Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 38

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 38
Gönguleiðir eru nú að verða þekktar, og er það fyrir merkingarnar. Hægt er að leiða í ljós, með hve miklum hraða niðurgöngulax fer um hafið, og reynist hann að meðaltali synda 12 til 16 mílur á dag. Nokkrir laxar fara þó úr árósunum í Maine til suðurstrandar Nýfundnalands með meðalhraða, sem er um 25 mílur á dag. Nú liggja fyrir niðurstöður af gönguseiðamerk- ingum, sem sýna, að fyrir hvern fisk, sem snýr í heimaána, er veiddur 1.1 fiskur í sjó. Athyglis- vert verður að kanna, hvort niðurstöður frekari rannsókna verða á sama veg. Ég er viss um, að margir ykkar hafa áhuga fyrir því að vita, hver áhrif veiðarnar við Grænland hafa á laxastofnana í Maine. Þessu get ég ekki svarað, aðein bent á, að fram á þennan dag (apríl 1969), hefur 12 merkjum af niðurgöngulöxum ver- ið skilað. Þær tölur, sem ég hef síðastar séð, benda til þess, að um 40 af hundraði merkja af niður- göngulaxi, sem skilað hefur verið frá Grænlandi, séu af okkar laxi. Þá voru merki af okkar göngu- seiðum, sem skilað var frá Grænlandi, tuttugu og einn af hundraði allra slíkra merkja, sem þaðan bárust. Penobscot-á og St. Croix Þegar litið er á framkvæmdahlið tilrauna okkar til þess að auka laxastofnana, þá verður að nefna laxastigana, sem gerðir hafa verið í Penobscot-á, og St. Croix. Árið 1971 var lokið fiskvegagerð yfir allar hindranir í þessum ám. Árið 1968 tókst göngulaxi að fara um alla St. Croix-á, um nýgerða stiga, og komast á hrygningarstöðvarnar. Þetta er í fyrsta skipti í 100 ár, sem áin er opin göngulaxi. Veiðin í Penobscot-á var þá 15 laxar. Vissulega er það lítil veiði, en breyting er til batnaðar, því að þessi lax er fyrsta veiðin, sem fengizt hefur úr Bengorliylnum fræga, síðan 1955. Með vatnsmiðlun í smærri þverám mun okkur takast að bæta uppeldisskilyrðin fyrir lax, og aðra fiska. Slíkar miðlanir eru ekki gerðar til þess að gera árnar þægilegri til veiða fyrir stangaveiði- menn, heldur til þess að viðgangur laxins aukist. Ljóst er hins vegar, að það verður stangaveiði- maðurinn, sem síðar meir nýtur ávaxtanna af þessu starfi. í ríkjum Nýja Englands er það þó iðnaðurinn, sem er versti óvinurinn, og leggja þarf aukna áherzlu á aðgerðir til þess að veita óhreinindum burt úr vatninu. Hér lýkur frásögn minni af rannsóknar- og rækt- unarstarfseminni í Maine. Þið munið vafalaust spyrja, hvert stefnt verði í framtíðinni, og því vildi ég gjarnan svara. Endurvakning Atlantshafslaxins í ánum í Maine er orðin að veruleika. Tækniþekkingin er fyrir hendi, en án stuðnings alls þjóðfélagsins, verður baráttan erfið. Hins vegar er ég sannfærður um, að baráttan við vatnsmengun, framfarir í fiskvega- gerð og aukinn skilningur almennings á nauðsyn þess að endurheimta aftur horfin náttúruauðæfi mun verða stoð. Ég held, að við kunnum að ná því marki að endurheimta laxinn til Norðaustur- ríkjanna, þótt það verði ekki auðvelt. Stöðug aðgát verður að koma til, ef við eigum að varðveita laxinn í löndum okkar. Sameiginlegt átak verður að gera á hverjum stað, í hverju ríki og með hverri þjóð til þess að varðveita og endur- heimta göngufiskana okkar; en eins og svo vel hefur komið fram, er slíkt átak ekki lengur nægi- legt. Við verðum að snúa okkur að alþjóðlegu átaki til þess að varðveita Atlantshafslaxinn. 36 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.