Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 13

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 13
ELLIÐAÁRNAR 1970 Veiðimenn við Elliðaárnar fundu meira fyrir því í sumar en nokkru sinni áður, að þeir voru að stunda veiðar inni í miðri borg. Miklar fram- kvæmdir stóðu yfir við nýju Eliðaárbrúna, fram- an af sumri, og fyrst framan af veiddu menn með gröfur og krana sér við hlið. Aðgangur óviðkomandi varð og greiðari að neðsta hluta ánna, en verið hefur áður, og marg- ur fákunnandi en forvitinn vegfarandinn gerði viðkvæmum veiðimannasálum gramt í geði með því að ganga fram á yztu brún Fossins, í þeirri von að sjá laxinn taka. Til stóð í upphafi, að verkinu yrði lokið við sjálfan Fossinn, áður en veiðitíminn hæfist, en verkfallið, sem stóð í vor, leystist ekki í tæka tíð, og því var ekki um annað að ræða en reyna sam- býlið við stórvirk tæki. Sambúðin varð árekstra- laus — í raunverulegum skilningi — en það duldist engum, að neðsti hluti ánna, einkum Foss- inn, er búinn að glata þeim svip, sem hann hefur haft frá ómunatíð, og næsta vor munu bílar bruna yfir miðja Fosskvörnina. Elliðaárbrúin nýja hefur verið umdeild af veiði- mönnum, og vissulega hafa framkvæmdirnar við hana stórlega raskað öllu umhverfi veiðihússins, og reyndar árinnar, á þessu svæði. Hins vegar er það von flestra, að þeirri röskun verði fylgt eftir með föstu, skipulegu átaki, sem skili þessu gamla stolti ánna, Fossinum, aftur, svo að sómi verði að; og hér er reyndar einnig verið að ræða um allt umhverfi veiðihússins, og svæðið milli brúnna, og allt niður að ósi. Vonandi kemur árið 1970 ekki aftur, í þessu tilliti. Hitt mega veiðimenn þó þakka fyrir, að með VEIÐIMAÐURIN.N 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.