Verktækni - 2021, Síða 16

Verktækni - 2021, Síða 16
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni (2021) 27 1 Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 16 eigi að smíða mælikerfi fyrir teymisvinnuna (Mendibil & Macbryde, 2005). Aðferðin fer heldur ekki í smáatriði varðandi vinnuaflsnýtingu (Grant & Hallam, 2016), jafningjamat (Williams, He, Elger, & Schumacher, 2007) eða einstaklingsvitund (Dong et al., 2004). Aðferðin ætti að vera gagnleg við greiningu á almennum teymum sem og tækniteymum, sem fyrsta vísbendingartæki á hugsanlegum vandamálssvæðum í teymisvinnu. Mat á árangri og skilvirkni aðferðarinnar er einnig áhugavert. Höfundar hafa notað aðferðina til að meta nemendadrifið, þverfaglegt verkefni í háskólanum þar sem erfitt hefur reynst að bæta árangur árangur í lengri tíma (Unnthorsson & Oddsson, 2020). Með því að vinna með lykilpersónum sem þekkja til teymisins er hægt að beita aðferðinni á fljótlegan hátt til að fá heildaryfirsýn yfir frammistöðuþætti teymis og til að greina hvar helstu frammistöðuvandamálin liggja. Eins og áður segir var aðferðafræðin hugsuð sem einhvers konar hitamælir á frammistöðu teymis. Vegna þess var einkunnagjöfin höfð gróf, þ.e. einungis þrjár einkunnir gefnar, og því er í lagi þó að lykilpersónurnar sem unnið er með við greininguna þekki ekki fyllilega til allra frammistöðuþáttanna – aðferðin gefur engu að síður vísbendingar um stöðuna. Höfundar sjá fyrir sér framtíðarvinnu þar sem hægt væri að gera ítarlegri leiðbeiningar um hvernig mætti safna gögnum til að meta þættina 43. Það mundi fela í sér gerð spurningalista fyrir sérhvern þátt. Sem dæmi um spurningar þá eru þættirnir liðsíhugun (e. team reflexivity) og liðsendurgjöf (e. team feedback) tengdir (Gabelica et al., 2014). Fyrir liðsendurgjöf gæti spurning verið: Hefurðu fengið endurgjöf á frammistöðu liðsins tengda einstaka einingum verksins? Á meðan spurning fyrir þáttinn liðsíhugun gæti verið: Er skipulög úrvinnsla á endurgjöf á frammistöðu liðs þar sem liðið íhugar a) hvernig árangur eða vandamál liðsins tengjast við hegðun þess, b) hvort liðið gat náð sama árangri á annan hátt og c) hvernig verður liðið betra í næsta verkefni? Framkvæmd gæti verið á nokkra vegu, til dæmis: liðsmenn svara sjálfir, matsaðili ræðir við liðsmenn, matsaðili metur án viðræðu eða teymið íhugar og svarar spurningum saman. Samantekt Kynnt var kerfisbundin aðferðafræði til að meta frammistöðu nemendateyma í umfangsmiklum verkefnanámskeiðum. Aðferðin var þróuð út frá niðurstöðum ítarlegrar heimildarvinnu um aðferðir til að meta frammistöðu nemendateyma. Aðferðin tekur á 43 frammistöðuþáttum sem skipt var í sjö hópa eftir eðli þeirra. Gögnin sem aðferðin byggir á eru fengin með viðtölum við lykilpersónur, sem þekkja vel til teymisins og starfsumhverfis þess. Allir frammistöðuþættirnir hafa verið skilgreindir og nýtast skilgreiningarnar til leiðbeiningar í viðtölunum. Aðferðin er fljótleg í notkun og gefur vísbendingar um frammistöðu teymis. Niðurstöðurnar má rýna á töfluformi eða á ratsjárkorti. Niðurstöðurnar nýtast síðan til að meta hvort ástæður séu til breytinga og til að taka ákvarðanir um forgangsröðun aðgerða. Aðferðafræðin byggir á því að viðmælendur fara kerfisbundið í gegnum frammistöðuþættina 43 og ræða þá, hugleiða og meta. Er það mat höfunda að til að teymi geti bætt frammistöðu sína þurfi reglulega að ræða, hugleiða og meta frammistöðuþættina. Þar sem aðferðafræðin tekur á fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á frammistöðuna, þ.e. innri þáttum sem og ytri þáttum, nýtist hún bæði stjórnendum sem og teymunum sjálfum. Í framtíðinni væri fróðlegt að prófa aðferðina utan menntageirans því frammistöðuþættirnir 43 eiga einnig við teymi í atvinnulífinu. Heimildir Andersson, D., Rankin, A., & Diptee, D. (2017). Approaches to team performance assessment: a comparison of self-assessment reports and behavioral observer scales. Cognition Technology & Work, 19(2-3), 517-528. doi:10.1007/s10111-017-0428-0 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðing félag Íslands // Asso iation of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 16 RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR2021- 27- (1)

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.