Verktækni - 2021, Side 31

Verktækni - 2021, Side 31
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 31 Aðgerðir til að flýta sigi Til þess að flýta frekara sigi í lausu botnlögunum í lóðinni var reynd djúpþjöppun með titurvölturum. Áður var farg fjarlægt og lóðin lækkuð í kóta +2,5 m eða svo í hæðarkerfi Reykjavíkurborgar. Við þjöppunina voru samtímis notaðir tveir 13-15 t titurvaltarar, sem ekið var löturhægt samhliða með aðeins örstutt milli valtaranna sem í fyrstu voru stilltir á hæstu titringstíðni. Allt kom þó fyrir ekki. Þetta skilaði lítilli sem engri þjöppun lausu laganna djúpt í grunninum svo það var aflagt. Annað varð að koma til svo ekki þyrfti að grunda húsin á staurum. Djúpþjöppun, reikningslegar forsendur Innskot Við þéttingu grunns Þjórsárstíflu í Kvíslaveitu þar sem eru hlutfallslega laus, fínsendin, lek setlög, hafði náðst að þjappa og þétta stíflugrunninn með svokölluðum „titurstaur“. Þá eru gjarnan tvö eða fleiri eyru soðin hornrétt á H-bita sem rekinn er niður í grunninn. Eyru þessi eru um 1 m langar og um 0,25 m breiðar stálplötur, tvær og tvær í hverri hæð sbr. meðf. Mynd 10. Bitinn er rekinn, með eða án titrings, í fulla dýpt og þar settur titringur á hann. Titringurinn er gjarnan hafður á staurnum í nokkrar mínútur í hverri dýpt og hann því næst dreginn upp í um 1 m þrepum og látið titra í smá tíma, t.d. 5 mín. í hverju þrepi. Titringurinn leiðist út í ofannefnd eyru sem orsaka titring í lausa jarðlaginu sem þjappast þannig. Beint áhrifasvæði titringsins nær þannig vel 1 m út frá staurnum auk þess sem titringsins gætir bæði upp og niður frá eyrunum og umhverfis staurinn. Slíkur titurhamar er til hérlendis og fékkst sá með skömmum fyrirvara leigður í framkvæmdina. Guðjón Þór Ólafsson jarðvinnuverkstjóri hjá BYGG útvegaði H-bita og í samvinnu við Stefán formann verktaka þess sem á titurhamarinn gekk hratt að ganga frá umræddum tólum og tækjum í grunninum. Hafist var handa við djúpþjöppunina 25. mars 2020 og má segja að verkið hafi í heild gengið að óskum þrátt fyrir smávægilegar „hraðahindranir“ af ýmsum toga. Titurstaurinn var mest um 19 m langur og hangir í krana, sjá meðf. mynd, rekinn um 18 m. Mynd 10 Titurhamarinn á staurnum hangandi í krana. AÐRAR GREINAR 2021- 27- (1)

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.