Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 34

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 34
Narraguagus-á, þar sem helztu rannsóknirnar hafa farið fram. stangaveiðin jókst úr 131 laxi á ári í 450. (Leturbr. Veiðim.) Brátt kom í ljós, að hér var þó ekki nóg að gert. Seiðin, sem sleppt var í árnar, skiluðu sér ekki. Þeir fáu laxar, sem sneru aftur, voru ekki af þeirri stærð, sem æskileg er talin til stangaveiða. Finna varð nýjar leiðir til ræktunar. Skemmdir, og óhreinkun, á ánum leyfði ekki fulla nýtingu á eld- isskilyrðum náttúrunnar. Enn eru í ánum ýmsar hindranir, sem tæplega verður sigrazt á, og sums staðar virðist vatnsmengunin óleysanlegt vanda- mál. Mest skorti þó líffræðilegar upplýsingar um laxinn, bæði í fersku vatni og sjó. Ekki varð kom- izt hjá því að endurmeta allt starf okkar. Margir fundir voru haldnir í rannsóknarnefnd- inni, og margra spurninga spurt. Er hægt að rétt- læta ræktunarstarfið, frá efnahagslegu sjónarmiði? Er það þess virði? Slíkra spurninga, og margra annarra, var títt spurt. Vísindamenn eru ekki bezt til þess fallnir að svara slíkum spurningum, því að þeir geta réttlætt nær hvað sem er. Hins vegar ávinnst margt með góðu samstarfi, og aðildar- stofnanir rannsóknamefndarinnar, og löggjafar- valdið, gáfu brátt samþykki sitt. I upphafi var tölfræðilegra upplýsinga um upp- vaxtarskilvrði laxins aflað í lindá, þar sem fyrir var bæði lax og urriði. Miðað var við einingar, sem voru eitt hundrað ferjardar að flatarmáli (jard = ca. 91 sm.). Hrognum, sem dreift var í ána, var þannig kom- ið fyrir, að frá 226 til 293 voru látin koma á hverja einingu. Þannig fengust, að meðaltali, um 20 til 43 sumargömul (mitt sumar) seiði á hverja ein- ingu. Ársgömul seiði reyndust 12 til 34, en heildar- niðurstaðan varð nú, að hver eining skilaði af sér tveimur eða þremur gönguseiðum. Á hverjum tíma voru milli 24 og 67 seiði, á öllum aldri, á hverju einingarsvæði. 32 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.