Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Síða 8

Ægir - 01.09.2022, Síða 8
8 Stólpi Gámar óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ár Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, er ekki bjartsýnn á að vinna við endur- skoðun á fiskveiðistjórnunarkerf- inu, hvar hann á sjálfur sæti í nefnd, skili miklu. Hann segir hins- vegar að aflabrögð smábáta um allt land á árinu endurspegli gott ástand þorskstofnsins, þrátt fyrir ráðgjöf Hafró. Skerðing þorskkvótans óskiljanleg „Það var afar ánægjulegt að sjá hve vel smábátasjómönnum gekk í heildina við veiðar í sumar og hversu hátt verð þeir fengu fyrir aflann,“ segir Arthur þegar hann er beðinn að gera upp al- manaksárið. Hann segir að upp úr standi hve gott ástand sé á þorsk- stofninum. Um það vitni sjómenn um allt land, studdir tölum um veiðar. Á hinn bóginn segir hann óskiljan- legt að Hafrannsóknastofnun skuli leggja til sex prósenta samdrátt á út- gefnu aflamarki í þorski. „Við búum við þann veruleika að pólitíkin hlustar aðeins á þá sem slá tölur inn í Excel- skjöl. Hún tekur ekkert mark á sjó- mönnum,“ segir hann ákveðinn. Arth- ur vísar þarna meðal annars til þess að meðal dagsafli smábáta í strand- veiðikerfinu, sem róa allt landið um kring, hefur aldrei verið meiri en í sumar. Svipaða sögu er að segja af stærri skipum; aflabrögð hafa verið með allra besta móti. „Á sama tíma eru aðrar tölfræðilegar breytur sem eng- inn veit hvaða áhrif hafa. Það mót- mælir því enginn sem til þekkir að töluverðum afla er kastað á Íslands- miðum. Ef menn hefðu réttar upplýs- ingar um brottkast þá kæmi í ljós að stofninn væri stærri en menn halda. Gögnin sem ráðgjöfin byggir á eru skökk.“ Reyna enn að ná sáttum Svandís Svavarsdóttir, matvælaráð- herra, hefur skipað fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjáv- arútvegi. Samhliða hefur verið sett saman fjölmenn samráðsnefnd sem hefur yfirsýn yfir vinnu hópanna fjög- urra. Sæti í þeirri nefnd á Arthur, sem hefur setið þrjá fundi af fjórum. Hann er sannast sagna hóflega bjartsýnn á útkomuna. „Ég ætla að bíða með stór- yrtar yfirlýsingar en ég lýsti strax í upphafi yfir efasemdum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn hafa ætlað að ná sátt um sjávarútveginn. Skoðana- kannanir benda enn til að 70 til 80% þjóðarinnar séu óhress með hvernig fyrirkomulagið er.“ Arthur bendir á að niðurstöður eigi að liggja fyrir skömmu fyrir næstu kosningar. Reynslan segi honum hins vegar að stórar ákvarðanir séu aldrei teknar rétt fyrir kosningar. Hann Skortir algjörlega pólitískan kjark  Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Smábátar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.