Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.03.2023, Blaðsíða 16
Tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu lauk um nýliðna helgi þar sem öllu var tjaldað til. gummih@frettabladid.is Yfir 50 hefðbundnar tískusýn- ingar ásamt tugum kynninga voru haldnar í þessari næststærstu borg Ítalíu á meðan sex daga tískuveislan var í gangi og að venju var mikið um dýrðir hjá stærstu tískuhúsum heimsins. Dolce&Gabbana, Gucci, Versace, Prada, Giorgio Armani, Diesel, Vitelli og Max Mara voru meðal þeirra sem sýndu sínar nýjustu línur fyrir næsta haust og vetur. Tískuvikan í Mílanó hefur verið haldin allar götur frá árinu 1958 og er hluti af fjórum stærstu tískuvikum í heiminum en hinar þrjár eru tísku- vikurnar í London, París og New York. Þessar tískuvikur eru haldnar tvisvar sinnum á ári. Hér má sjá nokkrar myndir frá tísku- vikunni í Mílanó, sem laðar að sér fjölda fólks á hverju ári en Mílanó er jafnan nefnd sem ein af helstu tískuborgum heimsins. n Öllu tjaldað til á tískuvikunni í Mílanó  Smekklegur bleikur kjóll frá bandaríska framleiðand- anum Aniye Records. fréttablaðið/ getty Ítalski áhrifa- valdurinn og tískubloggarinn Valentina Ferragni í sínu fínasta pússi á leið á eina af mörgum tískusýningum í Mílanó á dög- unum. Stílhrein dragt og veski í sama lit frá Luisa Spagnoli. Litrík kápa og pils frá hinu heimsþekkta ítalska vörumerki Dolce&Gabbana. Skrautlegur stuttur kjóll úr smiðju Vitelli frá Ítalíu. 40 mg 100 mg 50 mg 2,5 mcg Kollagen týpa II Víðisbörkur Kúrkúmín D3-vítamín Liprari liðir, alla daga BUILD-YOUR-JOINTS Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf og heilsu og á goodroutine.is fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE® K AV IT A fyrir bættan hreyfanleika, uppbyggingu brjósks og heilbrigði liða 4 kynningarblað A L LT 2. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.