Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 12
12
„Þetta er magnað félag og mikill
heiður fyrir mig að taka við for-
mennskunni í því. Ég hlakka til að
leggja mitt af mörkum til að efla fé-
lagið enn frekar en það hefur verið
ánægjulegt að sjá vöxtinn undan-
farin ár. Félagskonum hefur fjölgað
umtalsvert og við sjáum fyrir okkur
að félagið eflist enn á komandi ár-
um,“ segir Margrét Kristín Péturs-
dóttir sem tók nú í haust við stjórn-
artaumum í félaginu Konur í sjávar-
útvegi, KIS. Ríflega 300 konur eru í
félaginu sem stofnað var árið 2013
og fagnar því 10 ára afmæli á næsta
ári. Þeirra tímamóta verður minnst
með margvíslegum hætti.
Lifir og hrærist í sjávarútvegi
Margrét ólst upp í Grindavík, hún
starfar sem forstöðumaður gæðamála
hjá Vísi hf. sem var stofnað af fjöl-
skyldu hennar. „Ég hef verið með teng-
ingu við sjávarútveginn frá blautu
barnsbeini, mín fjölskylda lifir og hrær-
ist í þessari atvinnugrein. Við tölum
sjaldan talað um annað þegar við kom-
um saman, hvort heldur er við eldhús-
borðið heima eða í jólaboðum. Sjávar-
útveginn er alltaf fyrirferðamesta um-
ræðuefnið,“ segir hún.
Sjálf byrjaði hún ung að starfa hjá
fyrirtækinu. Hún var til að byrja með í
léttum störfum í vinnlunni, vann í
humrinum og svo við saltfiskverkun og
segir það hafa gert sér gott að taka til
hendinni snemma auk þess að afla sér
auka tekna með námi. „Þetta var al-
gengt í sjávarplássum í eina tíð. Krakk-
ar fóru snemma að vinna við sjávarút-
veginn og fengu þá innsýn í þessa
skemmtilegu atvinnugrein,“ segir hún.
Lifandi atvinnugrein og mikil
gerjun
Margrét hefur um skeið stjórnað gæða-
málum hjá Vísi, kom inn í verkefni fyrir
nokkrum árum til að innleiða alþjóð-
legan gæðastaðal í fyrirtækið en hún
er lærður líftæknifræðingur. Hún hefur
komið víða við í gegnum tíðina, en allt-
af komið til baka í sjávarútveginn þrátt
fyrir nokkra útúrdúra. „Þetta er minn
heimavöllur, það er svo gaman að fást
við þessa grein, hún er svo lifandi og
mikil gerjun í gangi. Hér eru nóg af
verkefnum og engir tveir dagar eins.“
Margrét hefur starfað hjá fyrirtæk-
inu síðan innleiðingarferlið var klárað.
Hún sér um að gæðin standist allar
kröfur sem gerðar eru til framleiðsl-
unnar, hvort sem það er frá eftirlits-
stofnunum eða kaupendum. „Þessi at-
vinnugrein er svo heillandi, hún er
fjölbreytt og margt skemmtilegt að ger-
ast. Það hafa miklar framfarir orðið í
greininni á liðnum árum og mikil ný-
sköpun í gangi. Gæðamálin hafa tekið
miklum breytingum í gegnum tíðina,
regluverkið er orðið meira og markaðir
eru almennt meðvitaðri um gæði og
umhverfismál. Það leiðir af sér kröfur
um vottanir varðandi allt vinnsluferlið
og sjálfbæra nýtingu. Mikil áhersla
hefur verið á fullnýtingu og mikil
tæknivæðing hefur verið í greininni.
Kröfur um menntun hafa aukist og við
það verður atvinnugreinin faglegri og
það má líka segja að fyrirtækin séu al-
mennt öflugri en þau voru fyrr á tíð.
Það hefur margt jákvætt gerst í sjávar-
útvegi og æ fleiri konur hafa séð tæki-
færi til að hasla sér völl innan þessarar
atvinnugreinar,“ segir hún.
Konum hefur fjölgað í
atvinnugreininni
Margrét hefur verið félagi í Konum í
Sjávarútvegi frá árinu 2017 og gleðst
yfir hversu kraftmikill félagsskapurinn
er þegar nú hillir undir að fyrsti ára-
tugurinn sé að baka. Í félaginu eru
konur úr ýmsum áttum, m.a. úr sjávar-
útvegsfyrirtækjum, háskólasamfélag-
inu, fjármálastofnunum, þjónustu-
greinum, hátækni- og sprotafyrirtækj-
um.
Félagið hefur verið að rannsaka
stöðu kvenna í greininni og á að baki
tvær rannsóknir sem gerðar voru með
fimm ára millibili af Rannsóknamiðstöð
Háskólans á Akureyri „Þar má sjá að
konum í fullu starfi hefur fjölgað í
þessum geira. Við höfum hægt en ör-
ugglega verið að styrkja okkar stöðu
og fleiri konur gegna nú stjórnunar-
stöðum. Það skiptir miklu fyrir okkur
konur að hafa góðar fyrirmyndir í
þessari grein,“ segir hún.
Félagið stendur fyrir ýmsum við-
burðum frá hausti fram á vor þar sem
félagskonur koma saman, fræðast um
ýmis málefni tengd sjávarútvegi og
gera sér glaðan dag. Margt áhugavert
hefur verið í boði í haust og verður
fram á vor en starfsárinu lýkur þá með
árlegri vorferð sem að þessu sinni
verður um sunnanverða Vestfirði. Á
ferðum sínum um landið hafa félags-
konur litið í heimsóknir til sjávarút-
vegsfyrirtækja og segir Margrét að
ávallt sé vel tekið á móti þeim.
„Þetta hafa verið góðar og mjög
fróðlegar ferðir. Það má segja að með
þessum heimsóknum höfum við kynnst
greininni betur og þeim nýjungum sem
í henni eru. Einnig hafa viðburðirnir
sem KIS stendur fyrir gefið okkur færi
á að kynnst hvorri annarri betur með
því að hittast og spjalla saman. Það er
mjög mikilvægt fyrir okkur sem störf-
um í þessari grein að eiga gott og öfl-
ugt tengslanet.“
Konur sjá tækifæri innan sjávarútvegsins
Margrét Kristín Pétursdóttir nýr formaður félagsins Konur í sjávarútvegi..
Mynd: Þórkatla Albertsdóttir.