Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 43

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 43
una, og hún var tuttugu mínútur gengin í eitt. Þá var mér orðið Ijóst, að aðstoðarmaðurinn minn kunni ekki með sporðsnöru að fara, svo að ég fór alveg fram á bakkann, dró andstæðinginn smám saman nær og nær, unz — eftir að hann hafði tekið nokkrar smárokur — mér tókst að ná hon- um það nálægt, að girnið eitt stóð fram úr topp- lykkjunni. Síðan tók ég stöngina í aðra höndina, en snöruna í hina, og augnabliki síðar sat laxinn fastur í henni. Eg bar spriklandi fiskinn spotta- korn, unz hann var kominn hæfilega langt frá frá ánni, sleppti þá bæði stöng og snöru; enn leit ég á úrið. Klukkan var nú hálf eitt. Tvær stundir voru liðnar frá því, að ég setti í hann. Þetta var óþarflega langur tími, og ég veit, að ekki hefði tekið svo langan tíma að þreyta hann, ef piltinum hefðu ekki orðið á mistök, í upphafi. Þetta reynd- ist vera tuttugu og tveggja punda hængur, þriðji stærsti fiskurinn á þessu svæði, það sem af var sumrinu. Næstu fjóra og hálfan dag var veðrið ekki skemmtilegt. Þann tíma veiddi ég heldur ekkert, en mér var sagt, að slík deyfð væri aðeins óum- flýjanlegur hluti laxveiði. Á þessum tíma missti ég þó einn lax, sem var mun stærri en tuttugu og tveggja pundarinn; flugan datt úr kjafti hans, eftir fjögurra eða fimm mínútna viðureign, en á þessum tíma gafst mér þó gott tækifæri til þess að virða hann fyrir mér, og gera mér grein fyrir stærð hans; þá missti ég einnig annan lax, senni- lega um fimmtán punda. Hann fór af í fimmta stökki, eftir langan sprett fyrir bugðu á ánni. Þetta voru þó ekki gleðisnauðir dagar; oft fannst mér gaman að sitja á bakkanum, í skjóli, og virða fvrir mér umhverfið. Einnig að njóta kyrrðarinnar. Stundum heyrðist vængjaþytur í lofti; yfir flugu endur, gæsir og álftir auk sjó- fugla, og farfuglamir virtust vera farnir að búa sig undir ferðina löngu suður á bóginn. Ekki var þó eingöngu um vængjaþyt í lofti að ræða. Nokkrum sinnum kom það fyrir, einkum, ef ég var nokkuð frá bakkanum, og lítið bar á mér, að ég sá andamömmur með hópinn sinn í halarófu. Þær voru enn að kenna ungunum leynd- ardóma lífsins. Ein æfingin var sú að synda út á miðja ána, andæfa móti straumi og stinga nefinu í vatnið, sennilega til þess að grípa úr vatninu fæðuna, sem með því berst. Einu sinni, er ég sat og tíndi ber, sá ég aðra andafjölskyldu við svipaða iðju, alveg fram á fossbrúninni Ég sá, hve litlu mátti muna, að ungarnir stevptust fram af. Skyndilega tók andamamma stefnuna niður ána, og allir ungarnir fylgdu á eftir — niður fossinn. Ég stóð upp, og aðgætti, hvort einhver hefði lifað fallið af; og þarna var allur hópurinn, heill á húfi. Fisklausa tímabilinu lauk, er ég náði að landa fimm löxum, á einum og sama deginum, þar á meðal einum fjórtán punda, og öðrum tuttugu punda. Á meðan þessi ágæta veiði hélzt, bættist nýr, bandarískur veiðimaður í hópinn: Nicholas Ritz, listmálarinn, frá New York. Wanda, kona hans, var með í ferðinni. Mér þótti félagskapur þeirra góður, og í ljós kom, að hann hafði oft veitt í Chimehuin, í Patagóníu, þá með Bebe Aneho- rena (reyndar held ég, að ég hafi séð þá saman í Chimehuinkránni, þegar ég var þar, 1968). Við ætlum að reyna að hittast þar næsta ár (1970), og síðar aftur á íslandi. Nick setti í stóran lax, senni- lega 21—23 pund, að dómi Vollandurs, en missti hann. (Það var í hylnum, þar sem ég fékk stóra laxinn minn, og missti annan stærri). Næstu daga fékk ég daglega lax, unz fellibylurinn Kamilla (leifar hans) náði til okkar. Þá hvessti svo, að tók fyrir alla veiði. Nú var tekið að líða að lokum dvalar minnar, en þótt vatn væri mikið, og enn hvasst, hélt ég áfram að veiða, þótt árangurinn vrði enginn. Mjög frægur laxveiðimaður (þekktur víða um lönd), sem komið hafði nokkrum dögum áður, fékk engan lax; hann fór sama daginn og ég. íslenzku veiðimennirnir töldu vonlaust að setja í fisk. En ég hafði komið til þess að veiða, svo að ég var enn að, er síðasti morguninn rann upp. Vol- landur hafði komið með skektuna, svo að ég gæti rennt undir bakkann hinum megin, en ekkert dugði. Laxveiðimaðurinn frægi, og félagar hans, voru á næsta svæði. Við höfðum engan fisk séð, svo að Vollandur, sem var orðinn jafn vondaufur og ég, gekk á fund þeirra félaga efra. Klukkan var fimmtán mínútur í eitt, aðeins stundarfjórð- ungur til stefnu, en ég ákvað að halda áfram, fram á síðustu mínútu. VEIÐIMAÐURIKN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.