Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 21

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 21
ingur, því að séu vatnsgæðin orðin það lítil, að fiskur eigi þar erfitt uppdráttar, virðist ekki með góðu móti hægt að sjá, að alifiskur muni standa sig betur. Hægt er að vísu að gefa sér hugmynda- eða stærðfræðilega forsendu þess, að ákveðið stig mengunar drepi ákveðið hlutfall fiskistofnsins, sem aftur megi bæta. Hins vegar hlýtur almennri heilbrigði fiskistofnsins að fara aftur með hrak- andi lífsskilyrðum, og fiskurinn þá meðal annars að verða verri, eða óhæfur, til neyzlu. Reynslan erlendis var sú, að fyrstu viðbrögð manna við þverrandi fiskistofnum (t. d. göngu- fiskastofnum), voru þau að reyna að fylla í skarð- ið með ræktun (sömu fiska), en er ræktaði fiskur- inn hafðist ekki heldur við, þá var reynt að gripa til ræktunar annarra, skyldra fiska. Brátt kom þó í ljós, að æðri fisktegundum varð ekki við haldið, og ástæðan var að sjálfsögðu sú, að sjálf grund- vallarvandamálin voru óleyst, eftir sem áður. Fyrri lífsskilyrði voru ekki lengur fyrir hendi, og þau gat ræktun ekki endurheimt. Smám saman náðu þannig nytjalausar, óæðri fisktegundir, sem oft og tíðum má reyndar nefna skólpfiska, undirtök- unum, en það var greinilega ekki það, sem stefnt var að með umræddum ræktunartilraunum. Ekki skal hér haldið áfram að ræða ágæti ein- stakra liða löggjafarinnar, þó benda megi á, að 4. málsgrein 83. greinar felur í sér sjálfsagðan ráð- stöfunarrétt. Tilgangur þessara skrifa er ekki að kryfja ein- staka liði þessara lagaákvæða til mergjar; aðeins að vekja menn til umhugsunar um löggjöf, sem stenzt greinilega ekki lengur kröfur tímans. Ljóst er þó, að lagasetningin byggir helzt á þeirri for- sendu, að mengunar í vatni sé helzt að vænta frá iðjuverum. Þaðan kemur að vísu oftast hættuleg- asta mengunin, þótt ekki sé það einhlítt. Af- rennsli frá mannabústöðum og skepnuhúsum get- ur þannig orðið hættulegt, svo og hvers kyns önn- ur lífræn efni, sem taka til sín súrefni vatnsins, en kunna jafnframt að reynast góður áburður á óheppilegan og súrefnisfrekan botngróður, sem raskar jafnvæginu enn frekar. Þótt X. kafli vatnalaganna fjalli að nokkru um heimildir bæjarstjórna til þess að leggja holræsi til þess að taka við skólpi, þá fjallar IX. kaflinn, „Um óhreinkun vatna“, ekki um mengun af völd- um skólps eða klóaks. Þó er ljóst, að klóak er leitt í íslenzkar ár, eða í sjóinn við ósa þeirra, og nokk- ur iðjuver leiða frá sér úrgangsefni, á sama hátt. Meginatriðið, eins og nú stendur, er alls ekki að hvetja til málssóknar á hendur þeim, sem kunna að hafa gerzt brotlegir við lögin frá 1923, sem hefur sennilega aldrei verið beitt af alvöru. Höfuðatriðið er að hefjast handa um úrbætur; að gera skipulagt átak til þess að leiða burtu óhreinindin. Grundvöllur þess átaks verður að vera gagngerð könnun vatnanna, og þá fyrst og fremst þar, sem vitað er nú þegar, að pottur er brotinn. Ekki að hefja deilur. Ekki að sakast við þá menn, sem nú stjórna þeim iðjuverum og kaup- túnum, sem hér eiga hlut að máli, heldur að fá þá til samstarfs, og með góðum hug og vilja á ríkis- valdið að leggja grundvöllinn að sameiginlegri samstarfsáætlun um að útrýma menguninni; og hví ætti það ekki að vera hægt? Mál af þessu tagi má ekki fara af stað með ill- indum og deilum, heldur með það í huga, af allra hálfu, að útgjöldin, á þessu stigi málsins, eru við- ráðanleg, og vel það, og það skiptir höfuðmáli. Þá er tækniþekkingin fyrir hendi. Hins vegar virð- ist óhætt að fullyrða, að svo þægilegt úrlauSnar verði vandamálið ekki, ef lengra líður, án þess, að nokkuð sé að gert. Margt er óljóst um framkvæmd IX. greinar vatnalaganna, og mun jafnvel ekki liggja fyrir, hver fer með framkvæmdavaldið, í hverju ein- stöku tilfelli. Hér þarf að kveða nánar á um, með nýrri lög- gjöf, eins og reyndar fjölmargt annað um vatns- mengunarmálin, í ljósi aukinnar þekkingar síð- ustu fimm áratuga. Undirbúningur slíkrar löggjafar er vissulega tímabær. Hér er um að ræða þjóðþrifa og alvöru- mál, sem togstreita má ekki hefjast um, hvorki á þingi né annars staðar. Því verður að vona, að pólitísk tortryggni og eigingirni verði látin víkja fyrir framgangi framsýnna sjónarmiða; að menn úr öllum flokkum taki saman höndum, því að fáir munu þeir þingmenn, sem óska þess ekki í hjarta sínu, að hreinleiki íslenzkra vatna verði varðveittur. Ásgeir Ingólfsson. VEIÐIMAÐURINN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.