Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 28

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 28
Eiríkur Magnússon lézt árið 1913, þá um átt- rætt, án þess, að draumur hans rættist; en ef til vill bar það framsýni hans bezt vitni, að hálfur sjötti áratugur skvldi líða, þar til skipulagt átak var loks gert í laxræktarmálum á Héraði. Það átak, sem þá var gert, bar að vísu ekki tilætlaðan ávöxt, en þeim mun frekar ber að vona, að land- vættir eystra haldi verndarhendi sinni yfir því starfi, sem nú er hafið. Þótt samningur Veiðifélags Fljótsdalshéraðs og Stangaveiðifélags Reykjavíkur eigi sér ekki lang- an aðdraganda, er þó Ijóst af ofanrituðu, að átak- ið, sem hann kveður á um, á sér langa forsögu. Þó var það ekki fyrr en árið 1932, að stofnað var Fiskiræktarfélag Fljótsdalshéraðs, og var það Búnaðarsamband Austurlands, sem frumkvæði átti að því. Að félaginu stóðu allir bændur á Fljótsdalshéraði, er lönd áttu að Lagarfljóti, og þverám þess. Félagið starfaði af fyllstu getu að því að koma upp laxa- og silungsstofni á vatna- svæðinu, og byggði meðal annars í þeim tilgangi tvö klakhús. Var lax tekinn til klaks úr Lagarfljóti, neðan foss, en auk þess keypt að hrogn frá Elliða- ánum. Seiðunum var dreift í helztu ámar á Héraði. Þess má geta, að seiði voru á þessum árum einnig keypt frá Elliðaánum. Er kom fram á árið 1936, var laxastigi byggður í Lagarfoss, en hann var að sjálfsögðu forsenda þess, að ræktunin á efra hluta vatnasvæðisins bæri árangur. Lagði ríkissjóður fram mestan hluta fjárins, en að auki kom bæði til beint og óbeint framlag frá Búnaðarsambandi Austurlands. En svo kom það á daginn, í fyllingu tímans, að laxastiginn brást ölíum vonum manna. Hann reyndist óvirkur. Allt starf fiskiræktarfélagsins var unnið fyrir gýg. Féll öll starfsemi þess niður, á þessum grundvelli, og báru tilraunir til þess að fá opinbert fjárframlag til endurbóta á stiganum engan árangur. Þannig lauk fyrstu tilrauninni til þess að vekja laxinn til lífs ofan Lagarfoss. Hugsjónin um laxarækt lifði þó enn eystra, og árið 1945 var aftur blásið lífi í glæðumar. Náðist þá samningstilboð við stangaveiðifélag í Reykja- vík, en jafnframt loforð Alþingis um mótframlag og aðra aðstoð við þær framkvæmdir, sem stanga- Grímsá. Rangá. veiðifélagið ætlaði að taka að sér. Þessi tilraun fór þó einnig út um þúfur, og er aðdraganda hennar, og enda, lýst þannig í erindi stjómar Veiðifélags Fljótsdalshéraðs til þingmanna Austur- landskjördæmis, í októbermánuði 1965: 26 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.