Verktækni - 2021, Qupperneq 22

Verktækni - 2021, Qupperneq 22
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni (2021) 27 1 Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 22 náðist nægilegur titringur í dýpstu botnlögunum svo þjöppun næðist. Því varð annað að koma til. Hér er þess jafnframt að geta að í NA-horni lóðarinnar er dýpst á fast, þ.e. lausu lögin þykkust, svo einhvers konar djúpþjöppun þurfti þar. Líklega hafði „innsiglingarrenna“ Sandeyjar verið þarna og endurfyllst af fíngerðasta fleytinu þegar dælt var inn á fyllinguna austar. Í ljósi þessa mælti Verkís með djúpþjöppun með “titurstaur”, aðferð sem hafði m.a. skilað góðum árangri í grunni Þjórsárstíflu í Kvíslaveitu skömmu fyrir síðustu aldamót. Aðferðin leiddi til viðunandi þjöppunar lausu botnlaganna í stíflugrunninum. Þar sem viðkomandi tæki, krani, titurhamar, og H-biti með ásoðnum „eyrum“ voru tiltæk á vormán- uðum var ákveðið að reyna og sjá hvernig til tækist, hvort viðunandi þjöppun næðist. Í greinargerð þessari eru tekin saman helstu gögn um aðgerðir á lóð Naustavarar 52-58 svo sem; upplýsingar um lausu botnlögin í lóðinni og fergingu þar, sigmælingar, boranir, vatnshæðarmælingar í rörum er ná niður úr botnlögunum, völtun og djúpþjöppun ásamt líklegum áhrifum umræddra aðgerða. Eitt helsta áhyggjuefnið var að djúpþjöppun kynni að valda ysjun í lausu botnlögunum. Miðað var við að húsalengjan í Naustavör 52-58 yrði grunduð á fyllingunni og þá þannig að húsið sem er U-laga hvíldi á þykkri ríkulega járnbentri botnplötu sem tengd væri áhvílandi veggjum á þann hátt að samverkun yrði milli botnplata og veggja. Grunnurinn er þannig líkastur „steinnökkva“ og svo stífur að álag á grunninn verður sem jafnast og þannig dregið úr möguleikum og líkum á mismunasigi milli einstakra húshluta. Allar lagnir eru í nökkvanum sem einfaldar framkvæmdirnar umtalsvert. Mikil og affærasæl samvinna var með þeim sem að verkinu komu sem skilaði góðri framkvæmd og mjög viðunandi árangri að því er best verður séð. Helstu þátttakendur í framkvæmdinni voru: Gunnar Þorláksson, Einar Már Steingrímsson, Guðjón Þór Ólafsson og fjölmargir aðrir hjá BYGG svo og ýmsir frá Verkís. Mynd 2 Björgun hf. Fylling fyrir bryggjuhverfi Naustahverfi í Kópavogi. Fyllingarbrún, yfirlitsmynd. Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðing félag Íslands // Asso iation of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 22 AÐRAR GREINAR2021- 27- (1)

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.