Verktækni - 2021, Side 10

Verktækni - 2021, Side 10
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni (2021) 27 1 Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 10 um það að hve miklu leyti liðsmenn telja markmið liðs síns þýðingarmikil, skilja verkefni liðsins og afleiðingar árangurs þess (Lee et al., 2013). Markmið ætti að tengjast árangri teymisins (e. team effectiveness) sem er mat á árangri ferlanna (Salas, Cooke, et al., 2008). Ákvarðanataka er hvernig liðið tekur ákvarðanir. Þessar ákvarðanir munu hafa mótverkandi markmið (e. conflicting goals), eru teknar í breytilegu umhverfi, munu krefjast forystu, eru innbyggðar í skipulagslegt samhengi og oft í fjölmennum teymum (Rouse et al., 1992). Til þess að meta ákvarðanirnar er hægt að nota liðsíhugun (e. team reflexivity) þ.e. hvernig liðsmenn velta sameiginlega fyrir sér markmiðum, aðferðum og ferlum liðsins (Gabelica, Van den Bossche, De Maeyer, Segers, & Gijselaers, 2014). Endurgjöf teymis (e. team feedback) er skilgreind sem miðlun upplýsinga, veitt af utanaðkomandi aðila, er varðar aðgerðir, atburði, ferla eða hegðun tengda verklokum eða teymisvinnu (Gabelica et al., 2014). Árangursendurgjöf (e. performance feedback) (Guastello, 2010) er nauðsynleg fyrir lið svo það geti samræmt störf sín. Ein nálgunin er að nota þrjú skref: (i) byggja á endurgjöf og útskýra (a) hvers vegna árangur náðist (eða skortur er á honum) og (b) gefa dæmi um aðferðir (e. tactics) sem geta skýrt árangur, (ii) eru aðrir möguleikar til að bæta árangur? Að lokum, (iii) settu markmið og þróaðu áætlanir fyrir næsta verkefni (Gabelica et al., 2014). Lokaþáttur liðsstjórnunar eru ferli hennar. Á hæsta stigi verður stjórnunin að vera tvískipt (Daniel & Davis, 2009); (i) koma á, miðla og skilja markmið teymis sem sameiginlega teymissýn og (ii) stofna rekstrarhópsumsýslu (e. operational team structure) sem auðveldar víxlverkandi innbyrðis tengsl (e. cross-functional inter-relationships) (Daniel & Davis, 2009). Á ítarlegra stigi þurfa ferlin að takast á við mál eins og: félagslega leti, gagnkvæman tilgang, sérstök markmið, sjálfvirkni liða og átök (Nukic et al., 2015). Nákvæmari skilgreining á stjórnun teymis væri: Liðsstjórnun kemur fram við samspil manna – verka – hluta (e. human–task–artefact), hún er markmiðsmiðuð og háð samhengi starfseminnar (Palmqvist, Bergstrom, & Henriqson, 2012). Gerð frammistöðumælis tækniteyma Strax í upphafi heimildarannsóknarinnar kom í ljós að þættir sem hafa áhrif á frammistöðu teyma eru fjölmargir og ekki væri hægt að taka tillit til allra. Þessi grein fjallar um hönnun aðferðafræði til að meta frammistöðu tækniteyma – með áherslu á teymisvinnu nemendadrifinna nemendaverkefna í verkfræðinámi. Höfundar fóru í gegnum alla þættina og völdu þá sem skipta máli fyrir nemendadrifin verkfræðiverkefni. Framsetning þessara þátta er sú sama og í greinunum sem þeir voru teknir úr. Við frekari úrvinnslu þáttanna kom í ljós að nokkra þætti vantaði til að geta metið frammistöðuna. Nýjum þáttum var því bætt við eða þáttum breytt. Aðferðafræðin inniheldur sex þætti sem koma ekki beint frá heimildunum. Þátturinn „félagsleg leti og meðvirkni“ í „Innri virkni liða“ er samsettur af þáttunum „félagsleg leti“ og „meðvirkni“. Þátturinn „færni“ í „liðsmeðlima“ hópnum er ónákvæmur og var skipt í „verkhæfni“ og „mannleg hæfni“ til að endurspegla tæknilegt eðli starfsins. Síðan eru þrír þættir sem fundust ekki í heimildunum. Flækjustig verka og hvernig verk eru innbyrðis háð eru mikilvægir þættir flókinnar verkfræðivinnu. Þættinum „liðssamhæfing“ var bætt við hópinn „liðsstjórnun“ til að tengja stjórnun liðanna betur við innri vinnuna. Gagnvirkni verka (e. task interdependence) vísar til þess að hve miklu leyti liðsmenn þurfa upplýsingar, efni og stuðning hver frá öðrum til að leysa verkið sitt (Liu & Li, 2012). Flækjustig verka (e. task complexity) er samansafn hvers konar einkenna verka (e. task characteristics) sem hefur áhrif á frammistöðu verks (Liu & Li, 2012). Einkenni verka eru þættir í sex hópum: markmið, ílag, ferli, frálag, tími og framsetning. Í sérhverjum hópi eru þættir sem hafa jákvæð (+) eða neikvæð (-) áhrif á flækjustig og eru sýndir í Töflu 1. Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðing félag Íslands // Asso iation of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 10 RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR2021- 27- (1)

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.