Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Qupperneq 32
Nýja Englandi voru veiðimenn oft búnir að búa
um sig, áður en raunverulegir landnemar komu á
vettvang. Arið 1628, aðeins átta árum eftir að
menn fluttust vestur um haf, var lax orðinn út-
flutningsvara við Merrymeeting-flóa, í Mainríki.
Þá komst Thomast nokkur Purchase svo að orði:
„. . . gerði sér bústað við Pejepscot-fossa . . .
Sagt er, að hann hafi selt skinn, og lax, til útlanda.
Skrár sýna, að á þremur vikum hafði verið saltað
niður í 39 laxatunnur, og um 90 hálftunnur af
öðrum göngufiski, og er þá ekki talið það, sem
eyðilagðist af saltskorti. Menn, sem betur hefðu
kunnað til verka, hefðu veitt miklu meira.“
Um 1800 var lax horfinn úr mörgum ám í Nýja-
Englandi, og þegar komið var fram yfir 1860,
var aðeins hægt að stunda netaveiðar á laxi í at-
vinnuskyni í ánum í Maine. Ástæðurnar fyrir því,
hvernig komið var, má lesa í skýrslu veiðimála-
stjórans í Maine, frá árinu 1867: Stíflur, sem fisk-
ur kemst ekki yfir, rányrkja og vatnsmengun.
Þessar eru meginástæðurnar til þess, að lax hvarf
úr mörgum vötnum nýja heimsins, og þær réðu
því einnig, hver urðu örlög Rínarlaxins, nafntog-
aða.
En hve oft látum við ekki viðvaranir fortíðar-
innar eins og vind um eyrun þjóta. Sú reynsla,
sem fékkst í þessum efnum, fyrir hundrað árum,
er enn í fullu gildi.
Sem betur fer, voru þá, eins og nú, til einstakl-
ingar, sem höfðu þungar áhyggjur af því, hvemig
farið var með göngufiskana. Þegar á árinu 1856
bárust tilboð frá áhugasömum borgurum um að
kosta nýræktun laxánna í Nýja-Englandi, og
reyndar öðrum ríkjum. Þessir einstaklingar fylgd-
ust af áhuga með fiskiræktartilraunum, sem gerðar
voru á meginlandi Evrópu, og á Bretlandseyjum,
svo og tilraunum, sem verið var að gera í Kanada.
Árið 1867 hófust tilraunir með flutning hrogna
frá Miramichi-á, í Kanada, til New Hampshire.
í grein, sem nefnist „Ritgerð um hagkvæma
laxarækt“, eftir Thomas Ashworth, í Bath, í Eng-
landi, og gefin var út 1866, var að finna atriði,
sem vöktu þegar mikla athygli í Nýja Englandi,
og á greinin sennilega mestan þátt í því, að fyrsta
opinbera laxræktarstöðin var reist nærri Bucks-
port, í Maine, árið 1870.
Telja má víst, að fyrsti yfirmaður stöðvarinnar,
Charles G. Atkins, taldi ritgerð Ashworths merki-
legt framlag. Atkins er sennilega þekktastur fyrir
laxamerkin, sem báru nafn hans, og fyrir merk-
ingartilraunir þær, sem hann hóf árið 1873 á nið-
urgöngulaxi. Margar af aðferðum Atkins eru í
fullu gildi, enn þann dag í dag.
Áhuginn fyrir fiskirækt dó vissulega ekki út,
en hann nægði ekki. Laxinn hélt áfram að hverfa
úr á eftir á á austurströnd Bandaríkjanna. í ör-
væntingu sinni til þess að bæta upp fiskleysið,
reyndu menn að rækta í ánum aðrar fiskitegundir,
sem líktust laxi; urriða, Kyrrahafslax, sjógenginn
regnbogasilung og ýmsar óæðri fisktegundir, en
það kom ekki að neinu haldi. Grundvallarvanda-
málin voru óleyst, og því voru allar þessar til-
raunir fyrirfram dauðadæmdar.
Netaveiði á laxi fór hraðminnkandi í Maine, úr
152.700 pundum, árið 1899, í 20.600, árið 1919; og
veiðin hélt áfram að minnka, og 1945 var hún að-
eins tæp 11.000 pund.
Að lokinni heimsstyrjöldinni síðari, fór athygli
manna að beinast að náttúruauðæfum, og þar kom
sennilega einnig til aukinn frítími fólks; það vildi
fara að endurnýja kynni sín við móður náttúru.
Stangaveiði fór svo ört vaxandi, að einstætt var,
og í landi, þar sem menn hrósa sér af því, að rétt-
Gönguseiðin, sem sleppt er, eru ojt rúmlega 100 grömm, og
alin í 2 ár.
30
VEIÐIMAÐURINN