Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2022, Page 20

Ægir - 01.09.2022, Page 20
20 Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðs- firði tók fyrir skömmu í notkun nýj- an björgunarbát, Hafdísi, sem smíð- aður var fyrir sveitina hjá báta- smiðjunni Rafnari. Báturinn er af gerðinni Leiftur 1100 og er 11 metra langur og 3,2 metra breiður, búinn tveimur 300 hestafla utanborðsmót- orum og getur við bestu aðstæður náð yfir 40 sjómílna siglingarhraða. Það sem gerir bátinn einstakan í framleiðslu Rafnar bátanna er að hann er yfirbyggður framan stýris- húss en þetta var gert samkvæmt hugmyndum félaga í Björgunar- sveitinni Geisla. Þessi útfærsla segir Hans Óli Rafnsson, gjaldkeri björg- unarsveitarinnar, að breyti miklu fyrir þau sjóbjörgunar- og sjóað- stoðarverkefni sem Hafdís verður notuð í. Öflugur björgunarbátur til Fáskrúðsfjarðar Nýr björgunarbátur  Björgunarbáturinn Hafdís er af gerðinni Leiftur 1100 frá íslensku bátasmiðjunni Rafnari. Myndir: Þorgeir Baldursson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.