Ægir - 01.09.2022, Page 19
19
aukningu sem íslenskur sjávarútvegur
er að skila.
Í bolfiskinum erum við líka að sjá
mikla breytingu, þegar kemur að
vinnsluþættinum. Íslensk fiskvinnsla
stendur framar öðrum í nýtingu og
gæðum afurðanna. Það stafar líka af
því að bolfiskveiðiskip koma með
ferskara og betra hráefni að landi en
áður tíðkaðist. Þar hefur líka verið
fjárfest í skipum og búnaði sem gerir
vinnslunni kleift að skapa meiri verð-
mæti en áður.“
Bjartsýnn á loðnuvertíð
Hvernig lýst þér á komandi loðnuver-
tíð?
„Ég er bjartsýnn. Ungloðnumæling
síðasta haust var mjög góð. Ef hún
hefur verið rétt þá hljótum við að fá
aukningu á þeim kvóta sem gefinn
hefur verið út nú. En allavega er það
miklu betra að hafa þennan kvóta
framundan, þó lítill sé, en að hafa eng-
an kvóta upp á skipulagningu á veið-
um og viðræður við kaupendur að
gera.
Áttu von á því að þorskkvótinn
verði aukinn?
„Auðvitað eru vonbrigði að við
skulum ekki vera komin lengra í þorsk-
veiðinni en raun ber vitni, en veiðun-
um hefur verið stjórnað með aflareglu
og aðhaldi í langan tíma. Í sögulegu
samhengi erum við að veiða minna af
þorski en ætla mætti. Auðvitað vonum
við að það komi sá dagur að við sjáum
betri árangur af veiðistjórnuninni og
að hún skili sér í sterkum stofni og
aukinni veiði,“ segir Gunnþór B.
Ingvason.
Til hamingju
Fjarðabyggðarhafnir senda björgunarsveitinni Geisla
innilegar hamingjuóskir með nýtt og glæsilegt bjögunarskip!
Fjarðabyggðarhafnir
Vestmannaey VE og Bergur VE mætast í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar.
Mynd: Arnar Berg Arnarsson