Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 48
Önnur tæki eru vogin og púðurskammtari. Slík
tæki kostuðu s. 1. sumar hér á landi nálægt 7000
kr. og aukahlutir fyrir hvert kaliber ca. 1500 kr.
Þessum tækjum fylgja venjulega góðar leiðbein-
ingar um notkun, en í stuttu máli fer hleðslan
fram á þennan hátt.
Fyrst eru allar patrónurnar athugaðar hvort þær
hafi á nokkurn hátt skemmst eða séu gallaðar og
er shkum patrónum fleygt. Því næst er þrenging-
arhólkurinn skrúfaður í pressuna og botn hans og
úrrekið stillt rétt samkvæmt leiðbeiningunum.
Patrónan síðan smurð í sérstakri feiti, sett í gripkló
pressusleðans og þrýst inn í þrengingarhólkinn
með vogarafli handsveifarinnar. Þá gerist tvennt
í senn, patrónan þrengist og notuðu hvellhettunni
er ýtt úr. Ný hvellhetta er sett í um leið og patrón-
an er dregin út úr hólknum og er þá fyrri umferð
pressunnar lokið. Þannig er haldið áfram þar til
búið er að þrengja og skipta um hvellhettu í öll-
um þeim patrónum sem hlaða á í það sinn. Því
næst er skipt um stykki í pressunni, kúluísetning-
artækið skrúfað í. Ef notaður er púðurskammtari
þarf að stilla hann á rétt magn og síðan eru
patrónurnar einfaldlega fvlltar með réttum púð-
urskammti, látnar í sömu gripkló og áður, kúlunni
haldið við hálsopið og patrónuni síðan ýtt með
gætni upp í hólkinn. Við það þrýstist kúlan á sinn
stað og fer hvorki of langt né skammt. Öll feiti
er síðan þurrkuð af skothylkinu og hleðslunni er
lokið.
Æfður maður getur hlaðið um 100 skothylki á
klst. í góðri pressu, en hraðinn er sjaldan höfuð-
atriði heldur hitt að vanda sig og með natni er
auðvelt að fá jafngóð eða betri skotfæri en fram-
leidd eru í hinum sjálfvirku verksmiðjum.
Hvað verði viðvíkur, hefur svo háttað til hér
að ennþá hefur verið hægt að fá hleðsluefni fyrir
tæplega helming verðs nýrra skothylkja. Þegar
þetta er ritað kosta
Hvellhettur í 222 Rem. kr. 80.00 í 100 skothylki
Púður ca — 170.00 -----—
Kúlur — 275.00 -----—
Samtals kr. 525.00
Ný verksmiðjuhlaðin skotfæri kosta hinsvegar
kr. 11,00—15,00 og sést þá hver hagur er af því
að hlaða sjálfur. Hyggilegast er fyrir allmarga
félaga sem áhuga hafa á skotfimi að kaupa sér í
sameiningu vönduð tæki. Ef þeir nota mismunandi
rifflakaliber þurfa þeir aðeins aukalega sett af
„dies“ fyrir hvert kaliber. Þar sem verð á skot-
færum fyrir hinar stærri gerðir riffla s. s. 243 Win.
/30/06, 7 mm Mauser o. s. frv. er nú einhvers-
staðar milli 15—40 kr. stykkið sést hve fljótt
kostnaðarverð, jafnvel mjög vandaðra hleðslu-
tækja, næst inn með því að hlaða sjálfur.
Athuga ber vandlega að fylgja jafnan þeim
reglum sem gefnar eru af þeim sem framleiða
efni til endurhleðslu. Leiðbeiningar um púður-
magn geta venjulega um minnstu hleðslu og
mestu hleðslu fyrir hverja tegund púðurs og segja
til um í hvaða kaliber skuli nota hana. Mjög áríð-
andi er að gera engar tilraunir utan þessara marka.
46
VEIÐIMAÐURI N N