Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Qupperneq 20
um töluliðum 83. greinar, eða 84. grein. Að öðru
leyti virðist ljóst, að lögin þarfnast verulegra við-
auka, og ekki sízt ákvæða um framkvæmd, en
lítum á IX. kafla laganna, eins og hann er nú.
83. grein.
1. Bannað er að láta í vötn frá iðjuverum, eða
sleppa um vötn í skurði eða aðrar veitur, nokkra
þá hluti, fasta, fljótandi eða loftkennda, sem
spilla mundu botni vatns eða bakka eða vatninu
sjálfu, svo að hættulegt sé mönnum eða búpeningi
eða spilli veiði í vatninu. Bannað er og að láta
slík efni á ís eða svo nærri vatni, að hætt sé við
að þau berist í það.
2. Báðherra getur þó veitt undanþágu frá þessu
banni með þeim skilyrðum, er hér segir:
a. Ef neyzluvatni er spillt, skal leyfið bundið
því skilyrði, að iðjuhöldur leggi til annað jafngott
vatnsból, eða greiði kostnað af að koma upp
öðru vatnsbóli jafngóðu.
b. Ef veiði er spillt, skal skylda iðjuhöld til að
láta viðeldi í vatnið, sem nægi til þess að veiði
haldist eigi minni en var, ella bæta veiðispjöllin
fullum bótum.
c. Iðjuhöldur skal að öðru leyti bæta það tjón,
sem hljótast kann af framfærslu óhreinindanna frá
iðjuveri hans.
3. Bætur skal greiða eftir mati, nema um semji.
4. Leyfi skv. öðrum lið má taka aftur bótalaust
hvenær sem er eða breyta skilyrðum, ef nauðsyn
þykir til bera vegna hagsmuna almennings eða
einstakra manna.
5. Nýtt leyfi þarf til hverrar þeirrar breytingar,
sem frekari spjöll geta af hlotizt, þótt áður hafi
verði veitt leyfi samkvæmt 2. lið.
84. grein.
Bannað er annars að sleppa í vötn um skurði
eða með öðrum hætti að henda í þau, á ís eða svo
nærri þeim, að hætt er við að í þau berist, þeim
efnum, sem í 83. grein segir, ef hætt er við að
þau spilli vatni, botni þess eða bakka, flóðhæð
eða framrás.
85. grein.
Ráðherra eða sá, er hann veitir heimild til þess,
getur sett reglur til verndar gegn skaðlegri ó-
hreinkun vatns, þó eigi verði af völdum iðjuvera,
þegar vatn er óhreinkað í annarri sveit en þeirri,
sem hætta stendur af því, enda geti sveitarstjórnir
þær, sem hlut eiga að máli, ekki orðið ásáttar,
hvað gera skuli. Áður en slíku máli er til lykta
ráðið, skal leita álits þeirra heilbrigðisnefnda eða
hreppsnefnda, sem málið varðar.
Laxveiðiánum fer fœkkandi.
1. málsgrein 83. greinar er mjög athyglisverð.
Hún virðist taka af allan vafa um, hver er réttur
iðjuvera til þess að leiða frá sér skaðleg efni í ár
og vötn. Virðist sá réttur nánast enginn. Dæmi eru
þó til þess, að úrgangsefni, sem teljast verða skað-
leg, séu leidd í ár, án þess, að umræddri lagasetn-
ingu hafi verið beitt. Tilgangur þessara skrifa er
þó síður en svo að hvetja til málaferla, eins og
síðar verður vikið að.
Um undanþágur þær, sem kveðið er á um í 2.
málsgrein, a-lið, er helzt að benda á, að hæpið er,
að á okkar dögum verði veitt heimild til meng-
unar vatnsbóla, jafnvel þótt völ sé á öðrum.
Um b-lið virðist ljóst, að hann muni erfiður í
framkvæmd, enda sennilega byggður að hluta á
misskilningi, sem algengur var fyrrum. Lengi var
það trú manna, að bæta mætti fyrir skaðlega
mengun veiðivatna með ræktun, svo að allt yrði
eins og áður var. Þetta er að sjálfsögðu misskiln-
18
VEIÐIMAÐURINN