einar Sveinbjörnsson út í þetta og hann lofar mér því að lægðirnar séu búnar!“ Björt sagði skilið við pólitíkina og ráðherrastólinn fyrir nokkrum árum en starfar í dag sem framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Iðu sem beitir sér fyrir byggingu á lágkolefnis- byggingum. „Okkar byggingar bera með sér minna kolefnisfótspor en þessar hefð- bundnu og við höfum undanfarin tvö ár verið að leita að lóðum og leiðum til þess að koma þessu konsepti á fót,“ útskýrir hún. Fyrr í vikunni fékk Iða kærkominn byr í seglin til að hanna og byggja fjöl- býlishús á Frakkastíg 1 þar sem unnið verður eftir aðferðum hringrásarhag- kerfisins. „Verkefnið er nú fullfjármagnað og er frekar stórt,“ segir hún um bygginguna sem er hönnuð af dönskum arkitektum og hönnunin innblásin af Hvítserk á Vatnsnesi. „Mannvirkjageirinn í dag er einn sá mest mengandi fyrir loftslagið í heiminum og byggingariðnaðurinn verður að fara að breyta um stefnu og er að gera það jafnt og þétt.“ Hvenær gætu bæjarbúar búist við að sjá þessa nýju viðbót við Frakkastíginn? „Við vonumst til að framkvæmdir geti hafist seint í haust og að húsið rísi eftir kannski tvö ár.“ Þannig segist Björt hafa nóg á sinni könnu með lágkolefnisbyggingar og veisluhöld. En saknar hún ekkert pólitíkurinnar? „Nei, ég get nú ekki sagt það. En ég sakna fólksins í pólitíkinni því það er mikið af skemmtilegu fólki í öllum flokkum.“ n Einar gaf grænt á garðpartí Það var morguninn 2. mars 1964 sem Bítlarnir gengu í leikarasambandið Equity í Bretlandi, sama dag og tökur voru að hefjast á fyrstu mynd þeirra, a Hard Day’s Night. Til þess að fá inn- göngu í sambandið þurftu fjórmenn- ingarnir að fá meðmæli frá tveimur félagsmönnum og tóku meðleikarar þeirra í myndinni það að sér. síðar um daginn voru Bítlarnir fluttir frá Paddington-stöðinni í London ásamt tökuliðinu í sérstakri lest til bæjarins minehead og fóru tökur fram um borð í lestinni næstu daga. Þrátt fyrir að þeir hafi haft einkavagn til þess að borða í ákváðu vinirnir þó að sitja fyrir utan lestina í matarhléum við tökur. Á settinu kynntist George Harrison Pattie Boyd, sem átti síðar eftir að verða eiginkona hans, en hún fór með lítið hlutverk í myndinni. annar eftir- tektarverður aukaleikari var ungur Phil Collins sem átti síðar eftir að gera garðinn frægan með hljómsveitinni Genesis. Tökum á Hard Day’s Night lauk 24. apríl 1964. myndin var síðan frumsýnd 6. júlí sama ár, daginn fyrir 24 ára afmæli ringos starr. Hún fékk almennt góða dóma og er í síðari tíð af mörgum talin besta kvikmynd sveitarinnar. n Bítlarnir verða leikarar 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 2. mARs 2023 FImmtUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.