Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 24
Hvað er á?
Á er ekki aðeins fallegur, rennandi vökvi, sem
taka má til neyzlu, hvenær sem er, og í hvaða
mæli sem er. Á er í eðli sínu miklu flóknara fyr-
irbæri. Hún er margbrotin lífvera, sem hefur
eigin sérkenni og lýtur ákveðnum lögmálum, og
því geta aðstæðumar verið breytilegar frá einni
á til annarrar. Árvatnið hefur að geyma málmsölt
og lofttegundir, sem ráða mestu um sjálf vatns-
gæðin; magn þessara efna ræðst aftur að miklu
leyti af gróðri á árbökkunum og á árbotninum,
svo og af áhrifum sólarljóssins. í hverja á berast
óhreinindi úr nærliggjandi jarðvegi, frá landbún-
aði, dýram og fuglum, en oft er einnig um að
ræða afrennsli mannabústaða og mengun frá iðju-
verum; við allt þetta getur áin ráðið, en aðeins
upp að vissu marki.
Lífræn efni verða uppleystu súrefni vatnsins
að bráð, fyrir tilverknað ýmissa örsmárra lífvera,
sem eiga tilveru sína undir ýmsum lofttegundum
vatnsins, og gróðrinum í því. Straumhraði, dýpi
og önnur sérkenni ánna hafa einnig sín áhrif, og
því er hver óspillt á í raun og veru lífræn vera,
sem er í fullkomnu jafnvægi.
Sé þessu jafnvægi náttúrunnar raskað, annað
hvort með því að hleypa í ána meiri úrgangsefn-
um en hún getur ráðið við, eða með því að leiða
úr henni of mikið vatn, eða leiða vatn úr henni
á röngum stað, þá verður áin „veik“. Hún mun
ekki ráða við mengunina, og ástandið fer sífellt
versnandi, svo að vatnið verður ónothæft, bæði
til margvíslegrar hagnýtingar í landbúnaði og iðn-
aði, og þá að sjálfsögðu til drykkjar, nemi til komi
mjög dýrar hreinsunaraðgerðir. Hvort mengað
vatn, sem þannig er hreinsað til neyzlu, nægir til
þess að halda við heilbrigði mannsins, mun sagan
leiða í Ijós.
Þegar maðurinn veikist, gerir það vart við sig
með sjúkdómseinkennum, til dæmis háum hita;
en hvemig á að fylgjast með heilsu árinnar? Nátt-
úran hefur gefið okkur góðan mælikvarða —
óspillt á hefur að geyma heilbrigðan fiskistofn.
Taki fiskunum að fækka, eða heilsufari þeirra að
hraka, þá er það óbrigðult merki þess, að eitthvað
sé að. Fiskurinn er öryggisvörður okkar, og hann
er ómetanlegur í því hlutverki.
„The Salmon & Trout Magazine“.
minnsta móti, ekki nema 6.13 pund. Stærsti lax-
inn vóg 17 pund, og veiddist hann 19. júlí í Ár-
mótum. Stærsti flugulaxinn var 10 pund, veiddur
í Grjóthyl 22. ágúst á Sweep nr. 8.
Tölumar um laxveiðina í Miðfjarðará sumarið
1970 eru ískyggilegar, ekki sízt þegar haft er í
huga, að í flestum ám veiddist afbragðsvel þetta
sumar. Miðfjarðará má muna tímana tvenna, því
að árin 1957—1964 var meðalveiðin 1571 lax á
sumri, og 1958—1963 veiddist árlega meira í Mið-
fjarðará en nokkurri annarri stangveiðiá á landinu.
Árin 1965—1970 er meðalveiðin aftur á móti að-
eins 717 laxar á sumri. Þetta hlýtur að vera alvar-
Iegt umhugsunarefni öllum þeim, sem hlut eiga
að máli,
Magnús Ólafsson.
22
VEIÐIMAÐURINN