Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2022, Side 18

Ægir - 01.09.2022, Side 18
18 horft á markaði fyrir mjöl og lýsi þá kaupa fjögur fyrirtæki 98% af allri framleiðslu á Íslandi. Þau voru mun fleiri áður fyrr, fyrir 10 til 15 árum. Á pólska markaðnum fyrir síld var áður fjöldi fremur lítilla fyrirtækja sem keyptu afurðir héðan að heiman. Nú eru þetta mjög fáir stórir aðilar. Auð- vitað er eðlileg aðlögun að þessum breyttu aðstæðum á mörkuðunum nauðsynleg fyrir íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki, þau þurfa að stækka og eða efla samstarf á markaðshliðinni.“ Samspil veiða og vinnslu Verðmætasköpun í íslenskum sjávarút- vegi hefur vaxið verulega síðustu ár- in. Er það fyrst og fremst vinnslan sem hefur skapað hana með aukinni nýtingu eða á útgerðin þar hlut að máli? „Þetta er einfaldlega samspil veiða og vinnslu. Útgerðin hefur verið að endurnýja skipin og bæta verulega alla meðferð aflans. Sé litið á uppsjáv- arfiskinn sem dæmi er ekki langt síðan við vorum með gömul skip sem ekki voru með kælingu í lestum og komu oft að landi með slakt hráefni sem ekki dugði til vinnslu á verðmeiri afurðum. Í dag er ekkert uppsjávarveiðiskip sem getur ekki kælt aflann og komið með hann sem ferskastan til manneldis- vinnslu í landi. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa verið að fjárfesta í skipum sem geta skilað úrvalshráefni til vinnslu í landi, hvort sem er til manneldis eða til mjöl- og lýsisframleiðslu. Þar skipta ferskleik- inn og gæðin megin máli. Það er ekki hægt að vinna úrvalsafurðir úr lélegu hráefni. Þannig vinna útgerð og vinnsla saman að þeirri verðmæta-  Frystihús Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Mynd: Ómar Bogason.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.