Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 10
Hátíðarkveðja
Við sendum landsmönnum öllum,
til sjávar og sveita, hátíðarkveðjur með þökk
fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
bendir á að nefndinni sé uppálagt að
leggja drög að nýjum heildarlögum um
stjórn fiskveiða „eða“ setja ný lög um
auðlindir hafsins og aðrar lagabreyt-
ingar. Á þann fyrirvara líst Arthuri
ekki. „Það skortir algjörlega pólitískan
kjark stjórnmálamanna í þessu landi.“
Hugnast ekki boðaðar breytingar
Formaður smábátaeigenda geldur var-
hug við ýmsum tillögum sem komið
hafa frá matvælaráðuneytinu. Hann
nefnir fyrst strandveiðar en ráðherra
hefur boðað að aflapottinum verði á
nýjan leik skipt á milli landshluta.
Arthur segir að það sé engin lausn.
Löngu sé tímabært að tryggja smábát-
um 48 daga án þess að stöðva veiðar
þegar tilteknum aflaheimildum sé náð.
Við það yrði öll togstreita manna og
landshluta á milli úr sögunni. Stjórn-
völd skorti hins vegar kjark til að taka
þá pólitísku ákvörðun að veiðarnar
geti á einhverjum tímapunkti orðið
umfram veiðiráðgjöf. Hann bendir á að
umræddum handfæraveiðum sé snið-
inn mjög þröngur stakkur, bæði hvað
varðar tímasetningu og afla í hverri
veiðiferð en ekki síður veðurfar. Við
blasi að þessar veiðar myndu ætíð
endurspegla ástand þorskstofnsins við
Íslandsstrendur. Hættan sé því engin.
Fleiri áform stjórnvalda valda for-
manni LS áhyggjum. Hann bendir á að
til standi að leyfa enn frekari stækkun
skipa í krókaaflamarkskerfinu. Þau
áform muni leiða til þess að kvótinn
verði á endanum fluttur á togara í
eigu sömu útgerða og að kerfið renni
þannig saman við aflamarkskerfið.
Af þessu má ráða að Arthur, sem
hefur lengst af verið formaður LS frá
stofnun þess árið 1985, er mátulega
bjartsýnn á framhaldið fyrir hönd
smábátaeigenda. „Maður upplifir satt
að segja blendnar tilfinningar þegar
maður horfir yfir sviðið,“ segir hann.
„Við búum við þann
veruleika að pólitíkin
hlustar aðeins á þá sem
slá tölur inn í Excelskjöl.
Hún tekur ekkert mark
á sjómönnum.“
Smábátar í Sandgerði.
10
Strandveiðiaflanum landað í Norðurfirði. Formanni LS líst illa á hugmyndir um
að skipta á nýjan leik aflapottinum í strandveiðum milli skilgreindra svæða.