Verktækni - 2021, Side 28

Verktækni - 2021, Side 28
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni (2021) 27 1 Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 28 Mynd 5 Sýnir vatnshæðarmæla sem settir voru niður í janúar 2020. Sigplata var í hverju húshorni. Malarfylling nær niður í 7,0 - 9,5 m dýpt. Undir henni er allt að 6,5 m þykkt laust (sjávar)set, einkum mis-skeljaríkur fínsandur og þunn syltarlög. Hér er hafður svigi í ljósi þess að hugsanlega er a.m.k. hluti lagsins fleyti. Í nokkrum holum undir sjávarsetinu næst klöpp er 1 – 2,5 m þykkur jökulruðningur. Dýpi á klöpp í lóðinni er mismikið, frá um 8 m niður í allt að 18 m og því þótti veruleg hætta á að húsið missigi yrði ekkert að gert. Þessi mikla dýpt á fast kom á óvart því fyrri rannsóknir bentu alls ekki til slíks. Jafnframt er þess að gæta að syltarríka setið gaf tilefni til þess að lögin kynnu að ysjast í verulegum jarðskjálfta. Helstu niðurstöður rannsóknanna sjást á myndum 5 og 6. Athygli vöktu breytileg jarðlög í lóðinni og hversu mismikil dýpt er þar á fast. Því þótti nauðsynlegt að fylgjast grannt með áhrifum allra þjöppunaraðgerða í grunninum, hvort heldur væri sig, færsla eða vatnsþrýstingsbreytingar. Sjá myndir 5 og 6. Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðing félag Íslands // Asso iation of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 28 AÐRAR GREINAR2021- 27- (1)

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.