Ægir - 01.09.2022, Page 15
15
Hann segir að ekki sé tímabært að tala
um breytingar á rekstri Vísis hf. í
Grindavík. Síldarvinnslan sé nýbúin að
taka við fyrirtækinu en vissulega séu
tækifæri í samstarfi þessara félaga.
Sérstaklega í botnfiskveiðum og
-vinnslu. Vísir sé gamalgróið fyrirtæki
og flott félag í bolfiski. Því sjái hann
tækifæri í að samþætta rekstur Vísis
og Síldarvinnslunnar. Félagið er orðið
öflugt bolfisk- og uppsjávarfélag þar
sem fjárfestingar Vísis í bolfiskvinnslu
munu nýtast til aukinnar verðmæta-
sköpunar.
Óvissa vegna stríðs í Úkraínu
En hvað er almennt framundan í ís-
lenskum sjávarútvegi?
„Það er búið að vera ágætis árferði
í sjávarútvegi. Við erum með stoðir í
nokkrum fiskistofnum þar sem oft eru
miklar sveiflur í afla á einstökum teg-
undum. Við byggjum á íslenskri síld,
norsk-íslenskri síld, kolmunna, makríl
og loðnu auk botnfisks og þannig jafn-
ast sveiflurnar nokkuð á heildina litið.
Oft þegar samdráttur er í einni tegund
kemur önnur upp á móti. Það sama á í
rauninni gjarnan við úti á mörkuðun-
um.
Vissulega stöndum við frammi fyrir
töluverðri óvissu vegna stríðsins í
Úkraínu. Úkraína, og áður Rússland,
hafa verið þýðingarmiklir markaðir
fyrir Síldarvinnsluna í Austur-Evrópu
þegar kemur að uppsjávarafurðum
eins og síld, loðnu og makríl. Auk þess
stöndum við frammi fyrir stórauknum
olíukostnaði, sjáum vexti hækka og
víða er mikil verðbólga sem veldur
miklum hækkunum á öllum aðföngum.
Það er því ekki rétt að gera lítið úr
þessari óvissu og framvindan er óljós.
En ógnunum fylgja líka tækifæri þar
sem mun reyna á fyrirtækin að auka
framleiðni og gera betur.“
Eðlileg leiðrétting veiðigjalda
Hvernig lýst þér á þær breytingar sem
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráð-
herra, hefur boðað á veiðigjöldum og
hækkun þeirra?
„Ég held að þetta sé bara eðlileg
leiðrétting sem er tilkomin út af
ákveðnum atriðum í reiknireglu veiði-
gjalda. Annars staðar í kringum okkur
er ekki verið að borga veiðigjöld.
Þannig er það hjá þeim þjóðum sem
við erum að keppa við á mörkuðum
eins og til dæmis Norðmönnum og
fleiri þjóðum. Vilji menn fá samanburð
er einfalt að skoða muninn þar á milli
á útgjaldahlið útgerðarinnar.“
Skapa þessar breytingar einhvern
frið um sjávarútveginn?
„Það er búin að vera ólga í kringum
sjávarútveginn í áratugi, sem við
þekkjum sem höfum tengst atvinnu-
greininni. Þessi ólga tekur gríðarlega
orku út úr fyrirtækjunum og frá
Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.