Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 13

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 13
ELLIÐAÁRNAR 1970 Veiðimenn við Elliðaárnar fundu meira fyrir því í sumar en nokkru sinni áður, að þeir voru að stunda veiðar inni í miðri borg. Miklar fram- kvæmdir stóðu yfir við nýju Eliðaárbrúna, fram- an af sumri, og fyrst framan af veiddu menn með gröfur og krana sér við hlið. Aðgangur óviðkomandi varð og greiðari að neðsta hluta ánna, en verið hefur áður, og marg- ur fákunnandi en forvitinn vegfarandinn gerði viðkvæmum veiðimannasálum gramt í geði með því að ganga fram á yztu brún Fossins, í þeirri von að sjá laxinn taka. Til stóð í upphafi, að verkinu yrði lokið við sjálfan Fossinn, áður en veiðitíminn hæfist, en verkfallið, sem stóð í vor, leystist ekki í tæka tíð, og því var ekki um annað að ræða en reyna sam- býlið við stórvirk tæki. Sambúðin varð árekstra- laus — í raunverulegum skilningi — en það duldist engum, að neðsti hluti ánna, einkum Foss- inn, er búinn að glata þeim svip, sem hann hefur haft frá ómunatíð, og næsta vor munu bílar bruna yfir miðja Fosskvörnina. Elliðaárbrúin nýja hefur verið umdeild af veiði- mönnum, og vissulega hafa framkvæmdirnar við hana stórlega raskað öllu umhverfi veiðihússins, og reyndar árinnar, á þessu svæði. Hins vegar er það von flestra, að þeirri röskun verði fylgt eftir með föstu, skipulegu átaki, sem skili þessu gamla stolti ánna, Fossinum, aftur, svo að sómi verði að; og hér er reyndar einnig verið að ræða um allt umhverfi veiðihússins, og svæðið milli brúnna, og allt niður að ósi. Vonandi kemur árið 1970 ekki aftur, í þessu tilliti. Hitt mega veiðimenn þó þakka fyrir, að með VEIÐIMAÐURIN.N 11

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.