Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Qupperneq 46
Hleðslutœki jyrir rijflapatrónur. Til vinstri sést þegar skothylkið er þrengt og hvellhettunni ýtt úr um leið. T. h. er
kúlunni stungið í ejtir að púðrið hejur verið skammtað eða vegið. Vilji menn búa til ajar nákvæm skotjæri, t. d. jyrir
keppni á mótum, þarj að vega nákvœmlega skammtinn í hvert skot.
talsvert lægra verð, en það er mjög auðvelt að
fá betri skotfæri fyrir riffla með heimahleðslu
fyrir h. u. b. helmingi minna verð en þau fást í
buðum. Lausnin liggur í því að við hleðslu riffil-
skothylkja er mest komið undir því að púðrið sé
vegið nákvæmlega og kúluþyngd sé sú sem hentar
rifflinum bezt, einnig hitt að meir en helmingur
verðs skothylkja í stærri riffla en kal. 22 liggur í
hinu dýrmæta messingefni patrónunnar sem hægt
er að nota aftur og aftur til heimahleðslu.
Endurhleðsla riffilskothylkja.
Hún er fólgin í því að nema burtu notuðu hvell-
hettuna, setja nýja í staðinn, þrengja alla patrón-
una eða hluta af henni, setja nýja púðurhleðslu í
skothylkið og loks kúlu. Allt þetta er hægt að gera
með einföldustu tækjum en auðvitað er betra og
fljótlegra að nota fullkomin, vönduð tæki.
Þegar hleypt er af riffilskoti, þrútnar allt skot-
hvlkið við sprenginguna og leggst límfast að
patrónuhúsi byssunnar, en um leið og skotið er
riðið af og gasþrýstingurinn fellur, kólnar skot-
hylkið og skreppur saman örlítið, en nægilega, til
þess að auðvelt sé að draga það út úr hlaupinu.
Skothylki eru búin til úr málmblöndu, messing, og
gæði skothylkjanna er mjög undir því komin hve
stælt málmblandan er og hve vel hylkið tekur
sig aftur eftir hinn gríðarmikla hita sem myndast
inni í því við skotið. Gömul herskot eru t. d. oftast
úr mjög lélegu efni og borgar sig vart að reyna
að endurhlaða þau. Amerísk skothylki hafa á síð-
ustu árum verið frábærlega vönduð, enda flest
ætluð til endurhleðslu. Sömu sögu er að segja um
flest skothylki frá Vestur-Evrópu, enda eru þau
oft ætluð öðrum þræði fyrir Ameríkumarkað.
Þrátt fyrir nákvæma smíði eru patrónuhús riffla
þó af sömu tegund og kaliber sé, sjaldan alveg
nákvæmlega eins, og sérstaklega er þetta dálítið
breytilegt hjá hinum ýmsu verksmiðjum. Þannig
verða notuð skothylki úr tveim rifflum sjaldan
alveg eins ef þau eru sett undir mikrómetríska
mælingu. Patrónuhálsinn hefur ætíð víkkað svo að
kúla myndi ekki sitja föst í honum nema hann
væri þrengdur fyrst. Þetta er því frumatriði
44
VEIÐIMAÐURINN