Verktækni - 2021, Blaðsíða 21
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 21
Naustavör í Kópavogi – Rannsóknir og grundun
Pálmi R. Pálmasona, Gunnar Þorlákssonb, Guðjón Þór Ólafssonb
aVerkís, verkfræðistofa, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík. bBYGG byggingafélag, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Fyrirspurnir/Correspondance
Pálmi R. Pálmason
prp@verkis.is
Samþykkt til birtingar 24. ágúst 2021.
Aðfararorð
Verkís og fyrirrennari þess hefur verið ráðgefandi um grundun á Naustasvæði í Kópavogi frá því
Björgun hf. hóf að fylla þar upp úr síðustu aldamótum. Fyllingarsvæðið er um 500 m langt, allt að
200 m breitt og liggur nokkuð samsíða Kársnesbraut, sjá mynd 1.
Svæðið náði frá landi um 150 m eða svo út í sunnanverðan Fossvog. Þá voru þarna laus botnlög
almennt 4-5 m þykk, einkum fíngert set, mis-skeljaríkur fínsandur og sylti. Fyllt var yfir svæðið
með möl sem dæluskip Björgunar Sandey vann af sjávarbotni, einkum úr Kollafirði, en að
einhverju leyti einnig úr Engeyjarrifi. Í fyrstu var fyllt austast á svæðinu, nokkurn veginn í fulla
breidd 100 – 150 m og þannig óx fyllingarsvæðið til vesturs. Mölinni var í fyrstu dælt upp að fjöru,
en eftir að yfirborð fyllingarinnar náði upp úr sjó var dælt á það. Þannig varð nokkur aðskilnaður
í fyllingunni því „fleytið“ rann einkum vestur af fyllingunni út í sjó. Þegar á leið þurfti að gera
nokkurra metra djúpa rennu inn í fyllinguna svo unnt væri með sæmilegu móti að koma
fyllingarefni úr skipinu nægilega langt upp á fyllinguna. Allan þennan hluta vinnunnar annaðist
Björgun hf. og naut eftir atvikum aðstoðar verktaka.
Þegar skipulag lá fyrir voru byggingarreitir á fyllingunni fergðir. Fargið var einkum möl sem síðar
nýttist annars staðar á svæðinu. Sigplötur voru settar á nokkrum stöðum á fyllingunni áður en
fergt var, til þess annars vegar að greina sighraða svo segja mætti hvenær óhætt væri að
fjarlægja fargið og hefja þar byggingu húsa, en hins vegar hvert líklegt heildarsig yrði á svæðinu
og hvort það yrði breytilegt frá einum stað til annars.
Sigplötum var m.a. komið fyrir á lóð húsa nr. 52-58 líkt og við fergingu annarra lóða og grannt
fylgst með sigi í botnlögunum. Ólíkt öðrum lóðum, þar sem sig var nokkuð jafn yfir alla lóðina,
var sig mismikið á lóðinni; minnst syðst og vestast en jókst bæði til norðurs og austurs, en þykkt
lausu botnlaganna jókst þangað. Sigmælingar bentu þannig til þess annars vegar að sig þarna
tæki hlutfallslega langan tíma og hins vegar að líkur á mismunasigi húsa á lóðinni væru nokkrar.
Því þótti ljóst að nota þyrfti aðrar aðferðir á þessari lóð en gert hafði verið á lóðum þeim sem
þegar hafði verið byggt á.
Í fyrstu var kannað hvort þjöppun næðist með tveimur 13-15 t titurvölturum sem valta mundu
samhliða og samtímis. Í slíkum völturum er unnt að stilla titringstíðni. Þetta var reynt, en ekki
AÐRAR GREINAR 2021- 27- (1)