Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Page 8

Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Page 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Af hverju að kjósa VG? Við viljum Raunverulega umhverfis- og náttúruvernd 1. sæti Jafnari tækifæri fyrir alla 2. sæti Vera leiðandi í skapandi skólastarfi 3. sæti Verk- og nýsköpunar– miðstöð fyrir ungt fólk 4. sæti XV 14. maí Kynntu þér málin okkar: x22.vg.is Vertu með: @vg_hafnarfirdi facebook.com/vinstrid Í næstum tvo áratugi hefur svokölluð SMT stefna verið við lýði í skólum Hafnar­ fjarðar. Hún er byggð á kenn­ ing um atferlismótunar þar sem hrós í formi miða er veitt fyrir æskilega hegðun og umbun því gerð að útgangs punkti í hegðun barna. Öll getum við verið sam­ mála um mátt hróss og styrk­ ingar já kvæðrar hegðunar en hins vegar má setja stórt spurningarmerki við að notast við atferlismótandi kerfi sem byggt er á hugmyndafræði þar sem útgangs punkturinn er að börn kunni ekki að haga sér. Síðan má setja spurn­ ingar merki við svo mikla miðstýringu á heilu sveitarfélagi sem gerir kennurum og skólastarfi sjálfu erfitt fyrir að vera skapandi og sjálfstætt og hverjum skóla fyrir sig að marka sér eigin stefnu. Það er klárlega kominn tími til að afnema SMT stefnuna í Hafnarfirði og taka upp annars konar kerfi sem sátt ríkir um meðal kennara, barna og foreldra. Á skólaþingi sveitarfélaganna sem fór fram fyrr í vetur kom skýrt fram hvar pottur er brotinn hjá sveitar­ félögum í geðheilbrigðismálum barna og aðgangi þeirra að sér fræðingum. Það vantar sár­ lega fræðslu til nemenda um geðheilbrigði og stórauka þarf aðgengi kennara og nemenda að sérfræðingum innan skól­ ans og nú enn frekar eftir þau áhrif sem Covid hefur haft á mörg börn. Við Vinstri græn í Hafnar firði viljum gera Hafnarfjörð að sveitar félagi sem tekur forystu í mennta­ og geðheil­ brigðismálum barna með því að innleiða forvarnarstarf í skólakerfið og tryggja sálfræðinga við hvern skóla til að sinna geðheilbrigði nemenda og styðja betur við starfsfólk í sínum störf um. Við viljum aukna áherslu á skapandi skóla­ starf sem og innleiða núvitund í skólastarfið þar sem það hefur sýnt sig bæði hérlendis og er lendis að það stórbætir líðan nem enda. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Vinstri grænna í Hafnarfirði. Göngum lengra í skólamálum Treystum sjálfsákvörðunarrétt skóla, tryggjum forvarnarstarf í geðheil brigðis málum og aukum áherslu á skapandi skólastarf Anna Sigríður Sigurðardóttir Píratar í Hafnarfirði hafa tekið saman 11 áherslur fyrir komandi sveitar stjórn ar­ kosningar og eru þær sundurliðaðar í að ­ gerða punkta sem finna má á heimasíðu Pírata. Áherslurnar eru aðgengilegar á þremur algengustu tungumálum lands ins, sem er í samræmi við við áherslur Pírata á fjölmenningu og lýðræði. Píratar leggja mikið upp úr samráði við íbúa og aðgengi íbúa að upplýsingum og ákvarðanatöku. Þetta á við á öllum svið­ um, svo sem hvað varðar skipulag, almanna þjónustu og umhverfismál. Því verða öflug hverfisráð og umboðsmaður bæjarbúa hryggjarstykkið í lýðræðis­ bænum Hafnarfirði. Leikskólastarf er ómetanlegur þáttur samfélagsins og ber að launa sem slíkan. Píratar vilja brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla en einnig viljum við koma á sveigjanlegum vistunartíma og styðja enn frekar við styttingu vinnuvikunnar. Þann­ ig tryggjum við grunninn að fjöl skyldu­ vænu velferðarsamfélagi. Píratar vita að fjölbreytt tómstundastarf er mikilvægt öllum aldurshópum, en and legt og líkam­ legt heilbrigði hefur afger andi áhrif á lífs­ gæði fólks á öllum aldri. Píratar tala fyrir því að ávallt skuli standa vörð um mannlega reisn, friðhelgi einka lífs og sjálfs ákvörð unarrétt. Þetta á sérstaklega við hjá eldra fólki og ýmsum hópum fólks í viðkvæmri stöðu. Og það verður aldrei of oft sagt að Píratar hafna alfarið ofbeldi, rasisma og fordómum í öllum myndum. Píratar leggja mikla áherslu á að vinna að skipulagsmálum og innviðaupp bygg­ ingu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Píratar vilja að Hafnarfjörður skipi sér í forystu hvað umhverfismál varðar, með verndun útivistarsvæða og fjölgun raf­ hleðslu stöðva, með því að efla örflæði og almenningssamgöngur og stefni ótrauður á hringrásarhagkerfi og þéttingu byggðar. Áherslur Pírata eru byggðar á faglegum grunni með velferð allra núver andi og fram tíðar íbúa að leiðar ljósi. Píratar standa fyrir gagnsæi, heiðarleika og lýð­ ræðisleg stjórnmál. Kjósum Pírata. Höfundar eru frambjóðendur í 1. og 2. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði Áherslur sem skipta máli Haraldur R. Ingvason Hildur Björg Vilhjálmsdóttir

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.