Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Qupperneq 39

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Qupperneq 39
Vart hefur aukinn ferðamannastraumur farið fram hjá nokkrum, og í þeim vaxandi hópi, sem til íslands kemur nú árlega, eru laxveiðimenn. Einn úr þeirra hópi er Bandaríkjamaður, Ralph Lonius að nafni. Hann er mikill vinur Þorsteins Jónssonar, flugstjóra. Lonius hefur ferðazt víða, og á marga kunningja; reyndar svo marga, að hann treystir sér ekki til þess að standa í bréfa- skriftum við þá, hvern og einn. Þess vegna hefur hann tekið upp þann sið að gefa út, á hverju ári — rétt fyrir jólin — ferðasögu ársins, sem hann sendir vinum sínum fjölritaða. Þorsteinn kom að máli við mig, fyrr á árinu, og sýndi mér „árbókina“ frá í fyrra, en þar fjallar Lonius um fyrstu kynni sín af íslandi. Hann ræðir um margt annað en laxveiðar, og er skemmtilega opinskár um margt. Því fer hér á eftir hluti frá- sagnarinnar, og hún hefst með nokkrum almenn- um athugasemdum. Ritstj. Margir hafa spurt mig að því, hvort ísland sé „ferðamannaland". Því er erfitt að svara. Á meðan á heimsókn minni þangað stóð, ræddi ég við fleiri samferðamenn en vani minn er. Mér varð strax ljóst, að þetta var spurning, sem þeir voru að reyna að finna svar við. Niðurstaðan var eftirfarandi (ég er henni ekki að öllu leyti sammála): Þegar á heildina er litið, er landslagið hvorki eins fallegt né stórbrotið og í mörgum öðrum Evrópulöndum, sem hafa að geyma fegurri fossa, ár, vötn, fjöll, strendur og sveitir. Jöklarnir, þótt stórir séu, eru oft skýjum huldir . . . . og benda má á, að athyglisverðir jöklar eru til annars staðar. Fá lönd búa yfir gos- hverum og heitu vatni, ef frá eru talin Bandaríkin og Nýja-Sjáland, þar sem hverir eru stærri og fleiri. Hraunin eru gífurlega stór, sennilega eru þau hvergi stærri en á íslandi og Hawaiieyjum (þótt sumum ferðamönnum finnist þau litlaus og VEIÐIMAÐURIMN 37

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.