Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 8

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 8
Er Norðaustur-Atlantshafsnefndin hélt fund sinn í London, í maí 1970, var eftirfarandi sam- þykkt: 1. Úthafsveiðamar bannaðar frá 1. júlí til 16. maí. 2. Tveimur svæðum fyrir Noregsströndum lokað til veiða. 3. Bannaðar veiðar með nylonnetum (monofila- ment) og trolli á úthafinu. 4. Takmarkaðar möskvastærðir neta og stærðir öngla á línuveiðum. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að hlífa norska Iaxastofninum, en þó er ljóst, að þær munu koma að mjög takmörkuðum notum. Aðal- veiðitímabilið við Noreg er frá 16. maí til 1. júlí. Þá er lokun svæðanna tveggja ekki talin munu hafa úrslitaáhrif. Það er því ríkjandi skoðun með friðunarmönn- um, að ráðstafanir þær, sem NEAFC gerði, séu frekar sýndarmennska en raunverulegt vemdun- arátak; og verði rekneta- og línuveiðar á norska stofninum stundaðar í sama mæli og verið hefur, verði ekki komizt hjá því, að lax í einstökum norskum ám gangi til þurrðar. Að aðgerðunum, sem samþvkki hlutu í NEAFC, stóðu Vestur- Þjóðverjar, í samvinnu við Dani. Svíar féllust á þær, og síðan Norðmenn, þótt mörgum norskum ráðamönnum og sérfræðingum sé ljóst, að þær muni ekki duga. Hins vegar mótast afstaða Norð- manna að nokkm af því, að þeir vilja sjálfir fá að stunda þessar veiðar á svæðum, sem eru opin fiskimönnum annarra þjóða. A júnífundi Norðvestur-Atlantshafsnefndarinn- ar, voru svipaðar samþykktir gerðar, og að þeim stóðu Vestur-Þjóðverjar og Danir. Aðgerðimar, sem kveðið var á um á fundinum, koma hins vegar ekki til framkvæmda, fyrr en 1971, en þær fela í sér bann við úthafsveiðum (utan fiskveiðilög- sögu), á tímabilinu frá 30. nóvember til 31. júlí. Úthafsveiðarnar má því aðeins stunda í ágúst, september og október, en það er, og hefur ætíð verið, aðalveiðitíminn. Þá var samþykkt af öllum 6 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.