Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 6
þessum fiski, og tekið var að veiða lax í þorskanet.
1959 veiddist lítið af þorski, og þá sneru Græn-
lendingarnir sér að laxinum. Það ár veiddu þeir
4000 fiska. Síðan hefur fjöldinn farið vaxandi.
í fyrra, 1969, veiddust við Grænland 667.000
laxar.
Veiðarnar hófust fyrir alvöru 1963, en síðan
þá hefur veiðin farið vaxandi, þegar á heildina
er litið, og varð mest í fyrra. Er þeirri vertíð lýk-
ur, sem nú stendur yfir, má telja, að á sex síðustu
vertíðum við Grænland hafi veiðzt hátt á fjórðu
milljón laxa.
Nær allur laxinn, sem veiðist, vegur um sjö
pund, að meðaltali, þegar hann hefur verið
slægður. Allur er fiskurinn um það bil að hefja
aðra vetrardvöl sína í sjónum. Næði hann eðli-
legri stærð, myndu laxamir vega um 10—14
pund að vori, er þeir legðu leið sína heim á leið;
en dauður lax er dauður lax.
fslenzkur lax hefur veiðzt við Grænland. Hvort
þar er um tilviljun að ræða, eða ekki, getur eng-
inn fullyrt, að svo stöddu, en ljóst má vera, að
sama lögmál myndi í þessu tilliti gilda um íslenzka
laxinn og þann erlenda, að aðeins sá lax, sem
dvelst tvo vetur í sjó, eða lengur, veiðist við Græn-
land; ekki einn vetur, eins og meginið af okkar
laxi mun nú gera.
Framkvæmdastjóri „Atlantic Salmon Associa-
tion“, í Kanada, T. B. Frazer, hefur þó látið eftir
sér hafa, að þótt aðeins eitt íslenzkt merki hafi
komið til skila frá Grænlandi, sé það ekki sönnun
Línuveiðarar í norskri höfn.
þess, að íslenzki laxinn veiðist ekki þar. Frazer
bendir á, að íslendingar hafi ekki merkt ýkja
mikið af laxi.
Hins vegar hafa merkingar leitt í ljós, að Græn-
landsveiðarnar taka mestan toll af laxi, sem á
heimkynni sín í Kanada, Maine-ríki, í Bandaríkj-
unum, og á Bretlandseyjum.
Þótt miðað sé við árið 1963, þegar rætt er um
upphaf veiðanna í stórum stíl, þá var árið 1965
ekki síður örlagaríkt. Þá hófust rekneta- og línu-
veiðar á laxi á sundinu milli Grænlands og
Kanada. Þessar veiðar, úthafsveiðar, stundaðar ut-
an grænlenzkrar fiskveiðilögsögu, hafa tekið mik-
inn toll.
Fyrir rúmum tveimur árum hófst svo nýr þátt-
ur sjávarveiðanna á laxi, við Noreg. Norski laxinn
virðist halda sig að mestu undan norðurströnd-
inni norsku. Fyrsta árið veiddust um 150.000 lax-
ar, sumir mjög smáir, eða aðeins um eitt pund,
og margir vart flokkaðir undir neyzluhæfa vöru.
1969 var veiðin 300.000 laxar, eða um þrír
fjórðu af því, sem áður hefur veiðzt árlega í
Noregi, í net og á stöng.
í ár hurfu margir bátanna af miðunum við
Noreg, vegna ónógrar veiði, enda kom svo í ljós
í sumar, að árnar voru að mestu laxlausar, miðað
við það, sem áður hefur verið. Brezkur lax hefur
verið meðal þess, sem veiðzt hefur við Noreg, svo
og Færeyjar, þar sem þriðji meginþáttur sjávar-
veiðanna hefur farið fram. Við Færeyjar hefur
einnig veiðzt lax, merktur á íslandi.
4
VEIÐIMAÐURINN